Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Hitaveita Suðurnesja vill ráða vélvirkja til starfa. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Suðurnesjabyggða. Umsóknir er greina aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, eigi síðar en 21. nóvember n.k. Hitaveita Suðurnesja Jarðvinna Til leigu Case traktorsgrafa og loftpressa. Sprengingar. - Vanir menn. Geri föst tilboð ef óskað er. SIGURJÓN MATTHÍASSON Brekkustíg 31 c - Ytir-Njarðvík Sími 92-3987 Keflavíkurkirkja LÚTHERSVAKA KL. 20.30 í KVÖLD Fermingarbörn kynna Lúther. Myndasýn- ing og samtalsþáttur. Kór kirkjunnar syng- ur sálma eftir Lúther. - Allir velkomnir. Sunnudagur 13. nóvember: Kristniboðsdagurinn - Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur Sameining Gerða- og Miðneshrepps Hvað segja íbúar um málið? Á nýliönum aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var samþykkt með 19atkvæ6um tillaga þess efnis að fagleg, hlutlaus könnun verði gerð á sameiningu sveitarfélaga hér á Suðumesjum, og var tillagan i 3 liðum, eins og fram kom i siðasta blaði. Mikið hefur verið rætt og ritað um sameiningu Keflavíkur og Njarðvikur, en i tillögunni var einnig rætt um sameiningu Garðs og Sandgerðis ieittsveit- arfólag. Þegar tillagan var borin upp var hún sam- þykkt með atkvæðum allra fulltrúa Sandgerðinga og Keflvikinga, tveggja fulltrúa Njarðvíkinga og eins fulltrúa Garðmanna. Aðrir fulltrúar sátu hjá. En hvað segja ibúar þessara byggðarlaga um málið? 7/7 að fá svar við þvi tókum við tali 4 ibúa i hvoru sveitarfélagi, og koma niðurstöður hér á eftir. Fyrsta spurningin sem lógð var fyrir þau öll var þessi: Hvað segir þú um þá hugmynd, að sameina Gerða- hrepp og Miðneshrepp í eitt sveitarfélag? Sandgerði: r mKm ""r^ ¦ ;V_" """'¦''' v ,A I Erlu Eyjólfsdóttur hittum viö í fþróttahúsi Sandgerðis og var svar hennar þetta: „Mér finnst einmitt að það ætti að gera það." Hverjir yrðu helstu kost- irnir við það? „Bæði sveitarfélögin hafa lítið af peningum og því ætti aö vera ódýrara að sameina þau." Eiga þau eltthvað sam- eiginlegt? ,,Já, hlýtur þaö ekki aö vera?" Heldur þú að hvort svelt- arfélagið fyrir sig myndi missa elnhver séreinkenni yf ir I hitt? ,,Nei, annars hef ég ekki spáö í þessa hluti." SOUID RADIAL VETRAR- DEKK Brekkustígur 37 Njarðvík. Sími 1399. Maron Björnsson hittum við í bensínafgreiðslu öld- unnar við Strandgötu. „Ég er því fylgjandi." Hverjir yrðu helstu kost- irnir? „Þetta hefði átt að ske fyrir löngu, og þá væru aðalkostirnir þeir, aö ekki þyrfti nema eitt íþróttahús." Þú ertekkerthræddurum að Sandgerðingar missi eltthvað með samelnlngu? „Ég hef ekki trú á því, þetta er þegar orðið svo sameiginlegt, t.d. róa bát- arnir héöan úr Sandgerði og leggja aflann upp hér, en síðan er honum ekiö inn í Garö, því þarerengin hafn- araöstaöa." Eyþór Jónsson var í nýjum leiktækjasal við Strandgötu. „Ég hef nú litla skoðun á því máli." Hvernig fyndist þér að verða allt i einu Garðbúl? „Það fyndist mér aga- legt." En ef Sandgerðingar héldu nafnlnu? „Þá yrði málið allt annað og betra." f Sandgerði hittum við elnnlg Halldór Aspar. „Ég er sammála þessu aö mörgu leyti." Hverjir yrðu helstu kost- irnir? „Helstu kostirnir yrðu þeir að þeir tækju þá kannski þátt í höfninni og þeim kostnaði sem þar er." En gallarnir? „Ég get nú ekki séð þá." Vetrarstarf hestamanna að hefjast Vetrarstarf Hestamanna- félagsins Mána hefst með árshátíð félagsins í Sam- komuhúsinu í Sandgerði, föstudaginn 11. nóvember n.k. Eru félagar hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Síöar er á döfinni að halda fræðslu- og félags- fund, en nánar um það síðar. j.s. t Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuðu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför BÓASAR VALDÓRSSONAR Brekkustig 23, Njarðvik. Sérstakar þakkir viljum vlð færa starfsfólki á lungna- deild Vifilsstaðaspftala og hjartadeild Landsspital- ans. Margrét Eiriksdóttir Eövald Bóasson, Sigrún Albertsdóttir Valdór Bóasson, Rósa Gústafsdóttlr Elrikur Bóasson, Matthildur Bjamadóttlr og bamaböm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.