Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 4. júlí 1985
VfKUR-fréttir
„Hann var
með falleg augu á
stærð við körfubolta,,
segir Tómas Knútsson sportkafari
í Frístundarviðtali
Það hlýtur að hljóma
svolítið skringilega í eyr-
um sumra að til séu menn
sem eyða frítíma sínum
neðansjávar. Tómas
Knútsson er áhugamaður
um köfun og neðan-
sjávarævintýri og hefur
kafað bæði hérna heima
og víða erlendis. Við
ákváðum að spyrja hann
svolítið út í sportköfun og
hafði hann frá ýmsu
skemmtilegu að segja.
„Ég byrjaði í þessu
veturinn 1976. Þá var
haldið námskeið í köfun á
vegum björgunarsveit-
armanna hér í Keflavík
og Njarðvík og leiðbein-
andinn var kona úr
varnarliðinu. Við vorum
8 eða 10 sem byrjuðum og
stóð námskeiðið í 3
mánuði. Þar var lögð
mikil áhersla á sund og
má segja að það sé grund-
vallaratriði að vera vel á
sig kominn líkamlega til
að geta kafað. Það hefur
reynt virkilega á það
stundum, t.d. manég eftir
því að hafa verið 2-3
helgar í röð að björgunar-
og leitarstörfum og þá
var maður að alla helgina.
Það reynir mjög á
líkamann að busla og
gramsa á hafsbotni.
Hefur þú aldrei leitað
að fjársjóðum?
„Nei ekki í þeirri merk-
ingu. Ég hef ekki leitað að
gulli og gimsteinum en
auðvitað hefur maður
fundið ýmislegt í gegnum
þetta tímabil sem flokka
mætti undir fjársjóði. En
ég hef kafað niður að
nokkrum skipsflökum og
mér hefur verið boðið
ásamt Sigurjóni bróður
og félaga mínum Erlingi
Bjarnasyni að koma i
sumar og kafa niður á
franska flakið sem liggur
út af Mýrunum. Þangað
komu í fyrra franskir
fornleifafræðingar og
Þennan fallega kóral sótti Tómas í djúpin blá í Karabíska hafinu.
með þeim var íslenskur
leiðsögumaður. Þessi leið-
sögumaður hefur boðið
okkur og við ætlum að
fara. Það þarf að skipu-
leggja slíka ferð mjög vel
og undirbúningur þarf að
vera mjög góður.
Hvar kafarðu helst?
„I sjónum auðvitað.
Nei, svona án gamans þá
hef ég verið mest hérna í
Flóanum og út af Garð-
skaganum. Það er til
dæmis mjög fallegt út af
Leirunni. Þar fer ég mjög
oft. Ég hef reynt að kafa
út af Stafnesi en það er of
straumþungt þar. Hér í
Flóanum er rólegra. Ég
hef stundað það töluvert
undanfarið að elta
trjónukrabba og veiða
hann.Það er mikið fjör í
því og getur verið hörku
eltingarleikur því að ef
krabbinn kemst t.d. á
sandbotn er hann mjög
fljótur í förum. Þá ske
stundum hlægileg atvik
og þá getur verið erfitt að
vera neðansjávar því þar
er ekki hægt að hlæja. Við
förum alltaf 2 saman og
er það mjög mikið örygg-
isatriði. Menn fara ekki
einir netna í neyðartil-
fellum. Ég veiði trjónu-
krabbann til matar og er
hann mjög góður. Ég hef
náð í krabba fyrir Axel á
Glóðinnj og líka bara fólk
út í bæ. Ég geri það ef fólk
vill. Einnig hef ég týnt
kræklinga og skeljarýmis
konar.
Það væri hægt að gera
góðan pening í því að kafa
hér í höfnunum t.d.
Keflavík og tína flöskur.
Ég fór í Keflavíkurhöfn á
sjómannadaginn og ég
get svarið það að hún var
bókstaflega full af
glerjum. Ef mður hefði 2
stráka með sér til að taka
á móti yrði maður bara
ríkur á þessu. Einu sinni
fundum við lýsistank í
Njarvíkurhöfn. Þá hefur
tankurinn sennilega fallið
af vörubíl og enginn haft
fyrir því að tilkynna það.
Við rákumst á hann
þarna og var hann tekinn
upp.
Er einhver köfun eftir-
minnilegri en önnur?
„Já, það má nú segja
það. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar við
hjónin (frúin heitir
Sólveig Guðmundsdóttir)
fórum ásamt Eygló Önnu
dóttur okkar, i brúð-
kaupsferð til Karabíska
hafsins. Þar leigðum við
okkur græjur og köfuðum
við eyjuna St. Thomas.
Það var ótrúlegt og má
segja að við höfum buslað
þarna í heilan dag. Þetta
var einna líkast því að
stinga hausnum ofan í
fiskabúr. Dýralífið þarna
var alveg frábært. Þarna
fann ég kóral sem ég
flokka undir hluta af
„fjársjóðum,, þeim sem
við töluðum um áðan“.
„Eg hef nú líka lent í
ýmsum skemmtilegum
ævintýrum hér heima.
Einu sinni var ég á sjó á
Gígju RE 340 þegar við
festum eitthvað í skrúf-
unni. Þetta var um miðja
nótt og það var ekkert um
annað að ræða en að ég
kafaði niður til að skera
úr skrúfunni. Þegar ég var
kominn niður og búinn að
festa taug í draslið byrj-
uðu þeir uppi að toga og
ég að skera. Ég var með
sérstakt vasaljós með
mér, sem flýtur ef maður
missir það frá sér. Svo
vildi það til að dráttar-
taugin tók allt i einu kipp
og ég vissi ekki fyrr en ég
hafði misst út úr mér
Suðurnesjabúar
Húsgögn oi sau ria oss
kefiavik
"W
í tilefni Norrænnarfimleikahátíðar 6.-12 júlí n.k. verðurfyrstafim-
leikasýningin í íþróttahúsi Keflavíkur n.k. föstudag 5. júlí kl. 20.
Fjölmennið og sjáið toppfólkið í fimleikum.
FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS