Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 52
Frumsýningar Gaman- og hasarmynd Aðalhlutverk: Russell Crowe, Ryan Gosling og Angourie Rice. Frumsýnd 8. júní IMDb 7,9/10 The Nice guys Glæpa- og gamanmynd Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Kevin Hart og Danielle Nicolet. Frumsýnd 15. júní ceNTral iNTelligeNce Teiknimynd Aðalhlutverk: Ellen DeGeneres, Albert Brooks og Idris Elba. Frumsýnd 16. júní FiNdiNg dory Kolbeinn pollslakur í einni senu myndarinnar. Hann ætti að vera nokkuð vanur rútuferðunum líkt og liðsfélagarnir. KviKmyndir Jökullinn logar ★★★★★ Leikstjóri: Sævar Guðmundsson Framleiðendur: Sölvi Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir Handrit og viðtöl: Sölvi Tryggvason Kvikmyndataka: Víðir Sigurðsson, Hákon Sverrisson og Ágúst Jakobs- son Hljóðhönnun: Gunnar Árnason Tónlist: Les Fréres Stefson Leið íslenska karlalandsliðsins í fót- bolta á EM í Frakklandi hefur varla farið fram hjá neinum Íslendingi, jafnvel ekki þeim sem hafa tak- markaðan áhuga á fótbolta. Eftir að landsliðið var nálægt því að komast á heimsmeistaramótið í Brasilíu sá Sölvi Tryggvason ástæðu til að elta liðið uppi og gera mynd um það. Eins og oft vill verða með heimildar- myndir gerast óvæntir hlutir í ferl- inu og það gerðist sannarlega hér. Sölvi og leikstjórinn Sævar Guð- mundsson fylgja hér landsliðinu í gegnum undankeppni EM og er farið línulega gegnum ferlið, leik fyrir leik, en samhliða því er áhorfandinn kynntur fyrir helstu leikmönnum liðsins og bakgrunni þeirra. Hér er sögð saga þar sem við fáum að kynn- ast persónunum aðeins. Í gegnum tár, bros og takkaskó sést hvernig íslenska karlalandsliðinu tókst að koma sér alla leið á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni. Það er best að geta þess strax að undirritaður er einn af þessum örfáu Íslendingum sem hafa mjög takmarkaðan áhuga á fótbolta og því ekki beint í markhópnum fyrir þessa mynd. En þrátt fyrir áhuga- leysið á fótbolta leiddist mér ekki. Sölva Tryggvasyni, sem skrifaður er hér fyrir handriti og viðtölum, og leikstjóranum Sævari Guðmunds- syni hefur tekist að gera líflega og ágætlega skemmtilega mynd um þessa frækilegu för landsliðsins. Það er góður stígandi í myndinni, hún flæðir vel og tekið er á efninu frá mörgum hliðum. Það er ekki bara talað um boltann heldur manneskj- urnar á bak við hann og í kringum hann, bæði leikmenn og þjálfara, maka og aðdáendur. Áherslan er samt fyrst og fremst á leikmennina. Söguna þekkjum við öll en það sem gerir þessa mynd þess virði að horfa á eru persónuleikarnir. Mynd- in er full af skemmtilegum litlum karaktermómentum þar sem leik- mennirnir fíflast hver í öðrum eða viðurkenna veikleika sína. Húmor- inn er heldur aldrei langt undan. Engu að síður er fótboltinn aðal- málið hérna og fyrir menn sem hafa lítinn áhuga á því dalar myndin oft. Það hjálpar heldur ekki að enda- lokin eru augljós frá upphafi þó Sölva og Sævari takist samt að skapa smá spennu með góðri sam- setningu. Helsta vandamálið er þó að myndin er helst til of löng. Það virðist vera einhver meinloka í fólki að mynd sem er undir 90 mínútum sé ekki alvöru bíómynd og því er lopinn stundum teygður svo þeirri lengd sé náð. Myndin er því svolítið langdregin á köflum og missir líka dampinn í seinni hlutanum, heldur áfram of lengi eftir að endalokin eru ljós og fjarar svolítið út þannig að endirinn verður ekki nógu sterkur. Sölvi og Sævar mega samt eiga það að þeir missa sig ekki alveg í þjóðrembunni þótt það örli samt aðeins á henni. Þjóðarstoltið er óneitanlega til staðar en tekur aldr- ei alveg yfir, þetta er fyrst og fremst saga um hóp manna sem tókst ætl- unarverk sitt, að „fara á fokking EM“ svo vitnað sé í einn þeirra. Atli Sigurjónsson niðurstaða: Myndin er fagmannlega gerð og ágætlega skemmtileg en líka of löng og ekki nógu spennandi fyrir fólk sem hefur ekki áhuga á fótbolta. Fót- boltaáhugamenn mega bæta við einni stjörnu á einkunnina. Jökullinn logar: Tár, bros og takkaskór sölvi Tryggvason og sævar guðmundsson leiddu saman hesta sína og fylgdu ís- lenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að draumnum um evrópumeistaramótið. 9 . J ú n í 2 0 1 6 F i m m t u d a G u r40 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð bíó 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 A F -B C C 8 1 9 A F -B B 8 C 1 9 A F -B A 5 0 1 9 A F -B 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.