Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 2
Veður
Gengur í allhvassa sunnanátt suðaustan
til á landinu, annars hægari vindur. Víða
talsverð rigning, jafnvel mikil á Suð-
austurlandi, en úrkomulítið vestanlands
og einnig við Húnaflóa. Hiti 8 til 14 stig.
Snýst í vestanátt um kvöldið og hvessir
syðst á landinu.
sjá síðu 44
Garðeigendur geta fengið rukkun vegna trjágróðurs
Byggingarreglugerð skyldar garðeigendum að halda gróðri innan lóðarmarka. Ef gróðurinn sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar vegfarendur,
geta starfsmenn borgarinnar klippt hann á kostnað garðeigenda. Eftir góða tíð í sumar hefur trjágróður sprottið vel og víða vaxið inn á stíga og
götur. Eru starfsmenn borgarinnar þessa daga að skoða hvar líklegt er að gróður hindri för snjóruðningstækja og sorphirðu. Fréttablaðið/gva
Selva og
Madonna
9 daga skíðaferðir
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Verð frá 129.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
á mann í tvíbýli með morgunverði
á Garni St. Hubertus.
Verð án Vildarpunkta: 139.900 kr.Flogið með Icelandair
12.–21.
janúar
fasteignir Á fasteignavef Vísis
voru í gær 35 íbúðir í jafnt einbýlis-
og fjölbýlishúsum auglýstar til sölu
fyrir meira en 100 milljónir króna.
Dýrasta eignin er glæný íbúð á
tíundu hæð á Lindargötu 39. Tvær
fasteignasölur bjóða íbúðina,
önnur á 229 milljónir króna en
hin á 211 milljónir. Íbúðin er 256
fermetrar með 109 fermetra þak-
garði. „Mikið útsýni til sjávar og
yfir Reykjavík og nágrenni,“ segir í
auglýsingu fasteignasölunnar Stak-
fells.
Talsvert er einmitt af íbúðum
í nýjum eða nýlegum fjölbýlis-
húsum meðal dýrustu eignanna.
Af áðurnefndum 35 eignum eru
fimmtán í fjölbýlishúsum, nítján
í einbýlishúsum og eitt raðhús er
á listanum.
Dýrasta einbýlishúsið stendur
á sjávarlóðinni Skildinganesi 54.
Það er 457 fermetrar og ásett verð
er 189 milljónir króna. Hús á Fjólu-
götu 19, sem er lítið eitt minna, eða
421 fermetri, er til sölu fyrir 180
milljónir. Á Selbraut 1 á Seltjarnar-
nesi er 402 fermetra einbýlishús til
sölu á 175 milljónir króna.
Eina raðhúsið á listanum er í
boði á 110 milljónir króna. Það er
húsið Bakkavör 2 á Seltjarnarnesi.
Það er 278 fermetrar að flatarmáli.
Nokkuð er af eignum í nýjum
hverfum. Í Kópavogi er til dæmis
húsið Asparhvarf 16 á 149 milljón-
ir. Eignin er samtals 501 fermetri.
Inni í þeirri tölu er 60 fermetra
hesthús. gar@frettabladid.is
Úrval íbúða sem kosta
yfir hundrað milljónir
Í augnablikinu bjóðast 35 íbúðarhús og íbúðir á yfir 100 milljónir króna á
fasteignavef Vísis. Dýrust er þakíbúð á Lindargötu sem er föl fyrir 229 milljónir.
Einbýlishúsið á sjávarlóðinni Skildinganesi 54 fæst fyrir 189 milljónir króna.
götuheiti tegund Fermetrar Millj. kr.
lindargata 39 10. hæð 256 fm 211-229
Safamýri 89 Einbýli 498 fm 210
Skildinganes 54 Einbýlishús 457 fm 189
Fjólugata 19 Einbýlishús 421 fm 180
Selbraut 1 Einbýlishús 402 fm 175
vatnsstígur 20-22 10. hæð 174 fm 165
vatnsstígur 20-22 9. hæð 174 fm 155
laufásvegur 22 Einbýlishús 252 fm 150
garðastræti 36 Einbýlishús 274 fm 150
vatnsstígur 14 Þakíbúð 182 fm 150
asparhvarf 18 Einbýlishús 501 fm 149
vatnsstígur 22 Fjölbýli 183 fm 145
garðatorg 2 Fjölbýli 187 fm 145
garðatorg 2B Fjölbýli 195 fm 145
laufásvegur 79 Einbýlishús 372 fm 142
✿ íbúðir til sölu á yfir 100 milljónir
visir.is Allur listinn er á Vísi.
Dómsmál Innanríkisráðuneytið
hafnaði tillögu nefndar um dóm-
arastörf þess efnis að heimild yrði
sett í dómstólalög um að haldin
yrði opinber skrá um eignarhluti
dómara í félögum og atvinnu-
fyrirtækjum. Þetta kemur fram í
svari ráðuneytisins við fyrirspurn
Fréttablaðsins. Nefndin sendi til-
löguna frá sér í apríl 2014 ásamt
tillögu um að haldin yrði opinber
skrá um aukastörf dómara. Sú til-
laga fór inn í frumvarp að nýjum
dómstólalögum sem Alþingi sam-
þykkti í júní.
Í svari ráðuneytisins segir að
þegar tekin sé afstaða til þess hvaða
upplýsingar um eignarhluti eru
birtar í skrá vegist á sjónarmið um
friðhelgi einkalífsins og almanna-
hagsmuni. Reglurnar hafa verið
óbreyttar síðan árið 2000. – hlh
Dómarar
höfðu betur
samfélag Mjög fágætur íslenskur
hundrað krónu seðill frá árinu
1919, sem metinn er á 3-4 milljónir
króna, verður boðinn upp á upp-
boði hjá þýsku uppboðsfyrirtæki í
næstu viku, ásamt rúmlega tuttugu
öðrum sjaldgæfum íslenskum seðl-
um. Einungis er vitað um sex eintök
af þessum seðli í einkaeign í heim-
inum en um er að ræða 100 krónu
seðil frá Íslandsbanka. Slíkir seðlar
voru aðeins í umferð hérlendis um
tuttugu ára skeið og höfðu mjög
hátt verðgildi, eða sem nemur 150
þúsund krónum á núvirði hver.
Samanlagt byrjunarverð seðl-
anna er tæplega tíu milljónir
króna. Þeir verða boðnir upp 20.
og 21. september næstkomandi hjá
virtu þýsku
u p p b o ð s -
fyrirtæki.
E i n k a r
fátítt er að
ja f n g o tt
ú r v a l a f
íslenskum
seðlum rati á uppboð. Á upp-
boðinu í Þýskalandi eru alls tuttugu
og tveir íslenskir seðlar, elsti þeirra
var gefinn út árið 1792 en sá yngsti
árið 1929. Af öðrum sjaldgæfum
íslenskum seðlum á uppboðinu má
nefna 50 króna seðil frá árinu 1925,
útgefinn af Ríkissjóði Íslands. Byrj-
unarverð á honum er sett 12 þúsund
evrur, eða rúmlega 1,5 milljónir
króna. - snæ
Íslenskir seðlar
boðnir upp
á milljónir
Seðlarnir 22 sem boðnir verða upp
kosta hið minnsta 10 milljónir.
1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
D
-6
0
F
4
1
A
9
D
-5
F
B
8
1
A
9
D
-5
E
7
C
1
A
9
D
-5
D
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K