Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 100
Ráðstefna í HR 20. september STJÓRNUN NÝSKÖPUNAR INNAN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA FYRIRLESARAR: · Dr. Marc J. Epstein, prófessor við Rice University í Bandaríkjunum heldur inngangserindi á ráðstefnunni. Dr. Epstein hefur skrifað fjölda bóka og greina um nýsköpun skipulagsheilda, þ.á.m. bókina Making Innovation Work, ásamt því að sinna ráðgjöf fyrir nokkur af áhrifamestu fyrirtækjum heims s.s. Apple og Google. · Dr. Páll M. Ríkharðsson, prófessor og forseti viðskiptadeildar HR · Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Business Manager, Inside Sales hjá Marel · Már Másson, forstöðumaður dreifileiða og nýsköpunar hjá Íslandsbanka · Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðssviðs og viðskiptaþróunar hjá Icelandair · Sigurður Helgason, skrifstofustjóri hjá fjármálaráðuneytinu · Hallur Þór Sigurðarson, aðjúnkt í nýsköpunarfræðum við HR Aðgangseyrir: 29.000 kr. | Dagskrá ráðstefnunnar og skráning: www.ru.is/opnihaskolinn Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Opni háskólinn í HR, í samstarfi við Icelandic Startups, bjóða til ráðstefnu um nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana þriðjudaginn 20. september 2016, kl. 8:00 - 12:30. Menntaskóladrengurinn Brynjar Steinn, betur þekktur sem binniglee, heldur úti vinsælum Snapchat- aðgangi sem hefur laðað að sér næstum 14.000 aðdáendur. Það sem heillar mest við Brynjar er einlægni hans og hversu opinskár hann er um líf sitt. Hann leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með sér reyna fyrir sér í förðun og hefur vakið mikla athygli fyrir það. Vinsældir hans hafa vaxið hratt en hann gerði aðganginn opin- beran í apríl á þessu ári. „Frá því að ég byrjaði með aðganginn í apríl þangað til í maí var ég kominn með 5.000 fylgjendur. Það var ótrúlega gaman og mér leið þvílíkt vel. Ég hélt að enginn mundi nenna að horfa á þetta en markmið mitt var að fá 1.000 fylgjendur. Fyrst fann ég fyrir smá pressu á mér að vera alltaf með gott „story“ en svo hætti ég að pæla í því og hef bara verið ég sjálfur. Það skiptir ekki máli hvort það eru 40 manns eða 14.000 manns að fylgjast með mér.“ Brynjar fær mikið sent af snyrti- vörum enda hefur hann mikinn áhuga á förðun og er með marga fylgjendur sem finnst gaman að fylgjast með því sem hann gerir. „Ég byrjaði að mála mig í fyrsta skipti í apríl en þá fékk ég mikið af vörum til að prófa. Ég fékk samt áhugann fyrir þessu í fyrra en þá var ég ekki kominn út úr skápnum. Ég kom loksins út úr skápnum þann 24.  desember í fyrra og þá gat ég loksins byrjað.“ Hann hefur verið duglegur að Líður vel að hjálpa öðrum Binniglee heldur úti einum vinsælasta Snapchat-aðgangi landsins en hann er kom- inn með tæpa 14.000 fylgjendur. Hann er einlægur, opinskár og góð fyrirmynd fyrir þá sem eiga erfitt með að koma út úr skelinni. Grime-listamaðurinn Skepta hlaut Mercury-verðlaunin á fimmtudaginn og sló þar með út meðal annars David Bowie, Radiohead og The 1975. Skepta hlaut verðlaunin fyrir plötuna sína Konnichiwa og er það í annað sinn sem grime-tónlistar- maður fær þessi eftirsóttu verðlaun. Árið 2003 fékk Dizzee Rascal verð- launin fyrir plötuna sína Boy in da Corner. Grime hefur verið að rísa í vin- sældum en þessi tónlistarstefna varð til í austurhluta London fyrir aðeins um áratug. Það að grime- plata hljóti Mercury-verðlaunin er afar táknrænt fyrir þennan upp- gang tónlistarstefnunnar sem má nú heyra á stærstu útvarpsstöðvum Bretlands sem og annars staðar í heiminum. Skepta þakkaði meðal annars inter netinu í sigurræðu sinni og talaði um áhrif þess við að koma óþekktum en hæfileikaríkum tón- listarmönnum á framfæri. Jarvis Cocker afhenti Skepta verðlaunin og sagði við það tækifæri að ef David heitinn Bowie væri að fylgjast með athöfninni að ofan væri hann alveg áreiðanlega sammála því að verðlaunin ættu að ganga til Skepta, enda var David Bowie alla sína tíð mikill tónlistaraðdáandi og áhuga- samur um allt nýtt í heimi tónlistar. Ásamt því að taka við verðlauna- grip fékk Skepta 25.000 pund í sinn hlut eða sem nemur um 4 millj- ónum króna. Ekki slæmt það. – sþh Skepta hlýtur Mercury-verðlaunin Brynjar er duglegur að sýna fylgjendum sínum förðunar- vörurnar sínar og hendir reglulega í förðunarmyndbönd á Snapchat. FréttaBlaðið/anton Skepta með Mercury-verðlaunin eftirsóttu. segja fólki frá upplifunum sínum og er óhræddur við að farða sig áður en hann fer út. „Ég hef fengið skila- boð frá fólki sem sagði að ég hafi hjálpað því að koma út úr skápnum. Svo eru líka strákar sem hafa sent mér að þeir hafi byrjað að þora að mála sig út af mér. Mér líður svo vel að heyra það og það sýnir bara að það er betra að vera maður sjálfur í staðinn fyrir að vera alltaf að þykjast. Ég hlusta ekki á neikvæðu raddirnar því ég veit að það eru fleiri sem standa með mér heldur en eru á móti mér.“ Brynjar leyfir fylgjendum sínum reglulega að fylgjast með sér setja á sig förðun og þar notar hann ýmsar skemmtilegar vörur sem hann hefur eignast á seinustu mánuðum. „Ég elska make up og mundi helst vilja vinna við þetta. Mér finnst ég þurfi að læra meira en ég er enn þá bara byrjandi. Uppáhaldsförðunarvör- urnar mínar eru bökunarvörur en þær gefa á húðinni betri áferð áður en ég hefst handa. Vinkonur mínar koma oft í heimsókn og við prófum okkur áfram.“ Þrátt fyrir að Brynjar sé orðinn þekkt nafn hjá ungu kynslóðinni og eigi sér marga aðdáendur reynir hann alltaf að svara öllum sem senda honum skilaboð og fylgist vel með öðrum Snapchat-notendum. „Ég fæ mjög mikið af skilaboðum sem er ótrúlega gaman en stundum er það svo mikið að ég næ ekki allt- af að svara öllum, en ég reyni mitt besta. Það er til svo ótrúlega mikið af skemmtilegum snöppurum en ef ég þyrfti að nefna þrjá þá eru það notendurnir hinseginleik- inn, sigrun sigurpals og gsortveit- makeup.“ – gj 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r60 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 D -8 3 8 4 1 A 9 D -8 2 4 8 1 A 9 D -8 1 0 C 1 A 9 D -7 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.