Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Aðalfundur VSFK: Forðið fjölda alþýðu- heimila frá gjaldþroti - segir í áskorun til atvinnurekenda Á aðalfundi Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- vikur og nágrennis, sem haldinn var á mánudag í síðustu viku, var eftirfar- andi ályktun smþykkt sam- hljóða: ..Mikill efnahagsvandi hefur steðjað aö efnahags- lífi þjóöarinnar mörg und- anfarin ár. Verðbólga hefur magnast og afkomuöryggi heimilanna hefur verið stefnt í voða. í stað framsækinnar at- vinnustefnu hafa stjórn- völd látið reka á reiðanum, stjórnleysi og óhófleg fjár- festing hefur einkennt að- geröir þeirra. Augljóst er að viö stjórn- arskiþti var þörf efnahags- aðgerða til varnar verð- bólgu og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis telur hins vegar að skelfilegt of- fors og einstefna einkenni efnahagsaðgerðirnar. Griþið hefur verið til ráð- stafana, sem ekki eiga sér hliðstæðu í frjálsum samfé- lögum á vesturlöndum. Verkalýðshreyfingin sviþt samningsrátti, laun lækkuð um þriðjung, jafnt hjá þeim lægst launuðu og þeim sem hafa margföld verkamanna- laun. Aðrar aðgerðir í efna- hagsmálum hafa ekki séö dagsins Ijós. Gerspillt land- búnaðarstefna, offjárfest- ing og óstjórn í sjávarút- vegi helduráfram. Útþensla bankakerfisins og olíuversl- unar eykst hröðum skref- um, verðhækkanir eru óheftar og boðuð er hækk- un skatta til ríkis og bæjar- félaga. Fundurinnteluraug- Ijóst að niðurgreiðsla verð- bólgu með einhliöa launa- hækkun muni ekki stand- ast. Verkalýðshreyfingin mun aldrei þola slíkt stjórnarfar, sem minnir á austrænar fyrirmyndir. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina aö afnema bann við kjarasamningum og að greiða fyrir því að þeir sem verst eru settir í þjóöfélag- inu fái sanngjarnar launa- bætur. Vill gerast stofnaðili aö Iðnþróunarfélagi og Iðnþróunarsjóði AðalfundurVerkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sem haldinn var mánudaginn 31. okt. sl„ samþykkti tillögu þessefnis að félagið gerist aðili að væntanlegu Iðnþróunarfé- lagi og Iðnþróunarsjóði Suðurnesja, og fól stjórn fé- Eldur í millivegg Klukkan rúmlega 8 aö Til Keflavíkurdeildar RKÍ Fjórir strákar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauöa krossinum, og hefur Keflavikurdeildinni verið afhentur ágóöinn, sem varkr. 404. Á myndinni eru þrlr þeirra, Gostur Páll Reynisson, Eiríkur Þór Eiríksson og Jórgen Friðrik Eiriksson, en á myndina vantar Sigurð Val Árnason. - epj. Til styrktar Þroskahjálp Þessar þrjár stúlkur sem heita, talið frá vinstri: Sigríður Jenný Svansdóttir, Guðrún Jóna Williamsdóttir og Bylgja Sigurðardóttir, héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Þroska- hjálp á Suðurnesjum. Varð ágóðinn kr. 563,80. - epj. lagsins að ákveða stofn- framlag. - eþj. morgni miðvikudagsins í síöustu viku var slökkviliðið í Keflavík kvatt út að Suður- götu 23, en þá var eldur í millivegg á efri hæð. Nokk- uð greiðlega gekk að slökkva, en taliö er að eldur- inn hafi verið út frá raf- magni. Heimilisfólkið, hjón meö tvö börn, var í svefni er eld- urinn kom upþ, en heimilis- faðirinn vaknaði við bruna- lykt og vakti aðra fjöl- skyldumeðlimi og reyndi síðan að slökkva eldinn, en þegar það tókst ekki kallaði hann á slökkviliðið. - epj. Færeyskur sjó- maður brennd- ist talsvert í síðustu viku fékk fær- eyskur línuveiðari, Vadhorn frá Eiði, á sig hnút er hann var staddur um 80 sjómílur ur út af Jökulgrunni, og við það brenndist matsveinn- inn töluvert á baki, er skvettist upp úr potti og yfir hann. Þá brotnaði einnig rúða í stýrishúsi bátsins. Kom báturinn inn til Keflavíkur með hinn slas- aða aðfaranótt þriðjudags og var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Landssþítalann. - epj. Maður fyrir bíl á Hafnargötu Aðfaranótt laugardags varð maður fyrir bíl á Hafn- argötunni. Var