Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 24. maí 1984 VÍKUR-fréttir HOSKAHJALP K SUSURNESJUM Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara óskast á endurhæfingarstöð félagsins að Suðurvöllum 9 í Keflavík. Um er að ræða 60% starf. Vinnutími frá kl. 9:00-14:00 mánudagatilföstudaga. Þarf að geta hafið störf strax. Allar nánari upplýsingar veitir yfirsjúkra- þjálfi, Sigríður Þórarinsdóttir, í síma 3330. Stjórnin MYNDATOKUR VIÐ ALLRA HÆFI. nymijnD Hafnargötu 26 Simi 1016 Opna Hagkaupsmótið i golli: Frábært „come back" hjá Þórhalli - stur. _yar /f/A/A'. 40 ára fermingarsystkin: Skora á öll önnur fermingarsystkin - að gefa til langlegudeildar Sjúkrahússins Sl. sunnudag kom saman á Glóöinni hópur fólks sem á þaö sameiginlegt aö eiga 40 ára fermingarafmæli á þessu vori. Voru þau öll fermd af séra Eiriki Brynj- ólfssyni í Keflavíkurkirkju voriö 1944. Voru fermingar- systkinin öll mætt að 7 und- anskildum. 500 kr., en að öðru leyti væru framlög frjáls. Var samþykkt i þessum hópi að skora á öll önnur fermingarsystkin á þessum Hópur 40 ára fermingarsystkina. Á myndina vantar 7 manns, sem afýmsum ástæðum gátu ekki mætt. Dömur á öllum aldri. - Erum með nýjung á Sólbaösstofunni Perlunni: Höfum fengið til liös viö okkur Höllu Haraldsdóttur, snyrtisérfræðing, sem mun starfa hjá okkur einn dag í viku með leiðbeiningar á þýskum snyrtivörum, sem unnar eru úr náttúrlegumefnum, auk þessaðveraofnæmisprófuð. Þessadagamun einmg verahægtaö fá hvíldar- og afslöppunarnudd eftir timapöntunum. - Annemarie Börlind húðsnyrtiefnin gera andlits- og líkamshúðina yngri, heilbrigðari, fallegri og mýkri. Komið, prófið og sannfærist. Sólbaðsstoafan PERLAN Timapantanlr i sima 2390 Það hefur verið venja að fermingarsystkin hafa fært kirkjunni gjafir í tilefni merkisafmæla, en þessi hópur ákvað að breytatil og stofna sjóð sem væri stofn- fé að langlegudeild Sjúkra- húss Keflavíkurlæknis- héraðs. Var ákveðið að hver og einn greiddi hið minnsta slóðum, ungum sem eldri, að leggja þessu málefni lið og gefa í sjóð þennan, því eins og fram kom í ræðu Guðrúnar Sigurbergsdótt- ur af þessu tilefni, þá væri aldrei að vita hvenær þörf væri fyrir okkur sjálf eða ættingja okkar að fá pláss á langlegudeild sjúkrahúss- ins. - epj. Samkomuhúsin: Nýjar reglur um fjölda gesta Heilbrigðisnefnd Suður- nesja hefur samþykkt nýja viðmiðun varðandi fjölda gesta í samkomuhúsum. Er viðmiðun þessi sniðin eftir sams konar breytingu sem átt hefur sér stað á Reykja- víkursvæðinu með þó tilliti til heilbrigðissjónarmiða og brunavarna. Reglur voru miðaðar við sem svarar 1,15 ferm. á hvern mann, en hinar nýju reglur miða við 0,90 ferm. pr. mann. Sem dæmi um breytingu, þá fer hámarks- fjöldi gesta í Stapanum úr 480 manns í 503 miðað við báða salina. - epj. Verslanir og stofnanir Það er dýrt að auglýsa, en dýrara að aualýsa ekki! viKim jiiUil

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.