Fréttablaðið - 17.09.2016, Síða 34
Sigurborg segir að dagskráin verði
mjög fjölbreytt. „Það má segja að
hún samanstandi af afmælisgjöf-
um til okkar sem við gefum svo
áfram til vina og velunnara skól-
ans. Stærsta gjöfin er fyrirlestra-
dagskrá sem stendur alla vikuna.
Við höfum fengið mjög fjölbreyttan
hóp af fyrrverandi nemendum sem
koma og segja núverandi nemend-
um og þeim sem vilja koma frá því
sem þeir hafa verið að gera, störf-
um sínum og fræðum. Við köllum
fyrirlestraröðina „Aftur til framtíð-
ar“ af því að fyrrverandi nemend-
ur koma úr fortíðinni til framtíðar-
innar og gefa aftur af sínum fróð-
leik inn í skólann sinn.“
Fyrirlestrarnir verða klukkan
11.15, 12.00 og 12. 30 og alltaf fleiri
en einn í gangi í einu. Aðgangur að
fyrirlestrunum er ókeypis og allir
eru velkomnir. Nánari dagskrá má
sjá á www. mh.is.
Fjölbreytt dagskrá
En fleira er á dagskrá í þessari af-
mælisviku. „Við höfum alltaf út-
skrifað mikið af leikurum og leik-
listarkennarar núverandi og fyrr-
verandi standa fyrir dagskrá á
miðvikudagskvöldið sem kall-
ast Leiktu þér betur! þar sem nú-
verandi og fyrrverandi nemendur
keppa í Leikhússporti, spunahóp-
ur tekur yfir salinn og rifjuð verða
upp atriði úr leiklistarsögu skólans.
Á fimmtudagskvöldið koma
Hamraskáldin til okkar, óskaplega
mikið af flottum rithöfundum
sem við höfum haft í skólanum,
og ætla að lesa úr verkum sínum
og kannski rifja upp gamla tíma
í MH. Á föstudeginum verða svo
hádegistónleikar á Miklagarði
þar sem tónlistarmenn safnast að
gamla flyglinum okkar sem er jafn
gamall skólanum og syngja og leika
á ýmis hljóðfæri.“
Opið hús
Laugardagurinn 24, september er
svo hinn eiginlegi afmælisdag-
ur. „Þá eru fimmtíu ár síðan skól-
inn var fyrst settur, á laugardegi,
í stærstu skólastofunni en sú skóla-
bygging sem við þekkjum í dag var
ekki tilbúin,“ segir Sigurborg og
bætir við: „Þá byrjum við á opnu
húsi milli tvö og fjögur þar sem
verða opnar kennslustofur, leið-
sögn um skólann, dans- , tónlistar-
og leikatriði hefjast þegar minnst
varir. Sögu skólans verða gerð
skil með sýningum á bókasafni, á
göngum og í stofum og gagnvirk
myndlistarsýning verður í gangi.
Klukkan fjögur hefst afmælisdag-
skrá á hátíðarsal skólans þar sem
meðal annars verður farið yfir
skrautlega byggingarsögu hans
og þar kemur Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð fram sem er eitt af
því sem við erum hvað stoltust af
og hefur borið hróður skólans um
allan heim.
Á laugardagskvöldið verða svo
tónleikar þar sem við fáum enn
fleiri gjafir þegar hluti þeirra fjöl-
mörgu MH-inga sem hafa getið sér
gott orð um víðan völl stillir saman
strengi. Afmælisvikunni lýkur
svo á sunnudaginn eftir viku með
skákmóti í minningu fyrsta rekt-
ors skólans, Guðmundar Arnlaugs-
sonar.“
Að lokum er Sigurborg spurð
hver hún telji að sé sérstaða
Menntaskólans við Hamrahlíð.
„Þetta er skólinn sem þróaði
áfangakerfið og við höfum lagt
áherslu á að nemendur beri ábyrgð
á sínu námi og fái að velja sem
mest. Okkur finnst mjög áríðandi
að halda skólabragnum þannig að
allir geti verið eins og þeir vilja.“
Mh Fagnar 50 ára aFMæli
Menntaskólinn við Hamrahlíð fagnar fimmtugsafmæli sínu um þessar mundir. Sigurborg Matthíasdóttir er konrektor
skólans og segir hér frá afmælishátíðahöldunum sem hefjast á mánudaginn og standa í heila viku.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Menntaskólinn við Hamrahlíð á sér ýmsar hefðir. Hér situr Sigurborg á Matgarði þar sem nemendahópar
helga sér borð og hafast við þegar þeir eru ekki í tímum. MYND/GVA
Sigurborg tekur þátt í busavígslu á Miklagarði 1988. MYND/VICTOR HELGASON
Nemendur MH á sólskinsdegi í vor. MYND/KENT LÁRUS BJÖRNSSON
Námsaðstaða nemenda á Miðgarði. Hér má sjá Miðgarðsorminn hlykkjast milli
súlna en nemendur hafa prjónað orminn síðan 1991. MYND/KENT LÁRUS BJÖRNSSON
1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
1
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
D
-A
F
F
4
1
A
9
D
-A
E
B
8
1
A
9
D
-A
D
7
C
1
A
9
D
-A
C
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K