Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2016, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.09.2016, Qupperneq 26
MÁLSTOFA UM HEILAHEILSU Árlega er alþjóðlega Alzheimersdagsins hinn 21. september minnst um heim allan. Alzheimersamtökin munu í tilefni dagsins standa fyrir málstofu á Reykjavík Natura, (gamla Hótel Loftleiðir) miðvikudaginn 21. september 2016 kl. 17-19 undir heitinu Heilaheilsa. Dagskrá: • Hreyfing og heilaheilsa Janus Guðlaugsson PhD, lektor við Íþrótta- og heilsubraut HÍ • Tengsl milli svefns og heilabilunar Guðlaug Þórsdóttir öldrunarlæknir • Oooooog....brosa! Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli • Það er eins og það lifni eitthvað inní mér Magnea Tómasdóttir, söngkona og tónlistarkennari • Ný heimasíða kynnt Sirry Sif Sigurlaugardóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna Umræður og fyrirlesarar munu svara fyrirspurnum. Málstofustjóri verður Vigdís Hauksdóttir, aþingismaður Allir velkomnir, aðgangur ókeypis þá allt í einu nýr stjórnmálamað­ ur innan úr Katrínu sem virtist vera algjör sérfræðingur í stálgrindar­ fjósum. Til að toppa sérfræðinginn í stálgrindarfjósum komu tveir eldri karlar út úr gamalli rútu sem var á hlaðinu, annar með nikku og hinn með neftóbak. Þeir sungu hátt og mikið „Kátir voru karlar“. Þetta er líklega svona „you had to be there“ saga, skilar sér illa á prenti. En mér varð hugsað til Friðriks Þórs í smá­ stund,“ segir Lísa. Föt í stíl við málefnin Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðar­ maður Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra, segir óvenjuleg­ ustu verkefnin jafnan þau skemmti­ legustu. „Sigrún á föt fyrir öll tæki­ færi, t.d. kjól sem táknar skipulag og hún klæddist þegar hún flutti tillögu um landskipulagsstefnu á Alþingi. Mér fannst t.d. mjög skemmtilegt að velja sérstakt dress sem minnir á landgræðslu og loftslagsmál, með ráðherra, það var sérstök pæling á bak við það,“ segir Ingveldur. Sunna Gunnars Marteins­ dóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð­ herra, minnist þess helst þegar hún þurfti að spjalla um hreindýrarækt heila kvöldstund í Tromsø í Noregi við ræktanda sem  hafði áhuga á Vestfjörðum í því tilliti. „Var nokkuð heppin að hafa unnið í kring um hreindýr í Fjölskyldu­ og húsdýra­ garðinum á menntaskólaárunum sem auðveldaði málið,“ segir Sunna. Engir tveir dagar eins Enginn dagur er dæmigerður að sögn Sunnu. „Því alltaf eru nýjar áskoranir. Ég mæti yfirleitt fremur úfin eftir morgunverkin heima fyrir, ég á dóttur sem var að byrja fyrsta skólaárið sitt og er að venjast nýrri rútínu. Hleyp stundum beint á fund eða fer yfir fjölmiðlana með GBS fyrir daginn yfir kaffibolla, ef þingstörfin kalla á það þá undirbý ég pappíra t.d. fyrir óundirbúnar fyrirspurnir sem eru óútreiknan­ legar en stundum er ég heppin og hitti á það sem spurt er um,“ segir Sunna sem fer svo yfir minnis­ blöð og setur inn athugasemdir til ráðherra ef einhverjar eru. „Svo er hlaupið um að afla upplýsinga eða setið á fundum fram að hádegi um ólíklegustu vandamál eða lausnir. Stundum koma inn óskir um við­ töl við ráðherra um málefni og þá er reynt að undirbúa það faglega fyrir hann. Svo eru það símtöl við kjós­ endur, en fólk á það til að leita til okkar með mjög fjölbreytt mál eða leita ráða. Dagarnir geta verið langir en kl. 18 hættir síminn að hringja og ráðuneytið tæmist og þá gefst tími fyrir tölvupóstana og önnur skrif áður en haldið er heim,“ segir hún. Erfiðustu verkefnin Erfið verkefni lenda á herðum aðstoðarmanna. Sum þeirra erfið vegna þess að þau eru vandræða­ leg eða flókin. Og önnur vegna þess að þau varða neyð fólks sem leitar aðstoðar ráðherra og þingmanna. „Erfiðast, eða vandræðalegast kannski, hingað til var að fara með henni í búðir að reyna að fá hana til að klæðast einhverjum blússum fyrir verkefni sem við vorum í. Þar var ég algjörlega komin út fyrir endimörk getu minnar sem aðstoðarmaður,“ segir Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar. „Að hjálpa til við að móta ákvarð­ anir sem varða lífsafkomu fólks. Ekk­ ert veldur manni meiri streitu,“ segir Sunna, aðstoðarmaður Gunnars. „Það koma oft