Fréttablaðið - 17.09.2016, Page 4
Þarftu að ráða iðnaðarmann?
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Nautgriparækt
13,7 milljarðar á ári
Fjórir kraftar sem hafa áhrif á söluverð
1. Hömlur á stærðarHagkvæmni
Þak er á framlög til bænda í samningunum sem dregur úr
hvötum til að vera með stærri býli til að lækka framleiðslu-
kostnað. Fyrir vikið njóta neytendur ekki ávinnings stærðar-
hagkvæmni í vöruverði.
2. takmörkuð samkeppni
Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum sem
þýðir að kraftar samkeppni ná ekki að halda verði á mjólkur-
vörum niðri.
3. tollvernd
Háir tollar á kindakjöti og mjólk og öðrum vörum á borð við
svínakjöt og kjúklinga þýðir að erlent samkeppnisaðhald
hefur takmörkuð áhrif á innanlandsverð.
4. skattar
Það að veita 13,7 milljarða af skattfé til búvörusamninganna
þýðir hærri skattaálögur á almenning. Slíkt dregur úr kaup-
mætti skattgreiðenda.
Rammasamkomulagið gildir frá 1. jan. 2017 til 31. des. 2026. Áætlað heildarframlag úr ríkissjóði á samningstímanum eru 132,2 milljarðar kr.
✿ Greiðslur vegna búvörusamninga árið 2017
Rammasamningur
519 milljónir
Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins (RML)
60 milljónir
Kynbótaverkefni
369 milljónir
Jarðræktarstyrkir
128 milljónir
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins
92 milljónir
Þróunarfjármunir búgreina
35 milljónir
Lífræn framleiðsla
15 milljónir
Skógrækt
99 milljónir
Fjárfestingastyrkir í svínarækt
247 milljónir
Landgreiðslur
30 milljónir
Mat á gróðurauðlindum
128 milljónir
Styrkir til nýliðunar
15 milljónir
Geitfjárrækt
7 milljónir
Erfðanefnd landbúnaðarins
samtals
1,7 milljarðar
samtals
6,5 milljarðar
samtals
551 milljón
kjöt
til bænda
568 kr.
Vegið meðalverð
2015
488 kr./kg
Stuðningur
búvörusamninga
samtals: 1.056 kr.
söluverð
1.298 kr./kg
Verð í Bónus á
frosnu lambalæri
mjólk
til bænda
86,16 kr./l
Núverandi
framleiðsluverð
79 kr./l
Stuðningur
búvörusamninga
samtals: 165,16 kr.
söluverð
136 kr.
Verð á 1 lítra af
léttmjólk í Bónus
Dæmi um smásöluverð og greiðslu til bænda
paprika
til bænda
183 kr./kg
Stuðningur
búvörusamninga
söluverð
975 kr./kg
Verð í Bónus
agúrka
til bænda
54 kr./kg
Stuðningur
búvörusamninga
söluverð
477 kr./kg
Verð í Bónus
til bænda
99 kr./kg
Stuðningur
búvörusamninga
söluverð
419 kr./kg
Verð í Bónus
tómatar
Kostnaður í samhengi
fjárlaga 2016
Vaxtabætur 6,2 milljarðar
Fæðingarorlof 9,6 milljarðar
Barnabætur 10,8 milljarðar
Viðhald á vegum 5,8 milljarðar
Framkvæmdir 9,9 milljarðar
í vegagerð
Framlög til 8,3 milljarðar
heilsugæslu á
höfuðborgarsvæðinu
ásamt heimahjúkrun
samtals
4,9 milljarðar
Landbúnaður Alþingi samþykkti
umdeild lög í liðinni viku sem kveða
á um breytingar á lögum tengdum
búvörusamningunum við Bænda-
samtökin sem undirritaðir voru í
febrúar á þessu ári. Með breyting-
unum geta samningarnir tekið gildi,
en gildistími þeirra er til tíu ára, eða
frá 1. janúar 2017 til 31. desember
2026.
