Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. maí 1984 15 Myllubakkaskóli fær andlitslyftingu. Fimmtu bekkir Myllu- bakkaskóla hófust handa sl. mánudag við andlitslyft- ingu á einum af veggjum skólans sem haföi veriö málaður af nemendum fyrir nokkrum árum síðan. ,,Við gerum þetta alveg sjálf" sögðu krakkarnirvið blaða- manninn er hann spurði hvort þau fengju ekki hjálp við verkið. ,,Hann Jón Ág- úst, teiknikennari, hjálpar okkur aðeins, en ekkert meira en það" sögðu þau galvösk og máluðu af eldmóði. pket.- Leikvöllur Sandgerðisbarna Þeir eru Ijótir sorphaug- arnir sem Sandgerðingar eru að útbúa í gryfjunum ofan við iþróttavöllinn. Upp- haflega átti að vera þarna áramótabrenna, en síðan er farið að aka þarna alls kyns sorpi, þ.á.m. húsasorpi, og síðan er þetta orðið leik- svæði barna sem búa þarna í nágrenninu, foreldrum til mikils ama. Ætti Miðneshreppur að sjá sóma sinn í að fjarlægja draslið hið fyrsta, þvi af þessu er lítil prýði, eins og sést best á meðfylgjandi mynd. - epj. Nýju sorphaugarnir rétt ofan við efstu húsin í Sandgerði. Togari skiptir um nafn B.v. Haförn GK 90, sem Útgarður hf. í Garði hefur gert út undanfarin 2 ár, hef- ur nú fengið nýtt nafn, „Gautur" og einkennisstaf- ina GK 224. Mun skipið á- fram verða gert út af sömu aðilum. - epj. Lesið af fjöldanum. VIKUR jtUUi Skotfélag Suðurnesja heldur almennan félagsfund, mánudaginn 28. maí n.k. kl. 20.30 á Glóðinni (uppi). Rætt um skotæfingasvæði o.fl. Nýir félagar velkomnir. - Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin Til leigu 3ja herb. íbúð við Fífumóa í Njarðvík. íbúð- in er laus frá 1. júní. Upplýsingar veittar á Fasteignaþjónustu Suðurnesja. B. V. GauturGK224 uppihjá Skipasmíðastöð Njarðvikurhf. VðRULISTI HÚSBYGGJANDANS Nú bjóðum við eftirtaldar vörutegundir af lager: LOFTPLÖTUR undir málningu í stærðum 58x120 cm, 28x120 cm og 28x250 cm. - Verð frá 190 kr. m2. VIÐARÞILJUR full-lakkaðar í stærð- um 28x250 cm og 19x250 cm, í eftirtöldum viðartegundum: Furulamel, perutré, antik-eik, brún-eik, beyki, furu og eik. - Verð frá kr. 390 pr. m2 TRE-X TRE-X ®j THE-3 TRE-X VEGGKLÆÐNINGAR undir málningu, í stærðum 38,5x253 cm og 58,5x253 cm. Verðfrá 177 kr. m2. INNIHURÐIR afgreiddar af lager í eftirtöldum viðartegundum: Undir málningu: antik-eik, hnotulamel, perutré, brún-eik, furulamel, eik, beyki og ask. - Aðrar tegundir framleiddar eftir pöntunum. Verð frá kr. 2.950. FATASKAPAR frá Axel Eyjólfssyni AYIQ í miklu úrvali. GREIÐSLUSKILMÁLAR? Já, við erum sveigjanlegir í samningum. Allt í húsið í einum pakka. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. löavöllum 6 - Keflavík - Sími 3320 Opiö frá kl. 8-17 alla virka daga. TRE- TRÉ-X ER NÝJA VÖRUMERKIÐ OKKAR.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.