Fréttablaðið - 09.06.2016, Side 42
Fótbolti Þrettán leikmenn íslenska
karlalandsliðsins í gegnum tíðina
eiga það sameiginlegt að hafa verið
á undan öllum öðrum íslenskum
landsliðsmönnum í undankeppn-
um Íslands fyrir Evrópumót lands-
liða í fótbolta. Ísland komst loks á
EM í tólftu tilraun og vonandi ná
Fyrsta rauða spjaldið
Pétur Arnþórsson á móti Noregi 23. september 1987
Framarinn Pétur Arnþórsson var fyrstur til að vera rekinn
snemma í sturtu en hann fékk þá tvö gul spjöld í 1-0 sigur-
leik Íslands í Ósló í undankeppni EM 1988. Fyrra spjaldið
fékk hann á 40. mínútu fyrir brot en það seinna á 87. mínútu
var klaufalegt en hann sparkaði þá boltanum í burtu eftir að
dæmd hefði verið aukaspyrna. „Þetta var náttúrulega bara rugl.
Fyrir það fyrsta átti ég aldrei að fá gult spjald fyrir þetta sakleysislega brot í
fyrri hálfleik og í öðru lagi þá er fáránlegt að gefa rautt spjald fyrir það sem ég
gerði,“ sagði Pétur í viðtali við Morgunblaðið eftir leik.
Fyrsti varamaðurinn
sem skorar
Eyjólfur Sverrisson
á móti Frakklandi
20. nóvember 1991
Eyjólfur var
fyrstur til að skora
eftir að hafa komið
inn á sem varamaður en
minnkaði muninn i 3-1 tapi á móti
Frökkum í París með glæsilegu skoti
fimmtán mínútum eftir að hann
kom inn á sem varamaður. „Ég var að
sjálfsögðu svekktur yfir því að sitja á
bekknum. Annars hefði ég ekkert að
gera hér,“ sagði Eyjólfur við Morgun-
blaðið sem spurði líka þjálfarann.
„Nei, ég sé ekki eftir því að hafa látið
Eyjólf sitja á bekknum. Ég sagði fyrir
leikinn að ég ætlaði að skoða Guð-
mund Torfason. En Eyjólfur stóð sig
mjög vel – og hefur gert það síðustu
leikjum,“ sagði Ásgeir Elíasson lands-
liðsþjálfari við Morgunblaðið eftir
leikinn.
Fyrsta markið
beint úr aukaspyrnu
Arnar Gunnlaugsson
á móti Svíþjóð
1. júní 1995
Arnar Gunnlaugs-
son, þá 22 ára
gamall, kom Íslandi
í 1-0 á móti Svíum í
Stokkhólmi með glæsilegu skoti beint
úr aukaspyrnu af 25 metra færi strax á
3. mínútu. „Þetta var besta mark mitt
á ferlinum. Ég hef aldrei áður skorað
úr aukaspyrnu og hjá Nürnberg fæ ég
ekki einu sinni að taka þær. Kannski
breytist það núna,“ sagði Arnar við
sænsku TT-fréttastofuna eftir leikinn.
Ímyndið ykkur það að Lars eða Heimir myndu skora á móti Portúgal
Þegar íslenska landsliðið mætir
Portúgal í fyrsta leik sínum í úrslita-
keppni EM eftir fimm daga þá verða
liðin tæp 54 ár síðan Ísland spilaði
sinn fyrsta landsleik í Evrópukeppni
landsliða. Ísland skrifaði EM-söguna
strax í fyrsta leik. Ef Lars Lagerbäck
eða Heimir Hallgrímsson myndu
skora fyrir íslenska landsliðið á móti
Portúgal í fyrsta leik Íslands á EM
í Frakklandi yrðu þeir ekki fyrstu
landsliðsþjálfarar Íslands til að af-
reka slíkt. Það gerist örugglega ekki
enda hvorugur í hópnum en það
var aftur á móti launalaus þjálfari
íslenska liðsins í fyrsta leik þjóðar-
innar í Evrópukeppni.
12. ágúst 1962 var ekki bara
sögulegur dagur fyrir íslenska
landsliðið heldur einnig fyrir sögu
Evrópukeppni landsliða. Ríkharður
Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands
í leiknum en hann var bæði spilandi
þjálfari og fyrirliði íslenska liðsins í
leiknum.
Enginn annar þjálfari í sögu Evr-
ópukeppninnar hefur náð að skora
fyrir lið sitt og hvað þá að gera bæði
mörkin eins og Ríkharður gerði í
Dublin fyrir rúmri hálfri öld.
Fyrstu mörkin
í sigurleik
Jóhannes Eðvaldsson
og Ásgeir Sigurvinsson
á móti Austur-Þýska-
landi 5. júní 1975
Ísland vann sinn fyrsta
sigur í undankeppni EM
á móti Austur-Þýska-
landi á Laugardals-
vellinum 5. júní 1975.
Jóhannes Eðvaldsson
skoraði fyrra markið
strax á 19. mínútu með
glæsilegri hjólhesta-
spyrnu og Ásgeir Sigur-
vinsson kom Íslandi
síðan í 2-0 á 30. mínútu
eftir að hafa sloppið í
gegn eftir langt útspark
Sigurðar Dagssonar
markvarðar. Austur-
þýska liðið minnkaði
muninn í seinni hálf-
leik en íslenska liðið
fagnaði tímamótasigri.
