Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 26.04.1985, Qupperneq 25
VÍKUR-fréttir FöstudaguF 26. apríl 1985 25 Loftvamabyrgi í Keflavík Annar inngangur í byrgið er úr kjallara hússins. Að Vesturbraut 6 í Kefla- vík stendur virðulegt hús sem byggt var á stríðsárun- um, eða 1945. Þetta hús byggði Sveinbjörn Gísla- son, sem þá var bygginga- fulltrúi, og í því er eina loft- varnabyrgið sem vitað er um í Keflavík. Byrgið er undir stétt sem liggur að húsinu og eru veggirnir u.þ.b. 40 cm þykkir og loftið eitthvað álíka. I loftinu er gluggi úr þykku gleri og að utan má sjá vírnet yfirglugganum til að verja glerið. Sveinbjörn flutti til Reykjavíkur og dundaði sér í fríum sínum hér suður frá við að úibúa þetta loftvarnabyrgi. í dag er þetta kannski ekki í mjög góðu ástandi, en að sögn eiganda hússins stendur til að gera húsið upp og verður þetta þá tekið með. - kmár. Undir þessari stétt er byrgið t.v. má sjá gluggann með vírnetinu yfir. Feitir bitar Eins og fram kom í næst síðasta tbl. er starf byggingafulltrúans í Keflavík laust innan fárra vikna. Sumir telja að hér sé um feitan bita að ræða, þ.e. gott starf. En það eru fleiri störf sem eru laus eða eru að losna hér, sem eru mun feitari, ef nota má það orð. Starfs skólameistara og aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Suður- nesja er þar á meðal. Um- sóknarfrestur um fyrra starfið er runnið út og von- andi tekur ráðherra hlið- sjón af samþykki skóla- nefndar og ræður Hjálmar Arnason í starfið. Staða yfirlögregluþjóns við embætti lögreglustjór- ans í Keflavík, Njarðvík, að losna Grindavíkur og Gull- bringusýslu er laust og verður auglýst á næstunni. Og innan örfárra missera kemur annað starf sem fellur undir sama flokk, þ.e. starf símstöðvarstjóra í Keflavík. - epj. Oskum öllum launþegum til hamingju með 1. maí. l'JHWcUuOÍr Sendum öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir í tilefni hátíðisdags uerkalýðsins, l. maí. Sparisjóðurinn í Keflavík Sendum öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir í tilefni hátíðisdags uerkalýðsins, l. maí. Útvegsbanki íslands Hafnargötu 60 - Keflavík Sendum öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir í tiiefni hátíðisdags uerkalý^sins, l. maí. Verslunarbankinn Vatsnesvegi 14 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.