Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. maí 1984 17 Fegrum Keflavík og Njarðvík Hreinn bær er okkur kær, var yfirskrift á grein sem birt ist í síöasta tölublaði og þar voru svo sannarlega orð í tíma töluð. Ekki vegna þess að umhverfismál hafi ekki verið rædd í blaðinu fyrr, heldur eins til áminningar á að þó mikið hafi verið gert, virðist almenningur ekki vera nægjanlega vakandi fyrir umhverfi sínu. Eftir út- komu síöasta blaðs hafa margir aðilar, bæði úr hópi áhrifamanna og almenn- ings haft samband við blað- ið og hvatt það til áfram- haldandi skrifa um þessi mál. Þessir sömu aöilar hafa bent á ýmsa staði sem sér- staklega þarf að taka fyrir bæði í Keflavík og Njarðvík. Einnig er rétt að benda á að efri hluti beggja þessara bæjarfélaga er nokkuð snyrtilegur, en hvar er það þá aðallega sem þarf að taka til hendinni? Ferðafólk sem kemur hingað suður eftir ekur oft- ast í gegnum Njarðvík, eftir Reykjanesbrautinni, niður Hafnargötu og út í slipp, þar snýr það við og fer ýmist sömu leið til baka eða þá upp Vesturbraut og út í Garð eða Sandgerði og síðan sömu leið til baka. Ef þetta fólk er spurt út í þessi mál bendir það aðallega á þrjástaði. Þessasömustaði bendir það fólk á, sem flýg- ur hér yfir á leið að eða frá Keflavíkurflugvelli. Hverjir eru þessir staðir sem sérstaklega stinga í stúf? Fyrst skal telja umhverfi Steypustöðvarinnar á Fitj- um, síðan umhverfi Fiskiðj- unnar sálugu og að lokum athafnasvæði Dráttarbraut- ar Keflavíkur. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að vera staðsettir þar sem flestir sjá draslið, þó til séu verri staðir í þessum byggð- arlögum, bætir það ekki þessa staöi, sem mjög svo stinga í stúf bæði úr lofti og af jörðu niðri. Síðan skulum við ekki gleyma því að Keflavíkur- bær verður að sjá svo um að Hafnargatan sé sópuð og þrifin oftar en þrjá mánuði ársins, þ.e. þegar krakkarn- ir í bæjarvinnunni taka til hendinni. Keflavikurbær hefur yfir tækjum og mann- afla að ráöa til að gera hreint oftar og halda þess- um málum við. Munum við hjá Víkur-fréttum fylgjast vel með þróun þessara mála eins og hingað til, og þó hér hafi aöeins verið drepiö á það helsta í tveimur byggð- arlögum, má viða taka til hendinni i öðrum byggðar- lögum sem og þessum. Því skorum við á ráðamenn, félagasamtök og ekki sist almenning, að sameinast um aö fegra andlit Suður- nesja og þá sérstaklega Keflavíkur, eins og greinin í síðasta blaði sagði til um. epj. Ekki er Keflavik fögur frá sjó. Næsta blaö kemur út föstudaginn 1, júní. Verða götusóparar ráðnir aftur? Sú umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu varðandi umhirðu í Keflavík og þá sérstaklega varðandi sand, glerbrot, bréfarusl og annað sem fýkur mikið um Hafnargötuna og næsta ná- grenni, hefur að sögn Ingv- ars Friðrikssonar, yfirverk- stjóra Keflavíkurbæjar, m.a. leitt til þess að bæjaryfir- völd eru nú alvarlega að hugsa um breytingu á hreinsun bæjarins. Þó vélsópur bæjarins hafi veriö notaður af og til, er það mjög gamalt og úr sér gengið tæki og því oft á tíöum bilað, auk þess sem það kemst ekki að gang- stéttaköntum eftir að bíla- umferð er hafin. Hefur ár- angur því ekki veriö nægj- anlega góður og því hafa bæjaryfirvöld rætt þann möguleika, hvort ekki ætti að taka að nýju upp það gamla starf, að ráða sér- stakan mann eða jafnvel menn, til að sópa göturnar allan ársins hring. Ef af þessu yrði, þá er þetta örugglega besta lausnin varðandi þrif á Hafnargötunni og fleiri götum þar sem mikill sand- ur og drasl fýkur um. En engu að síöur eru bæjar- starfsmenn byrjaðir að þrífa göturnar og er það vel, þó vitað sé að t.d. á Hringbraut og Hafnargötu er víða fast, eftir að loðna og slor hefur lekið niður á göturnar eftir bíla sem þar hafa ekið um. epj. £ \\\ Steypusögun Suðurnesja s/f Í%sm""JJ Sögum hurðagöt, gluggagöt, raufar í gólf og veggi, fyrir rafmagns-, vatnslögnum o.fl. Vönduð vinna, vanir menn. Þrifaleg umgengni. Gerum föst verðtilboð. Uppl. í síma 92-6654. Hjá okkur færðu bílinn • réttan • blettaöan • almálaöan. Önnumst einnig framrúöuskipti. REYNIO VIÐSKIPTIN - BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvik - Simi 1227 Mold og þökur Til sölu úrvals gróðurmold, staðin og ó- brotin. Einnig úrvalstúnþökur. Uppl. ísíma 91-78155 á daginn og 91-77126 á kvöldin. HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVÍKINGAR Dagana 4.-17. júní n.k. hefur verið ákveðið að gera sérstakt átak í hreins- un og snyrtingu bæjarins, með þvíað hreinsadrasl af lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, girðingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku íverkefni þessu hafa bæjar- yfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suður- nesja og Dropann, um að þær veiti 10% afslátt á málningu sem keypt verður dagana 4.-30. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutn- ing á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og not- færa sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.