Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. apríl 1983 VÍKUR-fréttir Óskum félagsmönnum okkar til hamingju meö dag uerkalgðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis Óskum uerkakonum til hamingju með dag uerkalgðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Sendum öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir í tiiefni hátíðisdags uerkaigðsins, 1. maí. nQ b Útvegsbanki íslands Hafnargötu 60 - Keflavík Eining er afl Hátíöisdagur verkafólks, 1. mai, er tákn baráttu. Dag- urinn var á sínum tíma val- inn sem slíkur í minningu verkamanna í Chicago, sem fórnuðu lífi sínu á altari bar- áttu fyrir mannréttindum. Hvarvetna um heim er dag- urinn haldinn hátíðlegur. ( sumum löndum ber þó skugga á þessi hátíðahöld. ( Austur-Evrópu hvar komm- únisminn ræður ríkjum er dagurinn notaður til her- sýninga. Fólkið sjálft, - verkafólkið - hefurekki leyfi til að mynda frjáls samtök. Þar ráöa aldraðir herfor- ingjar og flokksleiðtogar öllu. ( Bandaríkjunum, Kan- ada og fleiri ríkjum er 1. maí þó ekki haldinn hátíðlegur. Þeir hafa þó sinn verkalýös- dag. Sá dagur er fyrsti mánudagur í september. ( þeim löndum er þetta mesta ferðahelgin. Löng helgi, sem verkafólk notar til hvíldar og hressingar. Hér á landi hafa verka- lýðssamtökin fylkt liði 1. maí. Þá hafa kröfur verið settarfram. Kröfurum betra mannlíf, mannréttindi, frelsi og mannréttindi. Verkalýðs- samtökin hafa unnið marga sigra, en ósigrarnir hafa líka verið margir. Það verður að meta það, að (slendingar hafa á örfáum áratugum risið frá sárrifátækttil betri lífskjara, en víðast hvar þekkjast í heiminum. Tekist hefur að útrýma margs konar mis- rétti og veitafólki öryggi um lifsafkomuna. Þessir sigrar hafa unnist fyrst og fremst fyrir tilstilli verkalýðshreyf- ingarinnar. Barátta hennar hefur því vissulega skilað árangri. „Er maður nokkurn tíma ánægður?“ Vegna hátiöisdags verkalýðsins 1. maí, tókum við 4 laun- þega tali á vinnustað sínum s.l. mánudag og spurðum þá hvernig þeim finndust launakjör vera nú hjá verkafólki almennt og fleira i þeim dúr s.s. hvort þau tækju virkan þátt í félagsmálum i sinu stéttafélagi, og koma svör þeirra hér á eftir: Jóhann Lárusson, var í fiskaðgerð hjá Röst hf. Hann sagði um launakjörin: „Er maður nokkurn tíma ánægður, er það ekki alltaf betra annarsstaðar". Um þá vinnu sem hann stundar nú sagði hann „hérerágætt, en að vísu er lítið að gera vegna fiskleysis". Varðandi áhuga hanns á félagsmálum sagði hann að litið færi fyrir honum. Einar Jónsson, var i fiskaðgerð hjá Röst hf. „Ég tel að launakjör hjá fólki séu almennt bágborin, þó þau séu nokkuð góð hjá mér. Hjá Röst vinnum við í tíma- vinnu þó að afköstin séu eins og í akkorði. ( sumum fisk- aðgerðarhúsum er komið akkorð í fiskaðgerð, en til að svo gæti verið alls staðar verið þyrfti ýmsar breytingar og margs konar vesen." Varðandi félagsáhuga, þá væri hann lítill og áhuginn væri þannig víða, þar sem hann þekkti til. Starfsfólk - Fiskvinna Óskum eftir vönu starfsfólki í fiskvinnu. Upplýsingar á staðnum. BALDUR HF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.