Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 4. júlí 1985 VlKUR-fréttir LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 13. júlí til 6. ágúst. Skóvinnustofa Sigurbergs Skólavegi 22 - Sími 2045 Fóstra Forstöðukona óskast viö leikskólann Gefnarborg, Garöi. Þarf aö geta hafið störf eftir sumarleyfi 19. ágúst. Umsóknir berist fyrir 15. júlí merkt. „Leik- skóli Gefnarborgar, 250 Garði“. Nánari upplýsingar veittar í símum 7195 og 7174. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleösla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - Keflavik - Simi 2322 Söguferð um Rosmhvalanes Leira - Garður - Miðnes - Sandgerði - Hvalsnes - Stafnes - Básendar N.k. sunnudag, þann 7. júlí, gangast Ferða- málasamtök Suðurnesja fyrir söguferð um Rosmhvalanes, en þetta er fyrsta ferða- áætlun samtakanna í sumar. Lagt verður af stað frá bæjarskrifstofunum í Keflavík, stundvíslega kl. 14. Heimkomatil Keflavíkur veröur um kl. 17.30. Verð kr. 200 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn yngir en 12 ára. Börn 12-15 ára greiða hálft gjald. Leiðsögumaður: Helga Ingimundardóttir. FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 4099 Víkur-fréttir birta úrdrátt: Könnun á sameiningu sveitar- félaga á Suðurnesjum Tekist hefur samkomu- lag milli Víkur-frétta og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þess efnis að blaðið birti úrdrátt úr könnun þeirri sem Hagvangur hefur gert fyrir sambandið um sameiningu sveitarfélaga á Suður- nesjum, kostum þess og göllum. Af hálfu Hagvangs hefur annar höfundur könnunarinnar Reynir Kristinsson tekið að sér að útbúa úrdrátt þennan í hendur blaðsins. Niðurstöður úr könnun- inni voru birtar í 90 blað- síðna bók sem var kynnt sveitarstjórnarmönnum fyrir skemmstu og var greint frá því á þeim tíma hér í blaðinu. Sá úrdráttur sem nú birtist í nokkrum tölublöðum, gefur nokkra hugmynd um efni skýrsl- unnar, sem er mjög ítarleg. Er úrdrættinum skipt í þrjá kafla hér í blaðinu og verða þeir þessir: 1. Suðurnes - núverandi staða. 2. Framtíðarmöguleikar á Suðurnesjum. 3. Sameining sveitarfé- laga. a) Keflavik - Njarð- vík. b) Keflavík - Njarð- vík - Hafnir c) Garður - Sand- gerði. d) Keflavík - Njarð- vík - Hafnir - Garður - Sand- gerði. epj. SUÐURNES- núverandi staða Árið 1816 voru Grinda- víkurþingsókn, Bæjar- skersþingsókn og Kálfa- tjarnarþingsókn sameinað- ar með konungsbréfi dags. 23. febrúar, í eina þingsókn, Kálfatjarnar- þingsókn. Þingstaður var ákveðinn í Innri-Njarðvík. Þingstaður var ákveðinn í Innri-Njarðvík. Þingsóknin hefur því náð yfir athug- unarsvæðið allt. Þróun fólksfjölda. Á undanförnum 40 árum hefur íbúum á Suður- nesjum fjölgað langt umfram landsmeðaltal. Væntanlega eru helstu ástæðurnar breytt atvinnu- skipting þjóðarinnar, breytingar í sjávarútvegi og áhrif frá starfseminni á Keflavíkurflugvelli, m.ö.o. mikið framboð af tiltölu- lega álitlegum atvinnutæki- færum. Þróun fólksfjölgunar: 1971-1980 . 2,29% pr. ár 1980-1984 . 1,69% pr. ár 1983-1984 . 