Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 4. júlí 1985 VÍKUR-fréttir STEINSTEYPUSÖGUN Gluggagöt, stiga- og hurðargöt, í gólf og innkeyrslur. Föst verðtilboð Uppl. í síma 3894. Margeir Elentinusson Bílaþjónustan GLJÁI Brekkustíg 38 - Ytri-Njarðvík - Sími 4299 Opið virka daga kl. 8-19 BRYNGLJÁAÞJÓNUSTA Djúphreinsun á sætum og teppum. ÞVOTTUR - ÞRIF - BÓN HÖFUM TIL SÖLU Grjótgrindur, sílsabretti og aurhlífar. Sjón er sögu ríkari BÍLAÞJÓNUSTAN GLJÁI Nýtt leiðakerfi fyrir Keflavíkurflugvöll Frá og með mánudeginum 8. júlí n.k. breyt- ist leiðarkerfi vagnanna sem aka með starfsfólk Varnarliðsins þannig: Ekið er frá afgreiðslu SBK upp Vesturgötu, Hólmgarð, Miðgarð, Nónvörðu, Aðalgötu, Hringbraut, Faxabraut, Hafnargötu. Sama leið ekin til flugvallar og frá flugvelli. Um leið fellur niður akstur á Hafnargötu milli afgreiðslu SBK og Faxabrautar. Ferðir á morgnana milli kl. 7 og 8 verða þannig: Bílar nr. 1 og nr. 2 fara kl. 7.25 Bíll nr. 3 fer kl. 7.30 Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Frá aðalfundi Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Aðalfundur Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja var haldinn miðvikudaginn 26. júní sl. Þar fluttu forstöðu- menn hinna ýmsu deilda ársskýrslur sínar og margt var þar til umræðu. I skýrslu yfirlæknis má meðal annars lesa: „í apríl ’84 sagði Sig- hvatur Snæbjörnsson starfi sínu lausu, eins og getið var um í síðustu skýrslu, og höfum við því verið án svæfingarlæknis síðan og reyndar verið neyðarástand á því sviði. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hefur ekki fengist leyfi hjá Heilbrigðis- ráðuneytinu til þess að ráða svæfingarlækni við sjúkra- húsið, hvorki í heilt starf eða hlutastarf, en skv. viðtali nýlega við Pál Sig- urðsson, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, hafði hann góð orð um að við myndum fá leyfi fyrir hálfri stöðu svæfingar- læknis. Ef þetta leyfi fæst hins vegar ekki, er varla um annað að gera en að ráða svæfingarlækni í hlutastarf, a.m.k. án þess að hafa leyfi ráðuneytisins þar til. Til þess að leysa þetta vandamál til bráðabirgða var samið við svæfingar- lækna Landspítalans og Sighvat Snæbjörnsson, og á þann hátt hefur verið hægt að halda skurðstofu gang- andi hingað til, þá án allrar vaktþjónustu. Þetta fyrir- komulag hefur þó orðið sjúkrahúsinu geysilega dýrt og tel ég útilokað að halda því áfram með sama hætti“. (Tilvitnun lýkur). Af þessu má sjá að skór- inn kreppir að í málum svæfingarlæknis við sjúkra- húsið. Kristján Sigurðsson yfirlæknir heldur áfram að rekja mál sjúkrahússins í skýrslu sinni og í lok henn- ar má sjá hvað hann telur brýnustu verkefni sem fram undan eru: í fyrsta lagi að ráða svæfingarlækni. I öðru lagi að stækka rannsóknar- stofu, en hún er orðin alltof iítil og getur engan veginn annað þeim rannsóknum sem gera þarf við núver- andi aðstæður. í þriðja lagi vantar algjörlega aðstöðu fyrir endurhæfingu og iðju- þjálfun og í fjórða lagi vant- ar aðstöðu fyrir pökkun. „En síðast en ekki síst tel ég vera að leysa vandamál aldraðra, sem þurfa á sjúkrahúsvist og hjúkrun að halda, sem ekki verður leyst nema með nýbygg- ingu eða III. áfanga sjúkra- hússins". Svo mörg voru þau orð. Eins og fram hefur komið eru þessar upplýsingar fengnar úr skýrslum þeim sem lagðar voru fyrir fund- inn. Þar má finna ýmsar aðrar upplýsingar, t.d. um fæðingardeildina og mæðravernd. Við grípum inn í skýrslu yfirlæknis fæð- ingardeildar: „ ... að við spítalann hef- ur ekki starfað fastráðinn svæfingarlæknir og við þurft að leita á náðir svæf- ingarlækna úr Reykjavík, sem þó hafa reynst okkur ákaflega vel og brugðið skjótt við ef þurft hefur að leita til þeirra í bráðatilvik- um“. Annars staðar stendur svo: „Sú nýbreytni hefur orðið, að all fleiri konur óska eftir svokall- aðri epitural deyfingu eða mænudeyfingu og mun orðstír hennar hafa breiðst út eins og eldur í sinu“ (til- vitnun lýkur). - kmár. Sjúkrahús og Heilsugxslustöð Suðurnesja. Fátítt ef ekki einsdæmi Á dögunum kom björgunarskipið Goðinn með m.b. Akurey SF 52 frá Sandgerði í togi að bryggju Dráttarbrautar Keflavíkur útí Gróf. Þrátt fyrir það að sá slippur sé með elstu starfandi slippum í landinu, er það mjög fátítt, ef það er þá ekki í fyrsta sinn sem Goðinn kemur þangað með bát. Var báturinn dreginn frá heimahöfn sinni í Sandgerði, en þar í höfninni hafði orðið vart við smávægilegan leka og er nánar var að gáð kom í Ijós að los var komið á skrúfuöxulinn. Varð því að draga bátinn i slipp þó humarúthaldið standi nú sem hxst og var myndin tekin við það tækifæri. - epj. Útboð Bæjarsjóður Grindavíkur óskar eftir tilboð- um í lagningu slitlags á nokkrar götur í Grindavík. Helstu magntölur eru: Malbik ........... 14.267 ferm. Olíumöl .......... 7.246 ferm. Jöfnunarslitlag .... 22.113 ferm. Verkinu skal lokið 15. sept. 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá byggingar- fulltrúa Grindavíkurbæjar, Hafnargötu 7b, Grindavík, frá og með 27. júní 1985 gegn 5000 kr. skilatryggingu. Skila skal tilboði í lokuðu umslagi merkt nafni útboðs, til bæjarstjóra Grindavíkur, Víkurbraut 42, Grindavík fyrir kl. 14.00 hinn 15. júlí 1985. Bæjarstjórinn í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.