Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 30
jólagjöf fagmannsins Kynningarblað 30. nóvember 20168 „Ég er alltaf að bíða eftir því að eignast flotta verkfærakistu. Ég er með verkfærakistu í vinnunni en á ekki fyrir mig sjálfa heima. Það gengur ekki að vera verk­ færalaus vélvirki. Ef ég ætti verkfærin heima væru þau að sjálfsögðu í stanslausri notkun,“ segir Ásta Marý Stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel. „Í vinnunni sýð ég saman hluti sem verða svo að fullbún­ um vélum. Stundum er ég í sam­ setningunni og tek þá á móti hlutum sem búið er að sjóða og set saman. Þau verkfæri sem ég nota í vinnunni eru lyklar, topp­ ar og skrall, hamrar og svo ná­ kvæmnisverkfæri eins og skíð­ mát. Ég nota mikið vinkla þegar ég er að sjóða til að passa upp á að allt sé þráðbeint og rétt. Suðu­ vélina og suðuhjálminn nota ég líklega mest. Pabbi gaf mér ein­ mitt bleikan suðuhjálm með rósa­ munstri fyrir nokkrum árum þegar ég fór í sveinsprófið,“ segir Ásta sposk. „Hjálmurinn vekur alltaf mikla athygli þegar ég set hann upp og fyrstu dagana voru vinnufélagarnir mjög for­ vitnir að vita hvar svona hjálmur fengist. En nú nota ég bara hjálm sem er skaffaður hér í vinnunni. Þetta var orðið gott með þann bleika,“ segir hún og viðurkenn­ ir að eiga sér uppáhaldsmerki í verkfæraflórunni eins og títt sé með iðnaðarmenn. „Í mínu tilfelli væri það Kraftwerk, þau verkfæri finnst mér flott. Pabbi á einmitt þannig tösku og mig langar mikið í eins. Ég veit að það er allt í henni sem ég þarf. Það að taskan er fallega vínrauð hefur kannski líka eitt­ hvað með það að gera,“ segir hún létt. „Ég var reyndar að ræða við félaga mína hér í vinnunni um í hvað þá langaði helst í jóla­ gjöf. Það nefndu allir batter­ ísborvél. Ég segi það líka að ef ég ætti slíka sjálf væri ég alltaf að nota hana, ég væri til dæmis búin að hengja upp allar mynd­ ir heima hjá mér. Annars er ég er svo heppin að ég get gengið í verkfærin hans pabba en hann er með vélaverkstæði. Mesta snilld­ in á verkstæðinu hans er reyndar bílalyftan. Alveg sama hvað þarf að gera, skipta um dekk eða olíu þá bara hífir maður bílinn upp og þá verður þetta ekkert mál.“ Er slík lyfta kannski líka á óskalistanum? „Ef ég ætti bíl­ skúr og nógan pening, þá væri það ekki spurning.“ Milli þess sem Ásta sýður saman vélarhluti stundar hún nám í óperusöng við söngskóla Sigurðar Demetz og syngur í hljómsveit. Aðventan verður því annasöm. „Ég er í tríóinu Borgar­ fjarðardætrum og við stefnum á jólatónleika í Borgar firði í des­ ember. Svo syng ég í ballhljóm­ sveit með félögum mínum af Skaganum og er að undirbúa óperusýningu í janúar með skól­ anum. Það er nóg að gera.“ Verkfæralaus vélvirki Ásta marý stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel, á sitt uppáhaldsmerki í verkfæraflórunni eins og títt er um iðnaðarmenn. Hún segir sig vanta ýmislegt og í raun hálf vandræðalegt að vélvirki eigi ekki allt til alls. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Ásta marý stefánsdóttir, vélvirki hjá marel, á sér draumamerki í verkfæraflórunni og myndi ekki fúlsa við bílalyftu ef hún ætti bílskúr. mynd/anTon BRinKÁbendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Gæðaverkfæri í pakkann! Bjóðum fjölbreytt úrval af verkfærum frá þýska framleiðandanum Haupa. Allt fyrir rafvirkjann. Úrval af Haupa-töskum með og án verkfæra. Töskur með sérstöku hólfi fyrir fartölvu og með verkfærahólfum sem hægt er að renna af. íshúsið S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Gastæki Tilboð með kútum kr24.990 Einnota kútar Engin leiga Frábær í bílskúrinn eða minni verkefni 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 A -C 8 F C 1 B 7 A -C 7 C 0 1 B 7 A -C 6 8 4 1 B 7 A -C 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.