Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. júlí 1985 9 Dauðagildra í Sandgerði: Vítavert kæruleysi verktakans Á mánudag í sl. viku fékk lögreglan tilkynningu um nokkurs konar dauða- gildru skammt frá svínabú- inu neðan við Strandgötu í Sandgerði. Hafði verktaki úr Njarðvíkum verið að grafa holu fyrir brunn fyrir Hitaveituna, en gengið þannig frá holunni að hún fylltist af regnvatni og var því stórhættuleg. Hafði verktaki trassað að girða utan um holuna og höfðu foreldrar miklar áhyggjur af henni vegna þess hve djúp hún var. Hafði lögreglan samband við verktakann, sem átti erfitt með að gefa svör við spurningum um frágang á þessu og var því skýrsla tekin vegna málsins og send til áframhaldandi rann- sóknar. Þegar blaðamaður tók meðfylgjandi mynd var allt vatn sigið niður og brunnur kominn í holuna, en engu að síður var hún stórhættu- leg fyrir lítil börn, því verk- takinn hafði sl. sunnudag ekki gert neitt til að byrgja hættuna. Eru vinnubrögð sem þessi vítaverð og óbæt- anlegt ef slys verður fyrir slíkt kæruleysi. - epj. Dauðagildran við Strandgötu í Sandgerði Veiðivatn á Suðurnesjum Suðurnesin eru rikari af ýmsu öðru en veiðivötnum, svo sem öllum er kunnugt. Það kom því skemmti- lega á óvart að sunnudag- inn 23. júní s.l. bauð Stangaveiðifélag Kefla- víkur almenningi til veiða í Seltjörn við Grindavíkur- veg. Fjöldi fólks kom á stað- inn og í ljós kom að í vatninu var vænn urriði og veiddu ýmsir vel. Þetta boð þeirra stanga- veiðifélagsmanna var í til- efni af „veiðidegi fjölskyld- unnar“, sem var sameigin- legt átak stangaveiðifélags- manna í landinu til að hvetja almenning til auk- innar þátttöku í þessu vinsæla sporti. Fiskurinn í Seltjörn er árangur af seiðaslepp- ingum, sem hófust fyrir fjórum árum. Það eru landeigendur í Innri Njarð- vík, sem eiga Seltjörninaen hafa leigt hana til Stanga- veiðifélagsins sérstaklega í þeim tilgangi að þar gefist þeim tækifæri til veiða sem annnars eiga lítinn kost á veiðiferðum. Þarna er átt við börn og unglinga og þá sem vegna heilsu eða aldurs eiga óhægt með að stunda lengri veiðiferðir. í samræmi við þetta verður verðlagningu á veiðileyfum mjög í hóf stillt enda sýndu landeigendur málinu sérstakan velvilja með því að láta aðstöðuna þarna í té án endurgjalds. Tekjurnar ganga því eingöngu til seiðakaupa og lagfæringu á svæðinu. Þar sem hér er um að lítinn fiskstofn að ræða verður að takmarka veiðina verulega. Seld verða þrjú veiðileyfi hvern dag og auk þess er eitt veiðileyfi til afnota án endurgjalds handa öldruðum og fötluðum, sem kynnu að vilja nota sér það. Hvert veiðileyfi gildir fyrir tvo og er þetta fyrir- komulag sérstaklega hugsað til þess að fjölskylda geti verið saman um veiðileyfi og fjölskyldu- meðlimir deilt því með sér að nota stengurnar tvær, eða þá að tveir unglingar kaupi sér leyfi saman og njóti félagsskapar við veið- ina. Hófst veiðileyfasalan um sl. helgi en veiðileyfin verða seld í bensinstöð Skeljungs við Hagkaup á Fitjum. Vonandi taka .Suður- nesjamenn þessu framtaki með velvild og skilningi og virða allar reglur, sem þarna gilda, um umgengni og veiðiskap. Auglýsing í Víkur-fréttum er engin smáauglýsing Trilla strandar á Fitjum I síðustu viku átti einn maður á trillu í vandræð- um fyrir framan Fitjarnar í Njarðvík. Fékk lögreglan tilkynningu um vandræðin, og fór Auðunn Karlsson á lóðsbátnum til hjálpar á 3. tímanum að nóttu til, en þá var trillan komin upp í fjöru. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn kom- inn í land en trillan hafði verið um 100 metra frá landi þegar tilkynningin barst. Leikur grunur á að um ölvun hafi verið að ræða en trillan var á leið til Innri- Njarðvíkur. - epj. Hafnarstjóri í Sandgerði Staða hafnarstjóra við Sandgerðishöfn er hér með auglýst laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september n.k. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. júlí n.k. Sveitarstjóri Miðneshrepps Tjarnargötu 4 - 245 Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.