Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 11
Fyrsta kynslóð barna til að hafa aðgang að tölvu frá vöggu er á leið í skóla. Því hefur verið spáð að 65% þeirra muni í fram- tíðinni vinna störf sem ekki eru til í dag, þ.e. störf sem á eftir að skapa. Ef fram fer sem horfir, mun tækni- þróun leiða til margfalt umfangs- meiri og hraðari breytinga en iðn- byltingin. Hvernig ætlum við að mennta mannskapinn? Hvernig ætlum við að búa börn undir lífið þannig að þau geti nýtt tæknina sjálfum sér og samfélaginu til góðs? Við munum upplifa veruleika á næstu árum sem í dag virðist fjar- stæðukenndur. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í ótalmörgum, ef ekki flestum, atvinnugreinum, sumar breytast og aðrar hrein- lega hverfa. Í þessu samhengi hafa margir velt fyrir sér framtíð kenn- arastarfsins og hvort tækniþróunin ógni því. Hvort nemendur muni í framtíðinni sitja heima og læra af tölvuskjá, án mikilla samskipta við kennara og skóla. Tæknin veitir vissulega stór- kostleg tækifæri til að miðla og örva með nýjum hætti. Með því að flétta saman hefðbundna kennslu og tölvuleiki, myndbönd, gagnvirk próf, forritun, þrívíddarskoðun og „snertingu“ gegnum sýndarveru- leikatækni, er hægt að kafa dýpra í námsefnið og miða kennslu í ríkari mæli við einstaklingsþarfir – styðja þá sem stríða við námsörðugleika, þá sem þjást af námsleiða og þá sem eru gæddir mikilli námsgetu. Þrátt fyrir alla þá gríðarlegu möguleika sem ný tækni skapar, getur hún þó aldrei leyst kennara af hólmi. Kennara sem miðla, hvetja, svara spurningum, rækta gagn- rýna hugsun, sköpunargetu og sið- ferðilega afstöðu. Kennara sem eru næmir á félagslegar aðstæður nem- enda sinna. Börn og unglingar öðl- ast sannarlega nýja færni og nýja hæfileika með aðgengi að tækni. En sítenging við tölvu og snjallsíma frá unga aldri skapar um leið ýmsar nýjar þarfir. Þetta er meðal þátta sem breyta starfi kennarans, kalla á nýja færni og auka enn á mikil- vægi kennarastarfsins. Nýjar kröfur til kennara Við hljótum öll að vera sammála um að frammistaða metnaðar- fullra kennara og persónuleg sam- skipti þeirra við nemendur skiptir sköpum um hvernig ungt fólk fer nestað úr skóla út í lífið. Tækniþró- unin gerir þó nýjar kröfur til kenn- ara. Líkt og mörg önnur störf mun kennarastarfið taka breytingum, en það er jafn ljóst að það verður áfram eitt allra mikilvægasta starf í samfélaginu. Í Finnlandi er aðsókn í kenn- aranám svo mikil að Háskólinn í Helsinki þarf að hafna 8 af hverjum 10 umsækjendum. Ég spurði rektor háskólans eitt sinn um hverju þetta sætti. Hvort launin væru svona há? Hann sagði að launin væru í meðallagi góð, en það sem mestu skipti um vinsældir námsins væri að kennarastéttin nyti svo mikillar virðingar í Finnlandi. Getum við lært af þessu, nú þegar horfir til kennaraskorts í landinu? Getum við hjálpast að við að hefja starfið til verðskuldaðrar virðingar? Getum við sýnt hvernig ný tækni gerir kennarastarfið í senn mikil- vægara og eftirsóknarverðara? Nú þegar staða í ríkisfjármálum hefur batnað ætti að nota hverja krónu sem aflögu er til að bæta net- tengingu í öllum byggðum landsins til að tryggja jafnan aðgang skóla- barna og kennara að tækni, upp- færa tölvubúnað, stórefla kennara- námið og auka verulega stuðning við starfandi kennara. Í kjaramál- um verður að koma málum þannig fyrir að góðum kennurum finnist kröftum sínum vel varið. Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frá- bærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Við verðum að gera kennurum fært að vinna með nýja tækni til að auðga kennslu og hjálpa börnum að finna gott jafnvægi í tækni- notkun, þannig að hún verði tæki í höndum þeirra en stýri ekki lífi þeirra og háttum. Það er nauðsyn- legt fyrir samfélagið að kennarar geti í senn leiðbeint um nýtingu þeirra tækifæra sem tæknin skapar og jafnframt tekið þátt í að móta holla samskiptahætti manna við tölvur og tækni. Tækni og menntun – ógn eða tækifæri? Það er í okkar allra þágu að ný kynslóð ungs fólks njóti krafta frábærra kennara og að hver og einn nemandi fái hvatningu til sköpunar og til að nýta hæfileika sína til fulls. Kristín Ingólfsdóttir fv. rektor HÍ, gestaprófessor við MIT Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér e r a ðe in s sý nd ur h lu ti af b ílu m í bo ði . F ul lt ve rð e r v er ð hv er s bí ls m eð a uk ab ún að i. Au ka bú na ðu r á m yn du m g æ ti ve rið a nn ar e n í a ug lý st um v er ðd æ m um . * Fi m m á ra á by rg ð gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . KJARAKAUP 3.190.000 kr. VW Cross Polo 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 3.580.000 kr. 390.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 8.595.000 kr. Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 9.550.000 kr. 955.000 kr. Afsláttur HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með mm ára ábyrgð. Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin! Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KJARAKAUP 4.990.000 kr. VW Amarok Double Cab 2.0 TDI / Dísil / Beinskiptur* Fullt verð: 5.840.000 kr. 850.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 2.450.000 kr. Skoda Rapid Spaceback Ambition 1.2 TSI / Bensín / Beinsk. Fullt verð: 2.890.000 kr. 440.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.490.000 kr. MMC ASX Intense / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.990.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.430.000 kr. VW Passat Highline 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.330.000 kr. 900.000 kr. Afsláttur s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 3 0 . n ó V e M B e R 2 0 1 6 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 A -D 2 D C 1 B 7 A -D 1 A 0 1 B 7 A -D 0 6 4 1 B 7 A -C F 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.