Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 13 Skiptar skoðanir um ágæti tengivegarins Sl. mánudag var opnað- ur tengivegur sá, sem sagt var frá i síöasta blaði og er ætlaöur fyrir skólabílinn í Njarðvík. Opnun þessi hefur hlotið misjafnar und- irtektir Njarðvíkinga og kom ágreiningur í raun fram strax þegar málið var af- greitt frá bæjarstjórn Njarð- víkur. Þá greiddi Áki Granz atkvæði á móti, þar sem hann taldi of mikla hættu á að aðrir misnotuðu opnun- ina. Einnig óskaöi Albert K. Sanders bæjarstjóri bókun- ar um að hann væri andvíg- ur þessari ákvörðun fyrir sitt leyti, þar sem skipulag gerði ráð fyrir að Grundar- vegurinn sé lokuð gata. En hvað sem því líöur hefur tengivegurinn verið opnaður eins og fyrr segir, þó í raun megi telja furðu- legt hvernig hann er gerð- ur, því hér er aðeins um aö ræða mjóa ræmu þar sem mjög verður að reyna á hæfni bílstjórans, ef hann á Njarðvík gat hann ekki los- að þau úr bílnum fyrr en búið var að fara á alla við- komustaöi í Ytri-Njarðvík, og þá var oft orðiö æði þröngt, en nú fer hann strax og losar þau úr bílnum. Síðan sagði Steindór: „Maöur vonar bara að íbúarnir í nágrenninu láti vita um það sem betur má fara þarna og eins þess, aö þessi tengivegur verði virtur þannig að aðeins skólabíll- inn aki þar um. Þaö eru margir hræddirvið þetta, en ég hef enga ástæðu til að ætla aö Njarðvfkingar séu frekar ólöghlýðnir í þessu en öðru, hvenær sjást t.d. Suöurnesjamenn aka fram úr þar sem ekki má í Njarð- vík og Keflavík, eöa aka móti einstefnumerki t.d. á Suöurgötu? Varðandi þessa tengi- götu þá er þaö krókur fyrir flesta bíla aö aka þar um, til dæmisfrá höfninni. Þettaer hins vegar öryggisatriði fyrir börnin í stað þess aö Skólabillinn fer fyrstu ferðina um hinn umdeilda tengiveg. aö geta ekið þennan kráku- stíg. Við tókum því tali Steln- dór Sigur&sson, sem fór fram á þessa opnun, og tvo aðila frá sitt hvoru sjónar- horninu, þ.e. annars vegar móður úr Innri-Njarðvík, sem einnig er í skólanefnd, og hins vegar íbúa við þann hluta Grundarvegarsem nú breyttist úr lokuðum botn- langa yfir í götu meö tengi- veg fyrir skólabílinn. Steindór sagði að ástæð- an fyrir því að hann fórfram á þetta hafi verið breyting á leið ígegnum Ytri-Njarðvík, því meö hringakstri sem nú er kominn á, getur hann farið upp í efri hverfi s.s. Móahverfið, Borgarveg og Hlíðarveg, en það var ekki framkvæmanlegt ööruvísi. Því áður var endastöö viö skólann og þar var snúið við, oft við mjög erfiðar aö- stæður og vart framkvæm- anlegt. Við fyrri biðstöðina við skólann þurftu börnin að hanga úti við Brekkustíg- inn íhvaðaveðrisemvar, en nú geta þau veriö inni í glerskýli þar til bíllinn kem- ur og fara síðan eftir gang- stétt yfir í bílinn, en áður urðu þau að hlaupa yfir grasið og allt sem fyrir var. Auk þess var það þannig áöur, að þegar bíllinn kom með krakkana úr Innri- taka þau á Brekkustígnum, því þar er mikill umferðar- hraði og engar varúöar- merkingar um börn í kring- um skólann. Hins vegar er ég mjög hissa á að það skuli vera opiö fyrir bíla upp með Grundarvegi 2, því umferð um þann vegarslóða er skellt á þennan tengiveg. Því ætti að loka þeim vegar- slóða." Björg Valtýsdóttlr í Innri- Njarövík er í skólanef nd auk þess sem hún er móöir þriggja barna sem nota skólabílinn. Hún sagði: ,,Ég fékk oft aö kynnast þessu aðstöðuleysi barnanna áður en Grundarvegurinn var opnaður. Þá þurftu krakkarnir að bíöa úti og þvi fór oft svo aö þau komu rennblaut alveg inn að skinni. Að vísu er smá skot sem þau gátu verið í, en það var svo þröngt aö þau urðu að slást um að fá skjól þar, sem endaði bæöi meö meiöslum og leiðindum oft á tíöum. Við höfum reynslu af því hvernig Hafnabíllinn hefur fariö þá leið sem Steindór tekur nú upp, og þaö hefur gefið mjög góöa raun, því þá geta þau beöið í glerhúsinu og sjá þegar bíll- inn kemur." Ólafur Guðmundsson býr að Grundarvegi 1 og hann er á öndveröum meiöi um þetta mál, en hann sagði m.a.: ..Þetta er algjörlega fáránlegt, það er óþarfi aö vera að breyta svona skipu- lagi fyrir verktaka í byggð- arlaginu. Þetta stóreykur slysahættu hérviðskólann, með það eru alveg hreinar línur, því það er ekki bara skólabíllinn sem ekur þarna í gegn, þarna er stanslaus straumur í gegn, bæði á vörubílum og öðrum. Þetta er alls ekki til fyrirmyndar og hreint ótrúlegt að menn skuli gera svona hluti til að stytta sér leið fyrir eina til tvær mínútur." - epj. SÓLBAÐSSTOFAN Hafnargötu 32 - Keflavík - Síml 2390 SLENDERTONE RAFEINDA- OG VÖÐVAÞJÁLFUNARTÆKI Tækið styrkir og þjálfarvöðva, auk þess sem það er notað til fegrunar og megrunar, og er þettatæki það fullkomnasta á markaðnum í dag. Nokkur orö Utn SLENDERTONE SLENDERTONE gefur okkur möguleika á mikl um árangri áfljótan og þægilegan hátt á nákvæm lega þeim stöðum líkamans, sem þú helst vilt. SLENDERTONE tækiö sendir frá sér elektrónisk boð, sem einna helst líkjast boðum þeim, sem heilinn sendir til vöðvanna til að fá þá á hreyfingu. Boð þessi berast í gegnum mjúkar gúmmíplötur til nákvæmlega þeirra staöa á líkamanum sem óskað er og koma þannig af staö vöövum og vefjum á áhrifaríkari hátt en þú getur sjálf(ur). Slappir vöövar (t.d. á maga eða lærum) veröa stæltir og lifandi, og spenntir vöövar (t.d. í herð- um og hnakka) mýkjast og ná þannig eðlilegri og þægilegri starfsemi. Viö þetta eykst einnig blóð- streymið, svo þú hreinsast og styrkist. Allt gerist þetta á stysta hugsanlegum tímaá meöan þú ligg- ur, slappar af og hefur það gott.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.