1,00% pr. ár Orðsending til bréfritara Þeim bréfriturum er óska nafnleyndar eða að bréf verði birt undir dulnefni, er bent á að nauðsynlegt er að ritstjórn viti hið rétta nafn greinarhöfunda ásamt heimilisfangi, þó svo að þær upplýsingar verði aldrei birtar einum eða neinum. Hjá ritstjórninni liggja bréf þar sem þessari upp- lýsingaskyldu er ábótavant og því birtast viðkomandi bréf ekki fyrr en upplýs- ingaskyldunni hefur verið fullnægt. Verið óhrædd að gefa viðkomandi upplýs- ingar, því eins og fyrr segir er þetta einungis gert til að ritstjórn viti hverjir skrifa viðkomandi greinar, en nafnleynd verður að fullu virt eftir sem áður, sé þess óskað. Ibúafjöldi 1971 - 1983 1971 Aófluttir Brottf1. Mism. Keflavík 5.770 4.180 4.113 67 Njarövík 1.543 2.337 1.969 368 Hafnahreppur 181 202 256 -54 Miðneshreppur 1.083 892 979 -87 Geróahreppur 644 763 499 264 Grindavík 1.246 1.285 842 443 Vatnsleysustr. 381 514 408 106 Samtals 10.847 10.173 9.066 1. 107 SAMEICINLECAK TEKJUR SVEITAKFELAGA I KRONUM A HVERN IBUA 1983 NJARÐVIK KEFLAVIK VI K IIAFNA- HREPPtlR GERÐA- HREPPUR MIÐNES- HREPPUR GRINDA- VIK VATNSL. STR.HR. UTSVÖR 8,392 9,889 7,772 8,106 8,694 9,011 8,125 AÐSTÖÐUGJÖLD 3,226 1,222 9,463 1,823 2,347 1,832 1,034 FRAMLAG UR JOFNUNARSJODI 2,023 1 ,869 5,211 1 , 790 2,009 1,945 1,861 VEXTIR / AHNAÐ 2,757 1,563 2,114 2,755 2,234 3,330 2,121 FASTEIGNASKATTAR 1,869 1,601 1,797 959 1,588 1,685 969 AÐRAR TEKJUR 497 1,689 SAMTALS 19,267 16,114 26,357 15,433 17,369 17,803 15,799 KADSTÖFUN liEILDAKUTGJALDA SVEITARFELAGA I KRONUM A HVERN IBUA ARIÐ 1983 NJARDVIK KEFLAVIK HAFNA- HREPPUR GERÐA- HREPPUR MIÐNES- HREPPUR GRINDA- VIK VATNSL. STR.HR. YFIRSTJORN BÆJARFELAGS 1,607 889 5,374 1,334 1 ,932 1,489 2, ,443 ALM.TR. OG FELAGSHJALP 2, 188 4,792 2,089 2,112 3 ,281 2,619 2, ,725 HEILBRIGDISMAL 893 705 634 752 871 757 1 ,030 FRÆÐSLUHAL 2,647 3,046 2,894 2,166 2, ,688 3,347 2, ,441 MENNINGAR- OG FELAGSMAL 517 389 407 215 212 467 1. ,313 ÆSKULYÐS- OG IÞROTTAMAL 1,831 1,056 285 748 2, ,851 1,807 189 OPIN SVÆÐI 0 649 0 0 0 0 0 BRUHAMAL OG ALM.VARNIR 407 297 309 217 411 466 236 IIREINLÆTISÍIAL 1,273 1,273 1,325 827 1, ,328 1,249 738 SKIPULAGS- OG BYCG..IAL 380 865 179 469 510 262 195 GÖTUR, HOLR.Í3I, UMF.MAL 538 1,085 2,301 861 2, ,011 789 613 GJAFIR, RADSTEFNUR O.FL. 0 41 0 0 0 0 0 ' REKSTUR FASTEIGNA 0 189 2,691 (145) 122 (54) 334 AHALDAHUS, VELAR, TÍKI 975 242 8 513 731 (407) 630 VATNSVEITA 471 221 870 388 (2) 432 0 STARFSMANNAKOSTNAÐUR 0 454 0 0 0 0 0 YMIS GJÖLD 71 37 1,593 206 462 201 492 FJARMAGtlSKO". i'.'IAOUK 1,328 1,038 9,813 2,737 2, ,614 2,323 5, ,469 ATVINN'UMAL O.FL. 27 0 179 39 23 147 51 IIAFNARSJODi.'R 0 0 0 276 0 0 54 ANNAD (597) 841 0 SAMTALS 15,153 16,671 30,951 13,715 20 ,886 16,394 18. ,933 Blönduð gróðurmold Til sölu mómold úr Reykjavík, blönduð með sandi og húsdýraáburði. Einnig sandur á mosa, og krabbað í garða. Uppl. í síma 3879. Áttu íbúð sem þú vilt leigja? Okkur bráðvantar 2-3ja herb. íbúð til leigu fyrir einn leikmann okkar. Hafið samband við Eirík Hjartarson í síma 4797 eða2797 ávinnutímaeða2075heima. Knattspyrnuráð ÍBK Ritsj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.