hann að koma af veitingahúsi Glóð- arinnar þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn var nokkuð við skál og gekk beint út á götuna með þeim afleiðingum að hann varð fyrir Volkswagen-bifreið. Slaþþ maðurinn með litils háttar meiðsl - pket. Jafnframt skorar fund- urinn á atvinnurekendur að ganga nú þegar til samn- inga og taka þátt í því að forða fjölda alþýðuheimila frá gjaldþroti". - epj. HAFÞÓR TIL KEFLAVÍKUR Framh. af baksiöu verkafólks, stundum hundr- aða. Einkum er um að ræöa fólk, sem unnið hefur í fisk- iðnaði. Telur fundurinn mjög brýnt að auka hráefnisöflun á svæðinu, en með núver- andi skipakosti erslíktekki mögulegt." - epj. UM NEYÐARÞJÓNUSTU Framh. af 1. síðu nefndarinnar að þeir þættir sem helst ættu að vera sam- eiginlegir, eru sjúkraflutn- ingar og slökkvilið með nánu samstarfi við nætur- og helgidagalækna. Benda má á sameiginlegan rekstur þessara aöila, sem er nú fyrir hendi t.d. í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði og fsafirði. Löggæsla veröur fyrst og fremst löggæsla, þó svo neyðarþjónusta fylgi starfsemi lögreglunnar f undantekningartilfellum. Meginmarkmið tillagn- anna er að auka verulega öryggi íbúa Suðurnesja með 24 tíma vaktþjónustu án þess að auka kostnað frá því sem nú er, eða fyrirhug- aðar eru á næsta ári. Fyrir- mynd af líku fyrirkomulagi má finna víða í Evrópu. f tillögu nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir Grinda- vík eða þeirri starfsemi sem þar er. Ástæður eru þær, að fjarlægð er of mikil til þátt- töku í samrekstri. Tillögur eða álit nefndarinnar ístór- um dráttum eru þessar: „Brunavarnir Suður- nesja, Slökkvilið Miðnes- hrepps og sjúkraflutningar verði allt lagt niður í núver- andi mynd. Sett verði á fót ný stofnun sem tæki aö sér samkvæmt sérstökum samningi, eftirtalinn rekst- ur.: símaþjónustu, fjarskipti og uþþlýsingar vegna nætur- og helgidagalækna, slysavarðstofu, sjúkraflutn- inga og slökkviliðs. Nætur- og helgidagaþjónustu vegna símavörslu og uþþ- lýsingar um sjúkrahús og heilsugæslustöð (ekki þjón- ustu viö lækna, sjúkrahús eöa heilsugæslu á venju- legum vinnutíma frá 8-5). Alla sjúkraflutninga og slökkvilið. Húsnæði fyrir síma- og fjarskiptaþjónustu yrði í nýju Heilsugæslustöðinni við Skólaveg, en sjúkrabif- reiöir og slökkvitæki ásamt starfsmönnum hefðu aðset- ur í Slökkvistöðinni, Hring- braut 125, Keflavík. Tólf al- mennir vaktmenn yrðu, tveir yfirmenn og fjörutíu manna varalið eftir nánari útfærslu, yrðu þrír menn á vakt í einu, þar af einn maður er gætir síma og fjar- skiptaþjónustu, staösettur á heilsugæslustöð. Eld- varnaeftirlit verði sérstofn- un með húsnæði og aðal- skrifstofur í Sandgerði." Hér aö ofan hefur aöeins veriö stiklaö á stærstu hlut- um á áliti neyðarþjónustu- nefndar, en á fundi í stjórn SSS nýlega var málið tekið fyrir og þar samþykkt aö óska eftir áliti sveitarstjórn- anna um málið, en síðan yrði það aftur tekið fyrir í stjórn SSS. En aðalatriöið er að án þess að auka kostnaö frá því sem nú er, eöa fyrirhug- aðar eru á næsta ári, eru til- lögur um að auka verulega öryggi íbúa Suðurnesja, að Grindavík undanskilinni, með 24-tíma vaktþjónustu, og ættu því allir að geta samþykkt breytingu þessa þó einhver missi ef til vill spón úr aski sínum við slíka samræmingu. - epj. FÉLAGSB/Ö simi IVöU ^^^**^^^ Fimmtudagur Kl. 21: Svarti folinn Laugardagur Kl. 17: Svarti folinn Sunnudagur Kl. 14.30: Eldfuglinn 'ABSOLUTELY WONDERFUL ENTERTAINMENT." -G™ Mi WNMC-TV >M^flH 'AN ENTICINGLY BEAUTIFUL MOYIE? "EVERYFRAME A MASTERPIECE." J3ldd5iillior> ***** (Fimm ítjörnur) Einlaldiega þrumugöð iiga. sögQ meö slíkri spennu. aö þ»6 iindrar at nenm • 8.T. Kaupmannanoln Oilltln Ikemmtun, sem byr einnig ytir itemmningu lötr- ¦f UmtiJbtiits kl. 17: Svarti folinn Kl. 21: Beastmaster

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.