Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. apríl 1983 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 KEFLAVÍK: Einbýlishús og raðhús: Nýstandsett einbýlishús við Suðurgötu m/bílsk. 1.350.000 Einbýlishús við Túngötu m/bílskúr, eignarlóð . 1.100.000 Raðhús við Mávabraut ásamt bilskýli . 1.000.000 Glæsileg raöhús í smíðum við Norðurvelli, sem skilað verður fullfrágengnum að utan. Fast sölu- verð. Nánari uppl. gefnar á skrifstofunni . íbúðin 3ja herb. íbúð við Heiðarból, að mestu fullgerð 850.000 3ja herb. íbúð við Vesturbraut með sérinng. .. 520.000 3ja herb. íbúð við Heiðarveg með sér inng. ... 550.000 3ja herb. íbúð við Sólvallagötu með sér inng. . 750.000 4ra herb. íbúð við Kirkjuteig með bílskúr . 850.000 Nýjar 2ja herb. íbúðir sem skilað veröur fullfrá- gengnum í ágúst n.k. Glæsilegar íbúðir. Allar nánari upplýsingar um verð og greiösluskilmála uppgefnar á skrifstofunni. NJARÐVlK: Til sölu nýstandsett einbýlishús við Borgarveg 1.000.000 3ja herb. nýíbúðviðFífumóa (endaíbúð) fullfrág. 950.000 3ja herb. íbúö viö Hjallaveg, nýstandsett . 850.000 GARÐUR: Einbýlishús í smíðum við Klapparbraut, 153ferm 950.000 Einbýlishús við Sunnubraut ásamt stórum bil- skúr. Laust fljótlega ............... 1.450.000 ATH: Höfum kaupanda að vandaðri 2ja eöa 3ja herb. íbúð strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Keflvíkingar Suðurnesjamenn Til sölu glæsilegar 2ja herb. íbúðir, alveg frágengnar með öllum innréttingum. íbúð- unum fylgir mikil sameign. Húsinu verður skilað máluðu að utan með frágenginni lóð. íbúðirnar seljast á föstu verði án vísi- tölubindingar. Upplýsingar á Fasteignasölunni, Hafnar- götu 27, sími 1420. Þökkum öllum sem sendu inn nafn á nýja veitingastaðinn. Höfundar að nafninu ,,Glóðin“ voru Ingvar Guðmundsson og Bergþóra Þorbergs- dóttir, og færi ég þeim sérstakar þakkir. Gleðilegt sumar! AXEL JÓNSSON - GLÓÐIN Gatnagerðar- og gangstéttaframkvæmdir hjá Keflavíkurbæ í sumar: Heildarkostnaður nemur 6.4 millj. Ingvar Friðriksson bæjarverkstjóri, í viðtali Þaö hefur ekki faríö f ram hjá mörgum bileigandanum hér i Keflavík, hversu slæmar margar af aöalgötum bæjaríns eru núna, og er vfst aö ekki hefur hinn haröi vetur bætt þar um meö óvenjumiklum snjó og haröindum. Tll aö fá nánarí upplýsingar og vitneskju um lagfæríngar viö götur bæjar- ins og ýmsar fleirí framkvæmdir, fengum viö bæjarverk- stjórann, Ingvar Friöríksson, f stutt spjall. Við spurðum Ingvarfyrst að því, hvernig aðalgötur bæjarins kæmu út eftir vet- urinn og hvaða fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar í sumar. ,,Ef við byrjum á Hafnargöt unni, sem er aöalgatan í bænum, þá er því ekki að neita, að hún er mjög slæm, sem er þó ekki einungis þessum vetri að kenna. Gatan var fræsuð í fyrra svo að slitlag sem lagt yrði á hana yrði ekki of hátt. Það er meiningin að leggja slit- lag á hana frá Tjarnargötu að Flugvallarvegi og er það mjög kostnaðarsöm fram- kvæmd og t.d. kostar mal- bikið á Hafnargötuna um 900 þúsund og þá á eftir að flytja það hingað og ýmsa undirvinnu verðureinnig að gera. Einnig verður Hrann- argata malbikuð, en hún er mjög illa farin sem kemur sér illa þegar vörubílar keyra með fiskikassa þar um. Fleiri götur eru slæmar og verða framkvæmdar við- gerðir á þeim, sem eru m.a. Hringbraut, Víkurbraut og Tjarnargata." En hvaö meö olfumöl? „Olíumöl er mun ódýrari og er auöveldari meðferðar þar sem hægt er að leggja hana kalda og í rigningu, og ætlunin erað leggja olíumöl á Heiðarbakka og Heiðar- braut og einnig veröur lagt. á Smáratún annaö hvort olíumöl eða malbik." Hvernig veröur meö aörar framkvæmdlr, s.s. gang- stéttalagnlngu? „Þaö á að leggja gang- stéttir áþó nokkrargöturog má þar nefna Kirkjuveg frá Vesturgötu að Vesturbraut, við Aöalgötu frá Hringbraut að Hátúni, og Tjarnargötu FOTBOLTASKOR! efstir á óskalista hjá strákunum í dag. Fáanlegir niður í númer 28. Hafnargötu 54 - Keflavík - Sími 1112 frá Hringbraut að Langholti, svo eitthvað sé nefnt.“ Hver er heildarkostnaður viö þessar framkvæmdir? „Heildarkostnaður sem var áætlaður við götu- og ?angstéttalagnirer6.4 millj. malbik fara 2.7 millj., lag- færingar á gatnamótum og gangstéttalagnir 2.3 millj. og aðrar framkvæmdir um 1400 þúsund.“ Nú veröur hér á næsta árí Landsmót UMFÍ - veröa ekki miklar framkvæmdir viö fþróttalelkvanginn og þaö svæöi? „Það á að reyna að fram- kvæma sem mest af því sem verður á leikvanginum. Þáá ég við jarðvegsskipti í braut- um og framkvæmdir við hlaupabrautina og stökk- braut, og svo verðurendur- byggð girðing í kringum grasvöllinn. Við nýja æf- ingavöllinn uppi í heiði verða aðallega fegrunar- framkvæmdir, s.s. hreinsun og sáning, en það stendur til að nota þann völl á lands- mótinu. Kostnaöur við þess ar framkvæmdir eru áætl- aöar upp á 3 milljónir." Fegrun bæjaríns - veröur þaö stór liður? „í fegrunarframkvæmdir Ingvar Friöriksson eru áætlaðar 2 milljónir og verður ýmislegt gert, og ef ætti að telja eitthvað sér- stakt af því, má nefna að svæðið á milli Gagnfræða- skólans og (þróttahússins verður gert að útivistar- svæði og verður hellulagt þar og gert svolítið huggu- legt, þannig að hægt verði að halda þar útisamkomur, og einhver vísir að sviði verður gerður. Fleira mætti telja sem yrði og langt mál hér.“ Má búast viö góöum sam- skiptum bæjarbúa og bæj- arins? „Já, ég vona að svo verði, að allir bæjarbúar geti sam- einast í verki um að gera bæinn þannig að allirverði stoltir af. Ég vil fá að koma því á framfæri við bæjar- búa að vera þolinmóðir þegar unnið er við lagningu slitlags og gangstétta vegna óþæginda þar sem innkeyrslur geta lokast við hús, þannig að þetta geti gengið sem hraðast og allir verði ánægðir að loknu verki,“ sagði Ingvar Frið- riksson að lokum. - pket. Gangstéttarframkvæmdir eru þegar hafnar viö Kirkjuveg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.