Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 Áskorun frá Foreldra- og kennarafélagi grunnskólanna í Keflavík: Eftirlit með leiktækjasölum verði hert til muna Á sameiginlegum fundi Foreldra- og kennarafélags skólanna í Keflavík, sem haldinn var mánudaginn 31. okt. sl.f kom til umræðu hin geysimikla ásókn barna og unglinga í hina svokölluðu „spilasali" hér í bæ. Fram kom i umræðum að börn allt niður i 12 ára aldur virð- ast hafa greiðan aðgang að þessum stöðum og eyða þar miklum tíma og pen- ingum. ( beinu framhaldi af því vaknar sú spurning, hvort ekki megi rekjaaðeinhverju þá aukningu, sem virðist hafa átt sér stað á þjófnaði að undanförnu, einkum á veskjum og fjármunum úr yfirhöfnum. Það er vitað að fjárþörf þeirra barna, sem þessa spilakassa stunda, hefur aukist mjög, því mikla peninga þarf til að spila á kassana. Síðast en ekki hvað síst hefur sú fullyrðing komið fram í Reykjavík, að sumir spilasalir þar í borg séu jafnframt sölu- og dreifing- arstaðir fyrir eiturlyf. Foreldrafélögin í Kefla- vík vilja því eindregið skora á bæjaryfirvöld og lög- gæslu að allt eftirlit með þessum stöðum verði hert til muna. - pket. Einum manni á trillu bjargað Um kl. 21. sl föstudags- kvöld sást neyðarljós út af Njarðvík. Voru það menn í Vogum, Keflavík og Njarð- vík sem sáu Ijósið og var Slysavarnafélaginu og lög- reglunni þegar gert viðvart. Meðal þeirra sem sáu Ijósið voru útgerðaraðilar af m.b. Albert Ólafssyni, og hélt Leggja torf þó kominn sé snjór Það hefur vart farið framhjá mönnum, að á undanförnum misserum hefur orðið stórkostleg framför í fegrunarmálum Keflavíkur. Er hér átt við það að starfsmenn Kef la- víkurbæjar hafa verið iðnir við að fegra bæinn með nýjum svokölluðum „grænum svæðum" víðs vegar um bæinn. Nú er þessum málum senn að Ijúka, enda er bærinn að komast í vetr- arríki, snjór yfir öllu. En þetta ástand létu bæjar- starfsmenn þó ekki aftra sér og unnu við að tyrfa ofan á snjóinn og Ijúka framkvæmdum við bakk- ann gegnt Járn & Skip, ofan við Keflavíkurhöfn. Ef þetta svæði fær að vera í friði fyrir einum versta fjandmanni feg- urðarframkvæmdanna, þ.e. sjálfum vegfarend- um og þá aðallega öku- mönnum, þá ætti að geta verið komið þarna myndarsvæði að vori. epj. hann þegar út frá Njarðvík. Einnig sáu hafnarstarfs- menn í Keflavík Ijósið og létu skipverja á Baldri vita, sem fór þá þegar út að at- huga hvað væri á seyði. Kom Baldur fljótlega að lítilli 3jatonnatrillusem var með bilaða vél, en um borð i trillunni, sem ber nafnið Guðrún, var einn maður, talstöðvarlaus. Dró Baldur trilluna að bryggju i Kefla- vík og varð manninum ekki meint af, enda mjög gott | veður. Guðrún komin aftur i Keflavikurhöfn Þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Guðmundur Ingi Ólafsson voru ekkert að hika við að leggja torfið ofan á snjóinn sl. föstudag, þegar myndin var tekin. lÍACrKAUl Njarðví Njarðvík Allt kjöt á gamla verðinu Úrval af vetrarfatnaði. Opnunartími mánudaga - fimmtudaga föstudaga laugardaga SÍMI 3655 frá kl. 10- 19 frá kl. 10 - 20 frá kl. 10- 16 IÍAIjKAUJl Njarðví Njarðvík ÞAU GEFA SVIP - gleraugun frá okkur bp^x yw*. -^^w Bl i . r \*'~:,~ ^^B GLGRnUGNnV€R5LUN KGFlflVÍKUR HflFNRRGÖTU 27, 230 K6FIAVÍK 5ÍMI 381 1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.