Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Fræðsluyfirvöld Hafnarfjarðar hafa stigið stórt skref með samþykkt nýs sjálfstæðs grunnskóla í bæjar-félaginu en unglingaskólinn Nú tekur þar til starfa á komandi hausti. Í skólanum verður lögð áhersla á íþróttir og heilsusamlegan lífsstíl og byggja kennsluaðferðir á nýj- ustu tækni. Þjónustusamningur milli skólans og bæjarins vegna rekstrar hans var samþykktur í kjölfar viðurkenn- ingar menntamálastofnunar á starfsemi hans. Stofnun þessa nýstárlega skóla er í góðu samræmi við málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar en þar er lögð áhersla á nýsköpun og fjölbreytni á öllum stigum skólastarfs. Að baki ákvörðun fræðsluráðs liggur mikil og ígrunduð vinna en það hefur haft málefni skólans til umfjöllunar í tæp tvö ár. Með auknu sjálfstæði skóla, hvort sem er innan hefð- bundna kerfisins eða þar sem kraftar einkaaðila eru nýttir, felast sóknarfæri í menntun, tækifæri til umbóta og aukins árangurs. Ein leið til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda er að bjóða upp á fjölbreytni og aukið val. Sjálfstætt starfandi skólar eru viðbót við öflugt opinbert skólastarf. Valfrelsi gerir einstaklingum enn frekar mögu- legt að vaxa og dafna á eigin forsendum og nýta styrkleika sína sem best. Það veitir kennurum einnig fjölbreyttara starfsumhverfi og er aukið val námsgagna þáttur í því. Fyrir áhugafólk um menntamál er það einnig umhugsun- arvert að á Norðurlöndunum er hlutur sjálfstætt rekinna grunnskóla minnstur hér á landi og tö̈luvert stærri að meðaltali í Evrópu. Nú þegar stunda á annað hundrað hafnfirsk börn nám í sjálfstætt reknum grunnskólum, innan sveitarfélagsins sem utan, og greiðir bæjarfélagið með hverjum nemanda 75% af landsmeðaltali rekstrar- kostnaðar grunnskóla eins og lög gera ráð fyrir. Greiðslur með nemendum í nýja skólanum verða að hluta til viðbót við þá heildarupphæð sem nú þegar er sett í fræðslumálin í bæjarfélaginu. Í þjónustusamningi bæjarins við nýja skólann er sett hámark á skólagjöld, innritunarreglur skýrari en tíðkast í sambærilegum samningum sem og ákvæði um eftirlit og mat á skólastarfinu. Það er ánægju- legt að taka þátt í þeirri nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem verið er að ýta úr vör með því að samþykkja nýjan unglingaskóla í Hafnarfirði. Og um leið skapa börnum aukin tækifæri og nýja möguleika til menntunar. Nýsköpun í skólastarfi Það er ánægjulegt að taka þátt í þeirri ný­ sköpun og frumkvöðla­ starfi sem verið er að ýta úr vör með því að samþykkja nýjan ung­ lingaskóla í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjar- ráðs og fræðslu- ráðs Hafnar- fjarðar 2.990 KR.* ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistara-mótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfir- burði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undan- keppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu stað- reynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþrótta- liðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handbolta- stelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heims- klassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dag- skrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Stelpurnar okkar – allar Fleiri og fleiri eru með­ vitaðir um að kvenna­ íþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. enn önnur lög á kjaradeilu Innanríkisráðherra hefur með lagasetningu skikkað flugum- ferðarstjóra til að vinna yfir- vinnu. „Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í gær. Þessi kjaradeila flugumferðar- stjóra er vissulega ekki að koma upp núna. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Eftir að þær samningaviðræður höfðu ekki skilað neinu ákváðu flugumferðarstjórarnir að hefja yfirvinnubann í byrjun apríl. Nú hafa flestallir samþykkt svokallað Salek-samkomulag en flugumferðarstjórar hlusta ekki á neitt slíkt heldur ætla sér stærri bita af kökunni. ábyrgðarhlutinn Það er hins vegar ljóst að flugumferðarstjórar eru langt í frá láglaunastétt hér á landi. Margar stéttir hafa þurft að berjast fyrir nokkrum þúsund- köllum í viðbót í vasa sinn eftir hver mánaðamót og hefur sú barátta sumra skilað því. Salek- samkomulagið gengur út á að halda hér á landi stöðugleika til þess að launaskrið framkalli ekki verðbólgu og launarýrnun þeirra lægst launuðu. Því er það ábyrgðarhluti þegar starfstéttir sem vissulega eru ekki á lægstu töxtunum krefjast ríflegri launa- hækkana en aðrar stéttir hafa fengið. sveinn@frettabladid.is 9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð SKOÐUN 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 A F -B 2 E 8 1 9 A F -B 1 A C 1 9 A F -B 0 7 0 1 9 A F -A F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.