Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. júlí 1985 5 FaU er fararheiU - Víðir tapaði 2-0 fyrir KR á nýja grasvcllinum Það byrjaði ekki vel á nýja grasvellinum hjá Víðismönnum. Þeir fengu KR-inga í heimsókn á laug- ardaginn og sendu þá heim þremur stigum ríkari. Leikur liðanna var þrátt fyrir frábæran völl, fremur leiðinlegur á að horfa. Lítið var um marktækifæri og Annað mark KR-inga staðreynd þrátt fyrir góð tilþrif varnarmanns Víðis. Besta tækifæri KR í fyrri hálfleik en Gísli varði glæsilega. fáu sem voru, voru við Víðismarkið. Enda fór svo að þegar flautað var til leiksloka höfðu KR-ingar gert tvö mörk gegn engu Víðismanna. Eftir þennan leik er staða Víðis orðin heldur betur skuggaleg og stefnan virðist hafa verið sett beint á 2. deild. Leik- menn liðsins voru allir fremur slakir á laugar- daginn og enginn átti góðan leik. Þeir náðu illa saman og það litla samtal sem heyrðist, hljómaði fremur sem rifrildi en hvatning. Allir verða að taka sig á, því það er engin hæfa í því að það lið sem á besta grasvöll á landinu leiki í 2. deild. Víðismenn upp með móralinn. - Fall er fararheill. - gæi. 3. deild: Stór sigur hjá UMFG Tap hjá Reyni Grindvíkingar fengu Ar- menninga í heimsókn sl. föstudag. Heimamennsigr- uðu örugglega með 5 mörk- um gegn einu. Reynismenn léku við Stjörnuna í Garðabæ. Stjarnan sigraði 2:0 og nú er róðurinn að þyngjast hjá Sandgerðingum. - pket. 2. deild: Unnar tryggði Njarðvíkingar unnu sanngjarnan sigur á Fylkis- mönnum í Njarðvík sl. 4. deild: Enn sigra Hafnir Ekkert lát er á sigur- göngu, Hafnaliðsins í 4. deild Islandsmótsins. Um síðustu helgi léku Hafna- menn við Þór í Þorláks- höfn og unnu léttan sigur 3:0. Mörkin skoruðu Gísli (teiknarinn okkar) Guð- jónsson, Hilli Hjálmars og Valur troðari. Leikið var á grasvellinum í Þorlákshöfn og höfðu Hafnir mikla yfir- burði og aragrúi tækifæra fór forgörðum. Hafnir unnu stórsigur á Mýrdæling í Keflavík í síð- ustu viku 8:1. Gunnar Björnsson og Valur Ingi- mundar skoruðu báðir þrennu, Júlíus Ól. og Hilm- ar Hjálmars skoruðu sitt markið hvor. Hafnir eru nú með 3ja stiga forystu í B-riðli 4. deildar með 16 stig og hafa ekki enn tapað leik. Gott hjá þeim, 3. deildin bíður. Njarðvík sigur laugardag með einu marki gegn engu. Sigurmarkið skoraði Unnar Stefánsson í byrjun seinni hálfleiks. Unnar fékk sendingu frá Guðmundi Val af kantin- um inn í miðjan teig og skoraði framhjá markverði Fylkis. Njarðvíkingar áttu fleiri tækifæri, m.s. Guðmundur Valur undir lok leiks, en skaut rétt framhjá. Fylkis- menn áttu einnig gott færi undir lokin en Orn mark- vörður varði vel. „Þetta er allt að koma hjá okkur. Þó sigurinn hafi ekki verið stór er ég ánægð- ur með leikinn. Við ætlum að fylgja þessu eftir með sigri á ÍBK“, sagði Gísli Grétarsson fyrirliði hress í bragði.. - pket. Veiðileyfi í Kleifarvatn Suðurnesjabúum gefst nú kostur á veiðileyfum í Kleifarvatni. Shell-stöðin á Fitjum selur leyfin og kostar dagskort kr. 300.- en fjölskyldu- og sumarkort kr. 1000.-. Veiði í Kleifarvatni hefur verið þokkaleg í vor. - pket. Stærðir: 50x50 cm 40x40 cm 25x50 cm 20x20 cm SEX- KANTAÐAR SMÁRASTEINN SA - STEINN HELLUR • í bílastæðið • í innkeyrsluna • í garðinn • í garðstofuna • á gangstíginn BROTASTEINN í hleðslur A MILLIVEGGJASTEINN 5 - 7 og 10 cm JÁRN & SKIP Víkurbraut 15 Sími 1505 I - STEINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.