Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 28. apríl 1983 VÍKUR-fréttir yfimn juUit Útgefandi: VlKUR-fréttir hf. Ritstj. og ábyrgöarm.: Emil Páll Jónsson, sími 2677 Páll Ketilsson, sími 1391 Afgreiösla, rltstjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF. Keflavík Keflavík Einbýlishús, rúmlega fokhelt, með bilskúr, við Norðurvelli. Teikningar fyrirliggjandi. Glæsilegt hús. Fasteignaþjónusta Suöurnesja Hafnargötu 31 - Keflavik - Símar 3722 - 3441 Keflavik Viðlagasjóðshús (timburhús). Höfum til sölu 2 Viölagasjóðshús við Bjarnarvelli. Fasteignaþjónusta Suöurnesja Hafnargötu 31 - Keflavik - Sfmar 3722 - 3441 Keflavík 2ja herb. góð íbúð við Faxabraut, sér inng. 550.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavfk - Slmar 3722 - 3441 Keflavík Góð 3ja herb. 97 ferm íbúð við Vatnsnesveg. Bilskúrsréttur ................... 900.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavfk - Simar 3722 - 3441 Keflavík 3ja herb> íbúð við Njarðargötu, sér inng., góð íbúö á góðum stað ................ 730.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavfk - Simar 3722 - 3441 Keflavík 67 ferm. 3ja herb. íbúð við Mávabraut. Laus nú þegar ......................... 780.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavik - Simar 3722 - 3441 Keflavík 4ra herb. íbúð við Garðaveg. Góður staður. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavik - Sfmar 3722 - 3441 Njarðvik 3ja herb. íbúð ájarðhæðvið Hjallaveg. Laus nú þegar........................ 750.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - keflavfk - Sfmar 3722 - 3441 Bílasala Brynleifs Vatnsnesveg 29a - Keflavik - Sími 1081 Mikið úrval bifreiða á skrá. Vegna eftirspurnar vantar t.d. Hondur, Mözdur, Saab og Toyotur árgerðir 1979 - ’82. Opið alla virka daga og laugardaga. Bílasala Brynleifs Litla bikarkeppnin: Þrír sigrar í röð og Keflvíkingar með aðra hendina á bikarnum Keflvíkingar hafa nú gott sem tryggt sér sigur í Litlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu eftir tvo góða sigra í síðustu viku á Haukum og Skagamönnum, en áður hafði ÍBK sigraö Breiðablik 1:0 í Kópavogi. Ef við snúum okkur aö leikjum Keflvíkinga í síð- ustu viku þá er skemmst frá því að segja að Haukar áttu aldrei neina möguleika gegn sterku liði heima- manna. Freyr Sverrisson lagói upp annaö mark ÍBK á móti ÍA 25 mín. 1:0 Sigurður Björgvinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf Skúla Rósantssonar. 27. mín. Einar Ásbjörn skorar eftir að markvörður Hauka hafði hálfvarið skot frá Björgvin Björgvinssyni. Stuttu seinna átti Óli Þór skot í stöng. Staðan í hálf- leik því 2:0. 56 mín. 3:0. Hermann Jónasson skallaði boltann í markið eftir að markverði Hauka hafði mistekist að verja fyrirgjöf Björgvins. 70 mín. 4:0. Þar kom að því aö Björgvin skoraði sjálfur, en hann var mjög at- kvæðamikill í þessum leik. 73. mín. 5:0. Sigurður Björgvinsson skorar úr víta- spyrnu og annað mark sitt í leiknum. 80 mín. 6:0. Óskar Fær- seth felldur innan vítateigs og skoraði svo sjálfur úr vítaspyrnunni. Óskar Færseth ásamt Björgvinsbræðrum þeim Sigurði og Björgvin, voru bestu menn Keflvíkinga í þessum leik. ÓLI ÞÓR REKINN ÚT AF Á MÓTI ÍA Keflavík og Skagamenn léku síðan á laugardaginn var og var það nokkuð víst að þetta yrði úrslitaleikur mótsins. Heimamenn byrj- uðu leikinn vel og höfðu yf- irhöndina allan fyrri hálf- leikinn og þannig var stað- an í hálfleik. Skagamenn komu mjög ákveðnir í seinni hálfleikinn og voru sterkari aðilinn lengst af án þess að skapa sér veruleg marktækifæri. Um miðjan seinni hálfleikinn var svo Óli Þór rekinn af leikvelli af dómara leiksins, Helga Kristjánssyni (fyrrum Kefl- víkingur) fyrirmunnsöfnuð. Keflvíkingar létu þetta atvik ekkert á sig fá og efld- ust við þetta mótlæti og fóru að sælcja stíft, sem endaði með góðu marki Björgvins Björgvinssonar eftir mjög góða sendingu frá Frey Sverrissyni af vinstri kantin- um. Skagamenn sóttu stíft að marki Keflavíkur það sem eftir var leiksins og náðu aðeins að skora eitt mark undir lok leiksins og var það hálfgert þvögu- mark. Lokatölur urðu því 2:1 fyrir ÍBK og eru Keflvík- ingar nú gott sem öruggir með sigur i keppninni og mega tapa fyrir FH, þarsem markatalan verður látin ráða, ef lið eru jöfn að stigum, og (BK er með miklu hagstæðari marka- tölu en (A og mega því þess vegna tapa leiknum með fimm mörkum. Þessi ágæta frammistaða Keflavíkurliðsins það sem af er lofar vissulega góðu og er liðið greinilega á réttri leið undir stjórn Guðna Kjartanssonar, en þó berað varast of mikla bjartsýni fyrir sumarið þar sem aldrei hefur mikið mátt marka vor- leiki liðanna og aldrei hægt að sjá fyrir árangur liðs fyrir sumarið á þeim leikjum. Staðan: Keflavík .3 3 0 0 10:1 6 Akranes .3 2 0 1 6:2 4 FH ........ 2 10 1 3:5 2 Breiðablik 2 0 0 2 2:4 0 Haukar ...2 0 0 2 0:8 0 pket. Keflvikingar fagna marki Björgvins Björgvinssonar Með fullfermi af timbri til Kaupfélagsins Nýtt kaupskip kom hing- að i síðustu viku og var það fyrsta íslenska höfnin. Heit- ir það (sberg og hefur heimahöfn á (safirði. Er þetta frystiskip sem ber 320 tonn af frystum fiski, en áhöfn er aðeins 5 manns. Eigandi er OK hf. Hingað kom skipið meö timbur til Kaupfélags Suð- urnesja, alls 137 búnt eða fullfermi. Áætlað hafði verið að skipið kæmi fyrst til Seyöisfjarðar, því að á dekki þess voru milli 30-40 búnt se, þangað áttu að fara. En skipið fékk á sig sjó á hafinu og missti allan farminn sem austur átti að fara og eitt búnt sem hingað átti að koma. Því var ein- ungis eftir vara hingað og því kom það fyrst til Kefla- víkur. - epj. ÚTGERÐARMENN - ATVINNUREKENDUR EIGUM FLESTAR STÆRÐIR AF LYFTARADEKKJUM FYRIRLIGGJANDI. EINNIG VÖRUBÍLADEKK BÆÐI SÓLUÐ OG NÝ eELCJCtflE § Brekkustig 37, Njarðvík - Sími1399

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.