Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 4. júlí 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 4717 SPARISJÓÐURINN NJARÐVÍK - Trompið - Gjaldeyrisviðskipti - Visa - Næturhólf - Geymsluhólf - dll almenn bankavið- skipti Nýr grasvöllur tekinn í notkun hjá Kjartan Páll Guðmundsson: „Já, já, þetta er fínt svona“. Hreppsnefndin þakkar honum vel unnið starf. Aðrir aðilar sem ég vil minnast á eru ráðgjafarnir, Iþrótta- fulltrúi ríkisins, Verkfrœði- stofa Suðurnesja, Bjarni Helgason og Gunnar Sigurðsson á rannsóknarst. Landbúnaðarins. Vélavinna og verktakar: G.T. lóðir sf, Tryggvi Einarsson, Hreinn Guðbjartsson, Sigurjón Helgason, Guðmundur Sigurbergsson,r Ellert Skúlason hf, Ahaldahús Gerðahrepps, Ahaldahús Spumingin: Finnst þér nóg gert fyrir æskuna á þessu ári hennar? Davíð Óðinn Bragason: ,,Já, eins og það er“. Víðismönnum Það var stór dagur hjá Garðbúum sl. laugardag. Þá var tekinn í notkun nýr gras- völlur sem nú leysir af hólmi gamla völlinn úti á Skaga. Það var vel við hæfi að yngstu Víðismennirnir vígðu nýja völlinn en fyrsti leikur- inn á honum var á milli 6. flokks Víðis, A- og B.-liðs. Finnbogi Björnsson, odd- viti, Gerðahrepps flutti vígsluræðu við þetta tilefni og sagði þá meðal annars: ,,í dagfögnum við áfanga í byggingu íþróttamann- virkja hér í Garðinum, þegar tekinn er í notkun nýr gras- völlur. Framkvæmdir hófust í júlí 1983 með jöfnun svœð- isins. Á árinu 1984 var svæðið undirbúið undir þakalagningu og þökur lagðar. Á árinu 1985 hefur verið ýtt ofan afbílastæðum, uppfyllingu ekið umhverfis völlinn og í garða. Nú á næstunni verður sáð grasfræi í garðana umhverfis völlinn. Umsjón meðframkvæmdum hefur Ellert Eiríksson, sveit- arstjóri haft. Hann hefur gengið að þessu verki með dugnaði og þekkingu. Keflavíkurbæjar, Einar Tryggvason, Arni Guðna- son, Guðmundur Haralds- son, Sigurður Hallmanns- son„ Þórir Guðmundsson. Allir þessir aðilar unnu gott verk og eiga þakkir skildar. Þá er þess að geta að með- limir Víðis og fleiri vel- unnarar félagsins lögðu alíar þökur á knattspyrnuvöllinn í sjálfboðavinnu. Allur akstur á þökum ofan úr Kjós var gefinn af fyrirtækjum og ein- staklingum. Verðmætiþessa er áætlað á fjórða hundruð þúsunda. Hreppsnefndin þakkar þessiframlög sérstaklega og þann hug er fylgir. Heildar- kostnaður framkvæmda er nú orðinn á fjórðu milljón kr. Fyrir knattspyrnuunn- endur er hér miklum áfanga náð. Það er von hrepps- nefndar Gerðahrepps að svæði þetta megi verða æsku Garðsins hvatning til hollra íþróttaiðkana um langa framtíð. Megi keppni ykkar verða árangursrík og margir sigrar vinnast hér“. Víðismenn léku síðan gegn KR í 1. deildinni og er nánar sagt frá leiknum á íþróttasíðu. - gæi./pket. Hinn glæsilegi knattspyrnuvöllur í Garðinum er ibúum hreppsins og Knattspyrnufélagsins Víðis til mikils sóma. Fyrsti formlegi bókfærði fundurinn utan Reykjavíkursvæðisins Bankaráð Útvegsbankans kynnti sér ástand mála á Suðumesjum Frá fundi bankaráðs Útvegsbankans og útibússtjóra í Keflavík á dögunum. Ljósm.: Kmár. Miðvikudaginn 26. júní verður er frá líður merkis- dagur í sögu ríkisbankanna á íslandi. Því þann dag var í fyrsta sinn í sögunni haldinn formlegur og bókfærður fundur bankaráðs ríkis- banka utan Reykjavíkur- svæðisins. Var hér tim að ræða bankaráð Utvegs- banka íslands, sem hélt fund sinn í Keflavík þann dag. Áður en fundurinn fór fram, fóru bankaráðsmenn í skoðunarferð um svæðið ásamt Elíasi Jóhannssyni útibússtjóra Utvegsbankans í Keflavík sem sat fund með þeim. Kynntu þeir sér hið alvarlega ástand sem ríkir á svæðinu í sjávarútvegs- málum svo og málefni bankans almennt. Af þessu tilefni tókum við Elías Jóhannsson tali og birtist viðtalið við hann inni í blaðinu. Kemur hann þar inn á ástand mála svo og hvað framundan er hjá bankaráði Utvegsbankans í þeim efnum. - epj. Borgar Þór Bragason: ,,Já, já, mér finnst þetta alveg sæmilegt eins og það Halldór G. Guðmundsson: „Nei, mér finnst ekki nógu mikið hafa verið gert, enn sem komið er“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.