Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 32

Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 32
Áhugi minn á útivist kviknaði þegar ég var í sveit í Trékyllis-vík á Ströndum sem er að mínu mati ein fallegasta náttúru- paradís Íslands. Mér fannst eitt- hvað framandi við fjallgöngufólkið sem kom á sumrin til að takast á við fjöllin í sveitinni. Ég sá þetta draum- kennt fyrir mér og dreymdi um að gera slíkt hið sama. Það sem situr samt mest í minningunni eru þó fjöruferðirnar, þar gat ég eytt heilu dögunum og spáð í náttúruna, tínt skeljar og pælt í fuglunum. Þessi áhugi hefur svo fylgt mér alla tíð,“ segir Pálína Ósk Hraundal, spurð hvaðan áhugi hennar á útivist komi. Pálína Ósk er menntaður ferða- málafræðingur og búsett í Ósló ásamt manni sínum, dóttur og hvolpnum Millý. Fjölskyldan eyðir markvisst miklum tíma í útiveru og notar alls konar ólíkar aðferðir til þess að upplifa náttúruna saman. „Við erum sannfærð um að úti- vera bætir og kætir, því reynum við að flétta útivist inn í dagsdaglegt líf okkar með alls konar skemmti- legum hugmyndum. Gönguferðir og útieldun eru í miklu uppáhaldi,“ segir hún og bætir við að fátt sé skemmtilegra en að ganga inn í dali og upp á fjöll og góður prímus eyði- leggi aldrei upplifunina. Óhætt er að segja að útivist er töluvert aðgengilegri í dag en hér áður fyrr, en það getur verið krefj- andi að byrja að stunda markvissa útivist. „Ef þú áttir erfitt með að komast í skátastarf eða björgunarsveit þá var frekar erfitt að finna stað til að byrja hér áður fyrr. Í dag er það þó breytt og tel ég marga aðila vera að vinna gott starf til að auðvelda krökkum og unglingum að komast af stað. Hægt er að fara í siglingaklúbba, nýliðaprógrammið hjá björgunar- sveitunum og Ferðafélag unga fólks- ins svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. Uppskrift fyrir útistund „Ef við fjölskyldan ætlum að gera okkur glaðan dag þá tökum við gjarnan pönnukökudeig með í flösku og steikjum okkur nokkrar pönnsur úti yfir prímus. Það er létt og auðvelt að ferðast með þetta í bakpokanum og lítil fyrirhöfn, Pönnukökurnar eru frábærar, t.d. á sunnudögum þegar við getum sest niður í ró og næði og notið þess að gera vel við okkur. Allir elska pönnsurnar og þær bragðast enn þá betur úti. Nú þegar berjatíðin er í fullum gangi er fátt sem toppar það að taka með sér prímus og pönnukökudeig og setjast niður í berjapásunni og njóta þess að fá sér pönnukökur með ferskum berjum. Í okkar huga er þetta toppurinn.“ Útistundir og ævintýri í faðmi fjölskyldunnar Pálína Ósk Hraundal ferðamálafræðingur nýtur útivistar og gönguferðir og útieldun eru sérstaklega í uppáhaldi. Skemmtilegt er að elda úti, þar sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í eldamennskunni. Myndir/Pálína Margt sniðugt er hægt að gera sér til skemmtunar, og um að gera að leyfa hug- myndafluginu að ráða ferðinni. Matur eldaður úti undir beru lofti bragðast einfaldlega betur. Pálína Ósk Hraundal ferðamálafræð- ingur segir útivist með fjölskyldunni vera holla og góða skemmtun fyrir alla. Fjölskyldan nýtur þess að vera úti og finnst fátt skemmtilegra en að njóta samveru- stunda í náttúrunni. Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is Skemmtileg haustævintýri nálægt Reykjavík l Hvaleyrarvatn l Úlfarsfell l Haustferð á Þingvelli Búum til útistundir og ævintýri Fréttablaðið fékk Pálínu Ósk til að setja fram hugmyndir fyrir úti­ stundir og ævintýri sem hægt er að skipuleggja með fjölskyldunni á fallegum haustdögum 1. Mikilvægt er að öll fjölskyldan sé með í undirbúningnum. 2. Pakkið tímanlega niður fyrir ævintýrin og leyfið börnunum að taka þátt í undirbúningnum. Ef við erum vel undirbúin og búin að pakka niður í tíma þá hættum við síður við ævintýrin og útistundirnar. 3. Ekki vera hrædd við að setja markmiðin hátt. Vinnið saman að þeim og njótið þeirra. Það er allt í lagi þó svo það taki tíma. Aðal­ atriðið er að njóta samverunnar. 4. Hugsið út í það þegar farið er í útistund eða hversdagsævintýri að pakka létt en ekki spara hugguleg­ heitin. Ef maður vill taka uppá­ haldsbangsann sinn með í ferðina eða önnur leikföng, þá tökum við það endilega með og búum til minningar saman. Einnig getur einn súkkulaðimoli gert kraftaverk fyrir stemninguna. 5. Fáið endilega aðrar fjölskyldur með ykkur í ævintýrastundina og notið tækifærið og hittist úti með börnin. Ekki verra að leika sér í stærsta herbergi veraldar, nátt­ úrunni sjálfri, þar sem enginn þarf að stressa sig yfir því þótt eitthvað hellist niður eða að kexið fari í sófa­ settið. Það fylgir því ákveðið frelsi að vera úti! 6. Veljum ævintýri sem hentar öllum, ekki bara börnunum. Full­ orðnir verða líka að njóta ef við ætlum að hafa útilíf sem lífsstíl. 7. Munið að þetta þarf ekki að vera svo flókið! Aðalatriðið er að skella sér út saman og aðeins 30 mínútur á dag gera kraftaverk fyrir andlega og líkamlega heilsu allra í fjöl­ skyldunni. Við erum sannfærð um að útiVera bætir og kætir, þVí reynum Við að flétta útiVist inn í dagsdaglegt líf okkar með alls konar skemmtilegum Hug- myndum. 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð útivist 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 D -6 5 E 4 1 A 9 D -6 4 A 8 1 A 9 D -6 3 6 C 1 A 9 D -6 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.