Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 2
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Verð frá 60.900 kr.
Á mann m.v. 4 í íbúð með
1 svefnherbergi á Gerona Mare.
Verð frá: 89.900 kr. á mann m.v. 2 í íbúð.
2 fyrir 1 á flugsætum í pakka.
Krít
8. sept.
11 nætur
Ljósin kveikt
Þessir harðduglegu menn unnu að því að setja saman sviðið fyrir tónleika kanadíska söngvarans Justins Bieber. Tvennir tónleikar verða haldnir í
Kórnum í Kópavogi þann 8. og 9. september og marka þeir upphaf Evrópuhluta tónleikaferðalags Biebers. Fréttablaðið/anton brink
Stjórnmál Vaxandi þrýstingur er
á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætis-
ráðherra og varaformann Fram-
sóknarflokksins, að bjóða sig fram
til formanns á flokksþingi sem
fara mun fram fyrir kosningarnar
29. október.
Heimildarmaður úr Framsóknar-
flokknum sem Fréttablaðið talaði
við segist skynja vaxandi þrýsting á
Sigurð Inga úr flokknum, enda talar
Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en
hann hefði áður gert. Heimildar-
maðurinn sagði að Eygló Harðar-
dóttir, ritari flokksins, myndi að
öllum líkindum styðja Sigurð Inga
gegn Sigmundi ef hann byði sig
fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum
blaðsins þegar reynt var að hafa
samband við hana.
Á Fundi fólksins, sem fram fór í
gær, var Sigurður Ingi spurður út
í mögulegt formannsframboð á
komandi flokksþingi. Hann sagðist
aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég
hef sagt að ég muni ekki bjóða mig
fram gegn sitjandi formanni en ég
sagði það jafnframt að ég hef tekið
að mér öll þau verkefni sem flokkur-
inn hefur falið mér.“
Sigurður Ingi vildi ekki svara
spurningum blaðamanns um það
hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn
um að hætta við formannsframboð.
„Okkar flokkur hefur þær aðferðir
að við erum ekki að skylmast í fjöl-
miðlum. Í sumum flokkum hafa
menn gengið svolítið langt í því
að ráðast á forystu flokksins. Það
gerum við ekki í Framsóknarflokkn-
um. Við bara fjöllum um þetta á
okkar vettvangi og það munum við
gera,“ sagði Sigurður Ingi.
Höskuldur Þórhallsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins í Norðaust-
urkjördæmi, ritaði flokksmönnum
bréf í vikunni þar sem hann sagðist
hafa hug á að bjóða sig fram gegn
Sigmundi sem oddviti kjördæmis-
ins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga
forsætisráðherra til að gefa kost á
sér sem formaður flokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins í
sama kjördæmi, gefur kost á sér í
1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur
Stundarinnar greint frá því að þing-
maðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi
líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama
kjördæmi. jonhakon@frettabladid.is
Aukinn þrýstingur á
Sigurð Inga í framboð
Þrýst er á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til for-
manns Framsóknarflokksins. Útilokar ekki framboð. Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson nýtur ekki óskoraðs trausts sem oddviti flokksins í kjördæmi sínu.
Sigurður ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í apríl eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér
embætti. Fréttablaðið/Ernir
Veður
Hæg austlæg átt, víðast hvar í dag.
Skýjað með köflum eða bjartviðri, en
skúrir á stöku stað, einkum sunnan- og
vestanlands síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Sjá Síðu 44
HúSnæðiSmál Það er mat ASÍ að
skattfrjáls nýting séreignarsparn-
aðar til kaupa á fyrstu íbúð gagnist
í bráð fyrst og fremst þeim sem eiga
eigið fé og hafa greiðslugetu til þess
að standast greiðslumat hjá fjár-
málastofnun. Aðgerðin gagnist hins
vegar lítið þeim sem eru í mestum
vanda á húsnæðismarkaði.
Þetta kemur fram í umsögn
AlÞýðusambandsins um lagafrum-
varp um stuðning til kaupa á fyrstu
íbúð. Að mati ASÍ felast lausnir í
húsnæðismálum fyrir ungt fólk og
tekjulág heimili í því að ráðast að
rót vandans, sem eru háir vextir,
gallað húsnæðislánakerfi og skortur
á hagkvæmu leiguhúsnæði.
Því sé brýnt að forgangsraða í
stuðning og uppbyggingu á leigu-
íbúðakerfinu sem gæfi ungu fólki
tækifæri á öruggu húsnæði á við-
ráðanlegum kjörum. – sa
ASÍ gagnrýnir
frumvarp um
húsnæðiskaup
Akureyri Bæjarráð Akureyrar hefur
ákveðið að veita Menningarfélagi
Akureyrar (MAk) 75 milljóna króna
fyrirframgreiðslu vegna slæmrar
fjárhagsstöðu félagsins.
Er slæm fjárhagsstaða rakin til
ófullnægjandi bókhaldsvinnu
og óreiðu í fjármálum sem voru í
höndum Gunnars I. Gunnsteins-
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra MAk, sem sagði upp í nóv-
ember. Verður fjárhæðin dregin
af framlögum bæjarins næstu tvö
rekstrartímabil.
„Staðan þegar ég kom inn í félag-
ið var þröng, nokkurs konar óvissu-
ástand, og erfið fyrir starfsfólkið
þannig að ég leitaði fljótlega til bæj-
arins eftir ráðleggingum og aðstoð,“
segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir,
núverandi framkvæmdastjóri MAk.
„Bærinn veitti bæði stuðning og ráð-
gjöf sem endar núna í því að bærinn
veitir okkur fyrirframgreiðslu.“
Í lok nóvember síðastliðins sagði
Gunnar I. Gunnsteinsson upp störf-
um af persónulegum ástæðum, eins
og sagt var í yfirlýsingu frá félaginu.
Nú hefur komið á daginn að fjár-
málaóreiða var ein stærsta ástæða
þess að Gunnar hætti.
Þuríður Helga segir það hafa
tekið um tvo mánuði að ná yfirsýn
yfir rekstur félagsins og hafði KPMG
aðstoðað við endurskoðun til að
hægt væri að átta sig á stöðunni.
„Við vonumst eftir því núna að
vinna okkur úr þessari stöðu. Það
eru allir starfsmenn boðnir og búnir
að vinna að þessu verkefni,“ segir
Þuríður Helga. – sa
Óreiða í
fjármálum
olli tapinu
Þuríður Helga
kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri
Mak
3 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 l A u G A r D A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
7
4
-0
4
7
C
1
A
7
4
-0
3
4
0
1
A
7
4
-0
2
0
4
1
A
7
4
-0
0
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K