Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. maí 1984 17 Fegrum Keflavík og Njarðvík Hreinn bær er okkur kær, var yfirskrift á grein sem birt ist í síðasta tölublaði og þar voru svo sannarlega orð í tíma töluð. Ekki vegna þess að umhverfismál hafi ekki verið rædd i blaðinu fyrr, heldur eins til áminningar á að þó mikið hafi verið gert, virðist almenningur ekki vera nægjanlega vakandi fyrir umhverfi sinu. Eftir út- komu síðasta blaðs hafa margir aðilar, bæði úr hópi áhrifamanna og almenn- ings haft samband við blað- ið og hvatt það til áfram- haldandi skrifa um þessi mál. Þessir sömu aðilar hafa bent á ýmsa staði sem sér- staklega þarf að taka fyrir bæði í Keflavík og Njarðvík. Einnig er rétt að benda á að efri hluti beggja þessara bæjarfélaga er nokkuð snyrtilegur, en hvar er það þá aðallega sem þarf að taka til hendinni? Ferðafólk sem kemur hingað suður eftir ekur oft- ast í gegnum Njarðvík, eftir Reykjanesbrautinni, niður Hafnargötu og út islipp, þar snýr það við og fer ýmist sömu leið til baka eða þá upp Vesturbraut og út i Garð eða Sandgerði og síðan sömu leið til baka. Ef þetta fólk er spurt út í þessi mál bendir það aðallega á þrjá staði. Þessa sömu staði bendir það fólk á, sem flýg- ur hér yfir á leið að eða frá Keflavíkurflugvelli. Hverjir eru þessir staðir sem sérstaklega stinga í stúf? Fyrst skal telja umhverfi Steypustöðvarinnar á Fitj- um, síðan umhverfi Fiskiðj- unnar sálugu og að lokum athafnasvæði Dráttarbraut- ar Keflavikur. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að vera staðsettir þar sem flestir sjá draslið, þó til séu Ekki er Keflavik fögur frá sjó. Verða götusóparar ráðnir aftur? verri staðir í þessum byggð- arlögum, bætir það ekki þessa staði, sem mjög svo stinga í stúf bæði úr lofti og af jörðu niðri. Síðan skulum við ekki gleyma því að Keflavíkur- bær verður að sjá svo um að Hafnargatan sé sópuð og þrifin oftar en þrjá mánuði ársins, þ.e. þegar krakkarn- ir í bæjarvinnunni taka til hendinni. Keflavíkurbær hefur yfir tækjum og mann- afla að ráöa til aö gera hreint oftar og halda þess- um málum við. Munum við hjá Víkur-fréttum fylgjast vel með þróun þessara mála eins og hingað til, og þó hér hafi aðeins verið drepið á það helsta í tveimur byggð- arlögum, má viða taka til hendinni í öðrum byggðar- lögum sem og þessum. Því skorum við á ráöamenn, félagasamtök og ekki síst almenning, að sameinast um að fegra andlit Suður- nesja og þá sérstaklega Keflavíkur, eins og greinin í siðasta blaði sagði til um. epj. Vt Steypusögun Suðurnesja s/f Sögum hurðagöt, gluggagöt, raufar i gólf og veggi, fyrir rafmagns-, vatnslögnum o.fl. Vönduð vinna, vanir menn. Þrifaleg umgengni. Gerum föst verðtilboð. Uppl. í síma 92-6654. Sú umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu varðandi umhirðu í Keflavik og þá sérstaklega varðandi sand, glerbrot, bréfarusl og annað sem fýkur mikið um Hafnargötuna og næsta ná- grenni, hefur að sögn Ingv- ars Friðrikssonar, yfirverk- stjóra Keflavíkurbæjar, m.a. leitt til þess að bæjaryfir- völd eru nú alvarlega að hugsa um breytingu á hreinsun bæjarins. Þó vélsópur bæjarins hafi verið notaður af og til, er það mjög gamalt og úr sér gengið tæki og því oft á tíðum bilað, auk þess sem það kemst ekki að gang- stéttaköntum eftir að bila- umferð er hafin. Hefur ár- angur því ekki verið nægj- anlega góður og því hafa bæjaryfirvöld rætt þann möguleika, hvort ekki ætti að taka aö nýju upp þaö gamla starf, að ráða sér- stakan mann eða jafnvel menn, til að sópa göturnar allan ársins hring. Ef af þessu yrði, þá er þetta örugglega besta lausnin varðandi þrif á Hafnargötunni og fleiri götum þar sem mikill sand- ur og drasl fýkur um. En engu að síður eru bæjar- starfsmenn byrjaðirað þrífa göturnar og er það vel, þó vitað sé að t.d. á Hringbraut og Hafnargötu er víða fast, eftir að loðna og slor hefur lekið niður á göturnar eftir bíla sem þar hafa ekið um. epj. Næsta blað kemur út föstudaginn 1, júní. Hjá okkur færðu bílinn • réttan • blettaðan • almálaðan. Önnumst einnig framrúðuskipti. REYNIÐ VIÐSKIPTIN - BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvik - Simi 1227 Mold og þökur Til sölu úrvals gróðurmold, staðin og ó- brotin. Einnig úrvais túnþökur. Uppl. ísíma 91-78155 á daginn og 91-77126 á kvöldin. HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVÍKINGAR Dagana 4.-17. júní n.k. hefur verið ákveðið að gerasérstakt átak í hreins- un og snyrtingu bæjarins, með því að hreinsa drasl af lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, girðingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku í verkefni þessu hafa bæjar- yfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suður- nesja og Dropann, um aö þær veiti 10% afslátt á málningu sem keypt verður dagana 4.-30. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutn- ing á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og not- færa sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.