Fyrsta fiskaða
vítaspyrnan
Pétur Pétursson
á móti Austur-Þýska-
landi 4. október 1978
Pétur Pétursson var
bæði fyrstur til að fá
vítaspyrnu og skora
úr vítaspyrnu í útileik
á móti Austur-Þýska-
landi í undankeppni
EM 1980. Pétur fékk
stungusendingu á 15.
mínútu og var brugðið
illa. Hann skoraði af
öryggi og jafnaði metin
í 1-1 en Austur-Þjóð-
verjar unnu leikinn á
endanum 3-1.
Fyrsta
skallamarkið
Atli Eðvaldsson
á móti Albaníu
30. maí 1990
Fyrsta skallamarkið
kom ekki fyrr en í fyrsta
leik Íslands í undan-
keppni EM 1992 þegar
íslensku strákarnir
unnu 2-0 sigur á Albön-
um í Laugardalnum. Atli
skoraði seinna markið á
86. mínútu með skutlu-
skalla eftir fyrirgjöf frá
Sigurði Grétarssyni.
„Það var gamla marka-
græðgin sem kom upp
í mér þarna undir lokin.
Síðan kom þessi glæsi-
lega sending frá Sigga
Gétars, boltinn sveif
yfir varnarmennina og
ég átti auðvelt með
að skalla hann í netið,“
sagði Atli við DV eftir
leik.
Fyrsta stoðsendingin
Þórólfur Beck
á móti Írlandi
12. ágúst 1962
Þórólfur Beck var
eini atvinnumaður-
inn í íslenska liðinu í
fyrsta leiknum á EM
en hann kom til móts við liðið
frá Dublin þar sem hann spilaði
með St. Mirren. Þórólfur stýrði
boltanum til Ríkharðs eftir að hafa
fengið boltann frá Skúla Ágústs-
syni. Sveinn Jónsson lagði upp hitt
mark Ríkharðs í leiknum.
Fyrsta gula spjaldið
Teitur Þórðarson
á móti Belgum 8. september 1974
Teitur Þórðarson var fyrstur Íslend-
inga til að fara í bókina en hann fékk
áminningu í leik á móti Belgum á
Laugardalsvellinum haustið 1974.
Þetta var fyrsti leikur Íslands í undan-
keppni EM 1976 og eina spjaldið sem
fór á loft þetta sunnudagskvöld í
Laugardalnum. „Teitur barðist af krafti
– stundum fullmiklum krafti,“ sagði í
umfjöllun um Teit í Vísi eftir leikinn.
Fyrsti varamaðurinn
Matthías
Hallgrímsson
á móti Belgum
8. september 1974
Matthías Hallgríms-
son var fyrsti vara-
maður íslenska liðsins í
undankeppni EM en engar skiptingar
voru í fyrstu undankeppninni. Matth-
ías kom inn á fyrir Ásgeir Elíasson á 77.
mínútu í leik á móti Belgum á Laugar-
dalsvellinum en þjálfari íslenska
liðsins í leiknum var Tony Knapp.
Matthías var kominn í byrjunarliðið í
næsta leik og skoraði þá mark Íslands í
1-1 jafntefli í Austur-Þýskalandi.
Fyrstur til að halda hreinu
Sigurður Dagsson á móti Frakklandi 25. maí 1975
Ísland hélt fyrst hreinu í sínum fimmta leik í undankeppni
EM en hann var á móti Frakklandi á Laugardalsvelli vorið
1975. Í markinu stóð Sigurður Dagsson, markvörður Vals,
og faðir Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Þjóðverja í
handbolta. „Kempan Sigurður Dagsson enn einu sinni frábær í
marki,“ stóð í umfjöllun um leikinn í Vísi. Sigurður sem var þarna
þrítugur var að spila sinn fyrsta landsleik frá 1972 eða í rétt tæp þrjú ár.
Fyrsta sjálfsmarkið
Ríkharður Daðason
á móti Frakklandi
9. október 1999
Ríkharður Daðason
skoraði skallamörk
í báðum leikjunum á
móti Frökkum í undan-
keppni EM 2000 en því miður aðeins
í rétt mark í öðrum þeirra. Eftir að
hafa skorað með skalla framhjá
Fab ien Barthez í marki Frakka á
Laugardalsvellinum í fyrri leiknum
varð Ríkharður fyrir því óláni að
skalla boltann í eigið mark í seinni
leiknum á Stade De France. „Það
var svekkjandi að skora sjálfsmark
en það má ekki láta slík atriði fara
á sálina. Ég sá ekki boltann,“ sagði
Ríkharður í viðtali við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Einu sinni
verður
allt fyrst
Íslenska karlalandsliðið mun stíga sín fyrstu spor á
stórmóti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og
íslensku strákarnir munu þar upplifa mjög margt
í fyrsta sinn. Fréttablaðið kannaði hvaða íslensku
landsliðsmenn voru fyrstir til þess að gera hlutina á
fyrstu hálfu öld Íslands í undankeppni EM.
strákarnir okkar mörgum nýjum
takmörkum á Evrópumótinu í
Frakklandi.
Hér á síðunni má sjá öll þessi
söguleg skref íslenskra landsliðs-
manna á fyrstu 54 árum Íslands í
undankeppni Evrópumóts lands-
liða.
Fyrsta markið
Ríkharður Jónsson
á móti Írlandi 12. ágúst 1962
Ríkharður Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands í EM og
kom það í fyrsta leik liðsins sem var á móti Írum í Dublin.
Markið skoraði Ríkharður á 37. mínútu með skoti út
teignum eftir að hafa unnið návígi. Hann jafnaði þarna
leikinn í 1-1 og átti síðan eftir að skora annað mark og
minnka muninn í 4-2 sex mínútum fyrir leikslok.
9 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U R30 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
A
F
-E
9
3
8
1
9
A
F
-E
7
F
C
1
9
A
F
-E
6
C
0
1
9
A
F
-E
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K