Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 1
Suðurnesjamenn gráta þurrum tárum - þótt Eimskip tapi flutningum fyrir Varnarliðið Að undanförnu hefur mikiö verið um það rætt í ákveðnum fjölmiðlum, að Eimskipafélag íslands, það sama og áður gekk undir nafninu „óskabarn þjóðar- innar" og átti 70 ára afmæli á dögunum, væri nú að missa flutninga fyrir Varn- arliðið. í Morgunblaðinu hefur mikið verið rætt um það geysilega tap sem Eim- skip yrði fyrir ef þessum málum yrði ekki bjargað í þá átt að Eimskip fengi aftur flutningana, en ekki hið bandaríska skipafélag, sem nú hefur yfirtekið þessa flutninga. En hvað erum við Suður- nesjamenn að syrgja þessa málalyktan? Eimskip hefur ekki talið neina ástæðu til að verða við óskum okkar um að höfnin i Njarðvík yrði notuð fyrir þessa flutninga, - ekki fyrr en nú, að séð var fram á að félagið gæti hugs- anlega haldið í þessa flutn- inga, ef þeir kæmu hér i gegn. Eimskiþ hefur hvað mest breytt þeirri þróun, að öllum vörum sem fara eiga með þvi skipafélagi, yrði ekið til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til útskipunar og þeim vörum sem hingað eiga að koma sé skipað upp í pessum sömu höfnum. Þessu til staðfestingar skal bent á viðtal við Hörð Sigur- gestsson, framkvæmda- stjóra Eimskips, í Morgun- blaoinu sl. haust. Það var fyrst eftir að Haf- skip-Suðurnes var stofnað, að Eimskip fór að sýna okkur eðlilega þjónustu og bjóða gull og grænaskóga, ef við skiptum áfram við það fyrirtæki. Hafskip hefur aftur á móti talið sjálfsagt að verða við þessum óskum Suðurnesjamanna, og sama er varðandi hið bandaríska skipafélag, sem nú tekur við Varnarliðs- flutningunum. Ný lög frá Alþingi: Keflavíkur- og Njarðvíkur- bær yfirtaki Landshöfnina - en ríkissjóður taki á sig áhvílandi skuldir Eitt þeirra frumvarpa sem urðu að lögum nú á loka- spretti Alþingis var varð- andi breytingu á hafnalög- um. En þar er m.a. kveðið á um að Landshöfnin Kefla- vik/Njarðvík verði afhent sveitarfélögunum til eignar og reksturs. Sl. haust var viðkomandi sveitarstjórnum sent málið til umsagnar og hefur verið greint frá svari Njarðvíkinga um málið, sem töldu sig til viðræðu um málið, en bæjarstjórnin taldi sig þar með á engan hátt skuld- bundna í afstöðu til málsins. Fyrr í þessum mánuði var málið tekið fyrir í efri deild Alþingis og þar kom fram vilji þingmanna á að hafn- irnar verði afhentar Kefla- víkur- og Njarðvíkurbæ til eignar, en að ríkissjóður taki á sig áhvílandi skuldir. Fyrir nokkrum misserum urðu miklar umræður um þessi mál hér í Víkur-frétt- um, enda er ekkert eðlilegt lengur að ríkissjóöur reki þessar hafnir frekar en aðr- ar hér syðra. Auk þess sem hægt er að gera ýmsar breytingar varðandi rekstur þeirra frekar, þegar sveitarfélag ræöur ríkjum, Frá Njarövíkurhöfn. en þegar stóri bróöir, hinn hálftómi ríkiskassi á að ráða öllu. - epj. Eigum við Suðurnesja- menn þá að votta Eimskipa- félagi íslands samúð? Nei, síðurensvo. Þaðhefurekk- ert viljað gera fyrir okkur, fyrr en nú, þegar þeir sjá að þeir missa flutninga okkar yfir til annarra. Því grátum við þurrum tárum, þó Eimskip tapi þessum flutn- ingum. - epj. Ný lög um Hitaveitu Suðurnesja: Yfirtekur alla orku- veitu á Suöurnesjum - þar á meðal sölu á raforku Rétt fyrir sl. helgi sam- þykkti Alþingi ný lög um Hitaveitu Suðurnesja, sem kveða meðal annars á um það að Hitaveita Suður- nesja spanni yfir allt það sem Orkubú Suðurnesja átti að taka til. Verður til- gangurinn því framvegissá, að HS tekur að sér að virkja jarðhita í Svartsengi og ann- ars staðar á Reykjanesí, ef hagkvæmt þykir. Einnig mun HS taka að sér að reisa og reka orkuver, aðveitur og orkudreifikerfi á starfs- svæði hennar og annast Framh. á 14. síöu Orkuverið í Svartsengi. „Allt morandi í marhnút..." - segja veiðigarpar í Keflavíkurhöfn ,,Þa6 er allt morandi í marhnút hérna", sögðu tveir ungir veiðigarpar, sem blaöamaóur Vikur-frétta hitti niðri vió Keflavikurhöfn. Hva6 geri6 þi6 svo viö fenginn?„Ekkineitt". Er ekki séns að selj'ann? „Nei, hann er svo Ijótur a6 þaö vill hann enginn", sógðu þeir veiði- garparnir sem hurfu á brott með þann Ijóta". - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.