upp erfið verkefni og aðstæður en Katrín er mögulega besti yfirmaður norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað og í góðu teymi leysast öll verkefni,“ segir Lísa, aðstoðarmaður Katrínar. „Erfiðasti tíminn í þessari vinnu var tvímælalaust þegar verkföll heilbrigðisstarfsfólks stóðu yfir. Það gekk mjög nærri okkur öllum og var reynsla sem ég myndi seint vilja endurupplifa,“ segir Inga, aðstoðar­ maður Kristjáns. „Það erfiðasta hefur mér alltaf fundist þegar fólk leitar til manns með mjög erfið raunveruleg vanda­ mál sem það vonast til að fá úrlausn á, en ég hef ekki tök á að gera neitt til að hjálpa fólki. Það er langversta tilfinningin í þessu starfi,“ segir Jóhannes Þór, aðstoðarmaður Sig­ mundar.  „Það mál sem hefur verið rauði þráðurinn í gegn um þetta kjörtíma­ bil er klárlega Ramminn. Það eru vandfundin jafn tilfinningaþrungin mál sem allir virðast hafa einhverja skoðun á, en áskorunin var að leyfa ferlinu og lögunum að hafa sinn gang,“ segir Ingveldur, aðstoðar­ maður Sigrúnar. Sérfræðingar af ýmsu tagi En hvaða eiginleika þarf til að sinna starfinu? Aðstoðarmennirnir búa yfir margvíslegri sérfræðikunnáttu. Í þeirra hópi er að finna kennara, fyrr­ verandi blaðamenn, almannatengla, lögfræðinga og sérfræðinga í ýmsum þjóðmálum. „Ég er lærður sagnfræðingur, og einhver sagði að til að skapa söguna þyrfti fólk að þekkja söguna,“ segir Jóhannes Þór sem starfaði líka sem kennari í áratug. „Það eru ótrúlega margar mikilvægar lífslexíur sem ég lærði í því starfi og hef tekið með mér í pólitíkina,“ segir hann. Ingvar Pétur, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar, hefur fjöl­ breyttan bakgrunn. Hann var við­ loðandi sveitarstjórnarpólitík í 12 ár og hefur starfað með Sjálf­ stæðisflokknum í 20 ár.  Þá hefur hann mikla reynslu af skrifum og kynningarstörfum. „Ég starfaði fyrir Landsvirkjun um árabil við almannatengsl og kynningarstörf og þekki orkumálin vel. Síðan var ég starfandi blaðamaður áður en ég hóf störf sem aðstoðarmaður ráðherra og þar kynntist maður samfélaginu enn betur og lærði að tileinka sér vinnubrögð sem nýtast vel í þessu starfi – ekki síst að greina kjarnann frá hisminu. Öll þessi reynsla hefur komið mér afar vel og nýtist mér á hverjum einasta degi.“ Unnsteinn, aðstoðarmaður Ótt­ ars, er menntaður í skapandi verk­ efnastjórnun og leiðtoga­ og frum­ kvöðlafræði  frá danska skólanum KaosPilot. Þá hefur hann unnið mikið í sjálfboðavinnu. Hann hefur brennandi áhuga á stjórnmálum. „Í mér hefur alltaf blundað pólitíkus og þegar ég var að fermast ætlaði ég inn á þing. Ég er týpan sem kom heim eftir skóla, hitaði mér örbylgjupítsu og í stað þess að læra heima stillti ég á Alþingisrásina,“ segir hann. Inga, aðstoðarmaður Kristjáns, hefur einnig unnið í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði á skrifstof­ unni og síðast sem framkvæmda­ stjóri þingflokksins. „Ég þekki því Alþingi og starfið í flokknum mjög vel. Ráðherra hefur aðgang að mik­ illi þekkingu í ráðuneytinu í þeim reynslumiklu sérfræðingum sem þar starfa, þannig að aðstoðarmaðurinn þarf ekki endilega að vera enn einn slíkur. Hann er hins vegar í mörgum tilfellum framlenging á ráðherra eða milliliður við þá sem eiga erindi við hann eða hann vill eiga við orð. Þá reynir á samskiptahæfni og hæfi­ leikann til að fylgja eftir málum,“ segir hún. Lísa Kristjánsdóttir segir sína sér­ þekkingu liggja í verkefnastjórnun. „Ég hef verið í kosningastjórn fyrir VG í nokkrum kosningum og hér áður var ég aðstoðarleikstjóri í kvik­ myndum og þetta er ekki ósvipað,“ segir hún. Kristín, lögfræðilegur aðstoðar­ maður Ólafar, hefur mikla sérhæf­ ingu á sviði lögfræði. „Ég hef fjöl­ breytta reynslu á sviði lögfræði og stjórnsýslu sem ég tel að nýtist vel við stefnumörkun og úrlausn þeirra margvíslegu viðfangsefna sem koma á borð ráðherra,“ segir hún. Þórdís segir Ólöfu ekki hafa þekkt sig áður en hún réð hana til starfa og nú stefnir hún sjálf á pólitískan frama. „Ólöf tók ákvörðun um að ráða mig sem aðstoðarmann, unga konu með mikinn áhuga á stjórn­ málum, menntun sem nýtist í starfi og einhverja mannkosti sem hún hafði heyrt að ég hefði. Við þekkt­ umst ekkert þegar hún réð mig. Ég er lögfræðingur með sérstaka áherslu á stjórnskipunarrétti, skrifaði meist­ araritgerðina um vandaða lagasetn­ ingu og hef kennt stjórnskipunarrétt við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem stundakennari frá árinu 2013. Starfið snýst hins vegar mikið um að koma málum áfram og vera í sam­ skiptum við alls konar fólk, sam­ skiptahæfni og að halda boltum á lofti er því ákveðin sérfræðikunn­ átta líka.“ Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar, starfaði áður sem blaðamaður. „Sér­ þekking mín er á sviði íslenskra og alþjóðastjórnmála og félagsvísinda en svo hef ég sérstakan áhuga á heil­ brigðismálum og jafnréttismálum. En oft er þetta ekki ólíkt starf og blaðamennska, þannig að maður þarf að vita eitthvað smávegis um allt og geta reddað sér,“ segir hún. Sunna, aðstoðarmaður Gunnars, er menntaður almannatengill. „Ég er ung femínísk kona og hef starfað með Framsóknarflokknum síðan 2009. Ég þekki hvernig Alþingi virk­ ar frá fyrri störfum og fólkið sem við störfum með í kjördæminu en einn­ ig þá stefnu sem við vinnum með bæði í ríkisstjórn og innan flokksins sem ég hef tekið þátt í að móta. Þá er atriði sem Gunnari Braga finnst mjög mikilvægt, að ég þori að vera ósammála honum og segja það beint við hann,“ segir hún. Svanhildur segir marga eiginleika einkenna góðan aðstoðarmann. „Mér finnst alltaf svolítið asnalegt að tíunda eigið ágæti, og það sem gerir mann að góðum aðstoðarmanni er samtala mjög margra hluta. Á feril­ skránni minni er lögfræðimenntun og áralöng reynsla af fjölmiðlum og svo á ég gott með alla textavinnu sem er mikil þörf á í þessu starfi þar sem endalaust þarf að vera að skrifa ræður.“ Ef óvEnjulEgt Er Eitthvað sEm Ekki gErist á hvErjum dEgi, þá má t.d. nEfna hluti Eins og að skipulEggja northErn futurE forum og sitja inni í fundarhErbErgi mEð forsætisráðhErra brEtlands að byggja lEgo-Endur. Jóhannes Þ. Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mér fannst t.d. mjög skEmmtilEgt að vElja sérstakt drEss sEm minnir á landgræðslu og loftslagsmál, mEð ráðhErra, það var sérstök pæling á bak við það. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra staðreyndir um aðstoðarmenn ráðherra 12 ár er lengsti starfstími aðstoðarmanns, en ármann kr. ólafsson starfaði fyrir þrjá ráðherra í fimm ráðuneytum. 3 af 10 ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru fyrrverandi aðstoðarmenn. Heimildir: Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra? Fræðigrein eftir Gest Pál Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðing, og Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla Íslands. FlEStir aðStoðarmEnn Þeir ráðherrar sem hafa verið með flesta aðstoðarmenn og ráðgjafa eru Davíð oddsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir. raGnhEiður Elín ÁrnaDóttir starfaði sem aðstoðarmaður í 9 ár. Styst starfaði  BJörn DaGBJartSSon eða í 115 daga 1979-1980. EnGinn aðStoðarmaður Frá 1991 hefur það aðeins gerst einu sinni að ráðherra hafi ekki ráðið sér aðstoðar- mann. Það var Kol- brún halldórsdóttir sem var ráðherra árið 2009 í nokkra mánuði. Tvenn hjón hafa verið aðstoðarmenn ráð- herra. Jón Þór Sturluson og anna Sigrún Baldursdóttur, Geir haarde og inga Jóna Þórðardóttir. Sonur Ingu Jónu starfaði sem aðstoðarmaður, Borgar Þór Einarsson. mESta umFJöllunin Sá aðstoðarmaður sem mest hefur verið fjallað um er aðstoðarmaður hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísli Freyr Valdórs- son, sem hætti vegna leka á upplýsingum um hælisleitanda. DæmiGErður aðStoðarmaður rÁðhErra Háskólamenntaður karl í kringum 36 ára aldurinn. Kynjahlutföllin hafa verið að lagast, sér í lagi með þessari ríkisstjórn og síðustu. Fjölmiðlafólk hefur orðið algengara á síðustu árum. FarSælir Margir fyrrverandi aðstoðarmenn hafa fengið framgang í atvinnulífinu. Til að mynda ari Edwald, Ásdís halla Bragadóttir og orri hauksson, forstjóri Símans. Bræðurnir Páll og Árni magnússynir hafa báðir starfað sem aðstoðarmenn. ↣ 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 D -A 1 2 4 1 A 9 D -9 F E 8 1 A 9 D -9 E A C 1 A 9 D -9 D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.