Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 20
Vlí'XMtuuii Fimmtudagur 10. nóvember 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sfmi 1717. [ m G i SALAT 1 WÉÉÉ li SPARISJOÐURINN Keflavík Sími 2800 Njarövík Síml 3800 Garöi Síml 7ioo Ný verslun Víkurbæjar við Hólmgarö: ..Kem til móts við fólkið í þessum byggðarkjarna" - segir Guðjón Ómar Hauksson, kaupmaður Á föstudag i síöustu viku opnaði verslunin Víkurbær nýja verslun við Hólmgarð 2 í Keflavík. Erverslunin, sem er skemmtilega innréttuð og smekkleg í alla staði, um Úr verslun Vikurbæjar við Hólmgarð. Góðar viðtökur í nýjum byggðarkjarna. 250 m2 að stærð, og að sögn Guðjóns Ómars Hauksson- ar mun verslunin hafa á boðstólum alla nýlendu- vöru og úrval matvöru. „Við munum bjóða upp á það sama og verslun okkar við Hafnargötu, sama verð, og vöruúrval. Aö vísu verð ég ekki með kjötborð, þar sem plássið leyfir það ekki, en mun samt bjóða upp á nýtt kjötmeti í sérstökum pakkningum sem unniö er í versiuninni við Hafnar- götu," sagði Guðjón Ómar. „Þessum byggðarkjama hefur ekki verið sinnt hvað verslun og þjónustu varðar, sé einnig tekiö tillit til fjölda íbúa í hverfinu. Það má því segja aö maður sé aö koma til móts við fólkið þar í þeim efnum, og á þeirri viku sem liðinerfráopnunverslunar- innar hafa mótttökurnar verið mjög góðar og því ekki ástæða til annars en bjartsýni. Húsnæði þetta, sem byggt er af Húsagérðinni hf., er hugsað sem verslun- ar- og íbúðahúsnæði, og hafa þegar aljar íbúðirnar í húsinu verið seldar. Afturá móti mun Víkurbæreinung- is vera á þessum stað í 1 ár, því við sunnanvert húsið mun komauppnýálmasem innihalda mun fleiri versl- anir, og þarna myndast því verslunarmiðstöð (Verslun- armiöstöðin, Hólmgarði?). Það húspláss sem ég mun fá þar er um 1200 ferm. að flatarmáli og þá mun ég setja upp kjötafgreiðslu- borð samfara kjötvinnslu," sagði Guðjón Ómar. í verslun Víkurbæjar við Hólmgarð verður opnunar- timi sásami og íversluninni við Hafnargötu, þ.e. opið 7 daga vikunnar frá kl. 9-22. pket. Skora á stjórnvöld að selja Hafþór til Keflavíkur Eins og fram kom í síð- asta blaði hefur Heimir hf. áhuga fyrir að kaupa skip Hafrannsóknarstofnunar, Hafþór RE 41, og er talinn eiga nokkuð góða mögu- leika á því, ef farið er eftir eðlilegum reglum. Á fundi bæjarráös Kefla- víkur 27. okt. sl. var tekið fyrir erindi frá Heimi hf., þar sem fyrirtækið óskar eftir viljayfirlýsingu bæjaryfir- valda um að skipið verði selt hingað á staðinn í þágu at- Frétt DV 27. okt. sl., um hvort keflvískir vörubílstjórar væru að stela möl frá hernum: „Ekkert annað en kjaftasaga" - segir Ólafur í. Hannesson, fulltrúi „Þetta er ekkert annað en kjaftasaga," sagði Ólafur í. Hannesson, fulltrúi lög- reglustjóra á Keflavíkur- flugvelli í samtali viö Víkur- fréttir, þegar frétt DV þann 27. okt. sl. um malarstuld keflvískra vörubílstjóra, var borin undir hann. „Málið var rannsakað og skýrslur teknar og það sem fram kemur er ekkert annað en það, að hér sé um kjafta- sögu að ræöa," sagði Ólaf- ur. í umræddri grein er einnig sagt aö grunur leiki á að hér sé um samsæri bíl- stjóranna og verkstjóra þeirra sem áttu að kvitta fyrir afgreiðslu og/eða mót- töku malarinnar, sem Bandaríkjaher haföi fest kaup á og greitt fyrir. Einnig segir orðrétt: „Afur á móti þykir nokkuð víst að nokkrir bílfarmar hafi hafnaö utan Vallar, nánar tiltekið í grunni hjá bifreiöafyrirtæki í Keflavík sem er að byggja bilaplan um þessar mund- ir." Eitthvað virðast heimildir blaðsins hafa skolast til, því umrætt bif reiðafyrirtæki var að flytja möl í plan annars fyrirtækis á Keflavíkurflug- velli. Og eins og rannsókn málsins hefur gefið til kynna var ekkert athuga- vert við þáflutninga. - pket. vinnuuppbyggingar og at- vinnuöryggis staðarins. ,,[ þessu tilefni skorar bæjarráð á stjórnvöld að beita sér fyrir því að skipið verði selt til Keflavíkur, þar sem mikill samdráttur í hrá- efnisöflun hefur valdið frystihúsunum í bænum verulegum erfiðleikum. Nú eru aðeins starfandi tvö frystihús í Keflavik og er frystihús Heimis hf. rekið stopult vegna hráefnis- skorts, því önnur hafa neyðst til að loka á undan- förnum árum. Samfara miklum samdrætti í rekstri frystihúsanna og e.t.v. lokun þeirra sem eftir eru, blasir við stórkostlegt at- vinnuleysi í Keflavík á næst- unni," segir í samþykkt bæj- arráðs. „Þá skorar bæjarráð á þingmenn kjördæmisins að veita máli þessu stuðning sinn og beita sér af öllum mætti í þvi." Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á ný- liðnum aðalfundi Verkalýðs og sjómannafélagi Kefla- víkur og nágrennis: „Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að skip Hafrannsóknarstofnunar, Hafþór RE 41, verði selt Heimi hf., Keflavík, sem gert hefur kauptilboð í skipið. Bendir fundurinn á erfitt atvinnuástand á svæðinu, sem birst hefur m.a. í stöð- ugu atvinnuleysi tuga Framh. á 18. síðu Spurningin: Ferðu oft í bíó? Óskar Halldórsson: „Ég fer á fimmtudögum, og oftar ef ég er i bænum." Lára Halldórsdóttir: ,Nei, ég fer ekki í bíó.' Magnús Daðason: „Sjaldan, því ég hef ekki tíma." Björn Ingi Knútsson: ,,Já, mjög oft."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.