Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 24
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is jólagjöf fagmannSinS Kynningarblað 30. nóvember 20162 Sóley Rut segist alltaf hafa verið frekar handóð. „Mér finnst gott að geta gert hlutina sjálf. Ég eyddi mörgum sumrum sem barn í bú- stað hjá ömmu og afa í Grímsnesi og þau voru bæði dugleg að dytta að húsinu. Ég fékk að saga og negla eins og mig lysti eða allt þar til ég sagaði í löppina á mér, fannst það samt ekkert mál og hélt áfram að saga og negla fram á kvöld þrátt fyrir mótmæli frá ömmu og er í dag með skemmtilegt ör eftir tenn- urnar á söginni á sköflungnum til minningar. Einnig fékk ég að fara á smíðavöllinn í Austurbæjarskóla eitt sumarið,“ segir Sóley Rut þegar hún er spurð um þennan áhuga. Sóley Rut er að læra smíð- ar hjá fyrirtæki sem heitir Tré- smiðja Haraldar. „Við vinnum við alls konar húsasmíðar. „Kostur- inn við það að vera á fámennum á vinnustað er að ég fæ að prófa að gera allt og strákarnir eru ekkert að hlífa mér vegna kyns. Þeir sjá til þess að ég reyni allt og í lang- flestum tilfellum er ég fullfær um að spjara mig. Ég þarf helst að- stoð þegar það hamlar mér að vera styttri og léttari en þeir,“ segir hún. Gefur gömlum hlutum nýtt líf Þegar Sóley er spurð hvaða hluti sé nauðsynlegt að eiga heima til að geta gert við eða lagfært, er hún fljót til svars. „Trélím og málningarteip kemur manni ansi langt. Almenna „hús-settið“, s.s. skrúfjárn, hamar og töng er líka gott að eiga. Ég hef meðal ann- ars smíðað lítinn baðskáp, grann- an standandi skáp með skúffu og hurð, ruggustól í anda Ole Wansher og stækkanlegt snyrti- borð á hjólum sem ég hannaði sjálf sem lokaverkefni mitt í hús- gagnasmíði. Það að smíða hlutina frá grunni, teikna þá upp, ákveða mál, velja efni og dunda við að skapa eitthvað nýtt er líklega það skemmtilegasta sem ég geri. Það er samt líka skemmtilegt að gera upp hluti því það er oft svo lítið sem þarf til þess að gefa hlutum nýtt líf. Smá húsgagnahreinsir og lituð viðarolía eða viðarfyll- ir og lakk getur gert gæfumun- inn. Að láta loksins verða af því að taka „ónýta“ stólinn í sundur, hreinsa út gamla límið og líma aftur og jafnvel endurbólstra set- una er minna mál en maður held- ur. Ég er hálfgerður „púristi“ og er frekar illa við húsgögn sem eru bara máluð í hvítum háglans þegar hægt er að meðhöndla spón og heilvið á margan ótrúlega fal- legan hátt. Hver hlutur úr viði er einstakur og að mínu mati er synd að fela einkenni hans undir þykku lagi af málningu nema vera búinn að kynna sér aðra mögu- leika fyrst,“ segir Sóley Rut. Hún segist halda mikið upp á körfustól sem hún á úr Pier. „Hann er fallegur og tímalaus í hönnun og er ótrúlega þægilegur en sethúsgögn finnst mér glötuð ef þau eru ekki þægileg, þá frekar sit ég á gólfinu. Einnig á ég falleg- an danskan hægindastól sem ég fékk í Góða hirðinum en ég stefni á að endurbólstra hann sjálf við tækifæri.“ Langar í skrúfvél Það eru líklega ekki margar konur sem biðja um jólagjöf eins og Sóley. „Mig langar mikið í létta en sæmilega öfluga skrúfvél, held að það sé efst á óskalistanum. Hef augastað á tveimur frá sitthvoru fyrirtækinu en hef ekki alveg gert upp hug minn enn þá,“ segir hún. „Ég hef afnot af öllum helstu verkfærum í vinnunni og hef því ekki þurft að fylla litlu leiguíbúð- ina mína af verkfærum,“ segir hún og hlær en bætir síðan við: „Hins vegar þegar ég hugsa um framtíðina sé ég samt fyrst og fremst fyrir mér stóran bílskúr fullan af öllum mögulegum verk- færum og vélum.“ Hvaða hlut notar þú mest? „Veit nú ekki hvað það heitir réttu nafni, hef heyrt það kallað lítið klaufjárn eða pólskan lykil. Það smellpassar í vasa og má nota til að lyfta upp plötum, ná undir naglahausa/skrúfuhausa og þess háttar, það er eiginlega hægt að pota því hvar sem þarf að komast að og er án efa mest notaða verk- færi sem ég hef notað.“ En hvað finnst henni að ætti að vera jólagjöf fagmannsins? „Góðir sokkar og hanskar. Ís- lenskir smiðir vinna úti í öllum veðrum allt árið um kring og því mikilvægt að vera í hlýjum og góðum sokkum. Kaldar tær og kaldir puttar eru algjör óþarfa leiðindi, ég komst að því í fyrra- vetur. Mæli einnig með ullar- leppum í skóna, það virkar vel fyrir mig. Svo eru til dæmis litl- ir handheflar, nýir blýantar, góð sporjárn og vasabækur hagnýtar gjafir.“ Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir Sóley rut jóhannsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á smíðum og er núna á námssamningi hjá litlu trésmíðafyrirtæki. Hún starfar við alls kyns húsasmíðar og hefur auk þess stundað nám í húsgagnasmíði. Sóley Rut lagfærir það sem þarf að gera við og smíðar nýtt. Sóley rut er að læra húsasmíði og er á námssamningi hjá trésmiðju Haraldar. elín albertsdóttir elin@365.is Sóley fór fyrst í húsgagnasmíði og á þess- ari mynd er ruggustóll í vinnslu hjá henni. 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -E B 8 C 1 B 7 A -E A 5 0 1 B 7 A -E 9 1 4 1 B 7 A -E 7 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.