Ein af breytingunum sem þingið
gerði var að flýta endurskoðun
samninganna, en upphaflega átti
fyrsta endurskoðun þeirra að fara
fram 2019. Í staðinn voru sett inn
ákvæði um að ráðherra landbún-
aðarmála skipi samráðshóp sem hafi
það hlutverk að endurskoða búvöru-
samningana. Hópurinn skal skipað-
ur fyrir 18. október nk., en í honum
eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva,
atvinnulífsins, bænda, launþega og
neytenda. Hann á að ljúka störfum
fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði
sem skylda afurðastöðvar til að selja
öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði
sem er í samræmi við ákvörðun verð-
lagsnefndar búvara.
Önnur veigamikil breyting er að
kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkur-
framleiðslu verður lagt af. Í staðinn
verða teknar upp greiðslur út á
innvegna mjólk og gripagreiðslur
í mjólkurframleiðslu og álags-
greiðslur út frá gæðastýrðri fram-
leiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru
sett inn ákvæði sem skylda ráðherra
til að skipa áheyrnarfulltrúa minni
vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlags-
nefnd búvara. Þá eru framlög vegna
nýsköpunar í landbúnaði aukin.
Búvörusamningarnir eru fjórir
talsins, þ.e. rammasamningur um
almenn starfsskilyrði í landbúnaði
og þrír samningar um sauðfjárrækt,
nautgriparækt og garðyrkju. Megin-
markmið þeirra er að auka verð-
mætasköpun í sveitum landsins og
nýta sem best tækifærin sem þar
bjóðast til að stuðla að framförum
og aukinni hagkvæmni í búvöru-
framleiðslu og vinnslu og sölu
búvara til hagsbóta fyrir fram-
leiðendur og neytendur.
Ko st n a ð u r r í k i ss j ó ð s
fyrsta ár samninganna er
áætlaður um 13,7 milljarðar
króna. Áformað er að upphæð-
irnar fari lækkandi út samnings-
tímann, en gert er ráð fyrir að þær
verði 12,6 milljarðar árið 2026.
Samkvæmt samningunum munu
132,2 milljarðar greiðast úr ríkis-
sjóði á samningstímanum vegna
þeirra. Þó skal tekið fram að upp-
hæðirnar gætu breyst sökum verð-
lagsbreytinga.
hlh@frettabladid.is
Yfir 100 milljarða búvörusamningar
Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í
samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun samninganna hefst í október.
Sauðfé
1,9 milljarðar
Greiðslur út á greiðslumark
2,6 milljarðar
Greiðslur út á
innvegna mjólk
1,1 milljarður
Gripagreiðslur vegna
mjólkurkúa
141 milljón
Gripagreiðslur vegna
holdakúa
99 milljónir
Greiðslur vegna
framleiðslujafnvægis
197 milljónir
Kynbótastarf
193 milljónir
Fjárfestingastuðningur vegna
viðhalds og nýframkvæmda
173 milljónir
Stuðningur við nautakjöts-
framleiðslu
2,5 milljarðar
Beingreiðslur v/greiðslumarks
1,7 milljarðar
Álagsgreiðslur vegna gæða-
stýringar
446 milljónir
Ullarnýting
99 milljónir
Svæðisbundinn stuðningur
148 milljónir
Aukið virði afurða
20 milljónir
Eftirstöðvar eldri samnings
Til samanburðar var efirfarandi upp-
hæðum ráðstafað úr ríkissjóði skv.
fjárlögum fyrir 2016.
Garðyrkja
grafík/birgitta
274 milljónir
Beingreiðslur vegna
papriku, tómata og gúrku
278 milljónir
Niðurgreiðsla á raforku
1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L a u G a r d a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
D
-7
4
B
4
1
A
9
D
-7
3
7
8
1
A
9
D
-7
2
3
C
1
A
9
D
-7
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K