Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 Grunnskólamót Suöurnesja í frjálsum íþróttum: Njarðvíkingar sigurvegarar Frjálsíþróttamót grunn- skólanna á Suðurnesjum var haldíö í fyrsta sinn 2. nóv. sl. í íþróttahúsinu í Njarðvík. Rétt til þátttöku i mótinu höfðu nemendurfrá grunnskólunum í Garði, Grindavík, Sandgerði, Vog- um, Njarðvík og Keflavík. Keppt var Í6greinum: há- stökki og langstökki drengja og stúlkna, og þrí- stökki drengja án atrennu, og svo boðhlaupi beggja kynja. Keppendur voru 10 frá hverjum skóla, 6 drengir og 4 stúlkur. Keppt var um þrjá verð- launagripi, farandgrip sem veittur var fyrir flest saman- lögð stig í keppninni, og var hann gefinn af Njarðv/kur- bæ. Tveir verðlaunagripir voru veittir til eignar, en það var fyrir flest samanlögö stig stúlkna og drengja, og voru þeir gefnir af Bústoð í Keflavík. Úrslit í stigakeppninni urðu þessi: stig: Njarðvík .......... 107.0 Keflavík .......... 98.0 Grindavík......... 97.5 Sandgerði ........ 72.5 Vogar ............ 59.0 Garður ........... 42.0 Eins og sjá má á þessum tölum var keppni mjög jöfn og spennandi. í boðhlaupinu voru nem- endur úr Grunnskóla Kefla- víkur hlutskarpastir, í öðru sæti Njarðvíkingar og Grindvíkingar í þriðja. Þessi keppni sýndi það og sannaði að Suðurnesja- mönnum er fleira til lista lagt en að leika sér með bolta. - GS/pket. Frá Foreldra- og kennarafélagi Barnaskólans í Keflavík jf Foreldra- og kennarafé- lag Barnaskólans í Keflavik gerði tilraun til að halda aðalfund 7. nóv. sl. Vegna mjög lélegrar fundarsóknar varð aðtjfc-esta téöum fundi. Við stíorum hér með á for- eldra og forráðamenn bárna að láta ekki aðra til- raun til aðalfundar fara út um þúfur. Hristiö af ykkur drungann, sleppið ,,Dallas" og mætið sem fulltrúar barna ykkar, miðvikudag- inn 16. nóvember kl. 20.30. Engin mæting - ekkert fé- lag. Stjórnin Þakkir til Samkaupsmanna Fyrir stuttu síðan átti ég fertugsafmæli, sem í sjálfu sér er ekki í frásögu fær- andi, en þar sem ég átti von á fjölda gesta, var ákveðiö aö bjóða upp á kjötmáltíð og var kjötið keypt í Sam- kaup. En þegar líða tók að þeim tíma sem gestirnir áttu aö koma, kom í Ijós að kjötið var skemmt og nú voru góð ráð dýr. Ég hafði þegar samband við Kristján Hans- son, deildarstjóra í Sam- kaupum, og skýrði gang mála. Nú, áöur en ég vissi af var Kristján mætturheimtil mín ásamt matreiðslumanni frá Samkaup, að nafni Eiríkur Hansen, og tveimur tímum eftir aö málið hafði komið í Ijós, voru þeir aftur mættir og nú með tilbúinn rétt, mér algjörlega að kostnaðar- lausu. Þetta var slík f rábær þjón- usta, að ég mátti til með aö láta það fréttast, enda tókst þeim að bjarga veislunni al- gjörleg, þó illt hafi verið í efni í upphafi. Eiga þeir þakkir skilið fyrir. Á.J. í dag eigum við 10 ára afmæli Full búð af splunkunýjum vörum. Þökkum ánægjuleg viðskipti á síðustu 10 árum. Po/chJon Hafnargötu 19 - Keflavík - Sími 2973 Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 1700, 3868 Háaleiti 11, Keflavik: Gott 157 m2 einbýlishús, sem skiptist í 4 svefnherb. og stofu, allt meira og minna endurnýjað fyrir 2 árum. - 2.800.000. Garðavegur 5, Keflavik: 100 m2 einbýlishús, sem skiptist í 3 svefnherb. og stofu. Góöur staður. 1.300.000. Grenitelgur 21, Keflavik: 148 m2 raðhús, skipti á minni eign möguleg. Litlar veðskuldir. - 2.100.000. KEFLAVlK: Mjög góð 2ja herb. íbúð við Ásabraut, sér inngangur. - 700.000. 3ja herb. íbúð við Vesturgötu, sér inn- gangur. - 700.000. Glæsileg 3ja herb. endaíbúð við Mávabraut, sér inngangur, nýtt parket á gólfum o.fl. - 1.050.000. 3ja herb. íbúð viö Faxabraut, laus fljótlega. - 865.000. Mjög góð 100 m2 hæð við Hringbraut, ásamt bílskúr. - 1.400.000. Glæsilegt 136 m2 endaraðhús við Faxabraut, ásamt 45 m2 bílskúr. Sér- lega bjart og skemmtilegt hús. - 1.900.000. Góð 120 m2 hæð við Miðtún, mikið endurnýjuð. - 1.300.000. Glæsileg 135 m2 5 herb. íbúð við Hringbraut 136, ásamt bílskúr. Litlar veðskuldir. - 1.500.000. 155 m2parhús við Hátún, nýtteldhús o.fl. - 1.850.000. Stafnesvegur 6, n.h., Sandger&i: Góð 3ja herb. neðri hæð, ásamt bil- skúr, mikið endurnýjuð. - 950.000. Gott 136 m2 endaraöhús við Faxa- braut ásamt bílskúr. Skipti möguleg. 1.750.000. Mjög gott 146 m2 einbýlishús við Austurbraut, ásamt bílskúr. Ræktað- ur garður o.fl. Skipti á minni eign möguleg. - 2.750.000. Nýlegt 125 m2einbýlishús viðSuður- velli, ásamt bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. - 2.200.000. NJARÐVÍK: Mjög gott 124 m2 einbýlishús við Borgarveg, ásamt 50 m2 bílskúr. Heitur pottur o.fl. - 2.200.000. Góð 2ja herb. íbúð við Hjallaveg. - 880.000. Góð 3ja herb. íbúð við Hjallaveg. Ákveðin sala. - 925.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.