Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 40
Nýsköpun Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Við­ skiptaráðs Íslands Nýr gjaldmiðill í Simbabve Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 millj­ ónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónust­ unnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferða­ mennsku. Ég er vissulega enginn sér­ fræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of ) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfir­ leitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig ein­ faldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistinátt­ agjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið. Framseljanleg flugsæti Mín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvót­ anum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sér­ fræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamanna­ stöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tíma­ bil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftir­ spurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sæta­ kvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekj­ urnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferða­ þjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljan­ legir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnar myndun, hugsanlegum kenn araverkföllum, uppbygg­ ingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningar­ frelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frek­ ar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukn­ ing á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferða­ málastofnun var Evrópa vinsæl­ asti heimshlutinn hjá ferðalöng­ um árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalang­ ar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðs­ starf ferðaþjónustunnar, stórkost­ leg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlun­ um þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitöl­ unni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn. Ísland hið góða Herdís Jónsdóttir CFO Happy Campers ehf FKA stjórnarkona. Hin hliðin Herdís Jónsdóttir CFO Happy Camp­ ers ehf., stjórnarkona í FKA Á dögunum kynnti ríkisstjórn Simbabve í Afríku nýja skuldabréfaseðla til að vinna gegn skorti á reiðufé. Maður heldur hér á nýjum tveggja dollara seðlum, gjaldmiðillinn verður sambærilegur bandarískum dollara. Yfirvöld í Simbabve tóku ríkisgjaldmiðilinn úr umferð árið 2009 og fóru að nota erlenda gjaldmiðla eftir að virði gjaldmiðils landsins hafði lækkað verulega í óðaverðbólgu. Reiðufjárskortur hefur meðal annars ríkt undanfarið vegna lítils útflutnings. Fréttablaðið/EPa Samkvæmisleikurinn um sam­ setningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrir­ tækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhags­ muni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumark­ aðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan fram­ leiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum víta­ hring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjara ráðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröð­ un hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í lof­ orðum margra stjórnmálaflokka í ný afstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögu­ lega tíma. Öflug heilbrigðisþjón­ usta, bætt fjármögnun háskóla­ kerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxta­ greiðslur með sölu opinberra fyr­ irtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvern­ ig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sam­ einist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði. Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r6 markaðuriNN 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 A -C 4 0 C 1 B 7 A -C 2 D 0 1 B 7 A -C 1 9 4 1 B 7 A -C 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.