Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 4
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði boðaða 1,5 milljarða króna bónus- greiðslu til starfs- manna Kaupþings í raun og veru mjög taktlausa og jafnvel siðlausa. Forsætisráð- herrann sagði Íslendinga illa þola óréttláta skiptingu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, kvaðst vera að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef ekki verði gert raunverulegt átak muni lið hans gera allt til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa flokkana í kosningum. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, segir mælinn fullan hvað varðar við- bragðstíma lögreglunnar í neyðartilvikum. Lögreglan var í tvær klukkustundir að koma á staðinn þegar maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga þar sem mannskapurinn var á skotæfingu. Þrjú í fréttum Bónusgreiðsla, bið eftir löggu og fíkniefni Vikan 28.08.16-03.09.16 121 tilkynning um kynferðisbrot hefur borist lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu það sem af er ári. Tilkynnt var um 27 kynferðisbrot í júlí. 30 milljörðum króna nam velta Vín- búðanna í fyrra. Þar af voru tæpir 10 milljarð- ar af sölu tóbaks. 16 stiga sigur á Sviss, 88-72, unnu strákarnir í íslenska landsliðinu í körfu- bolta í undan- keppni EM 2017. 1,5 milljarða bónus- greiðsla til starfs- manna Kaupþings var samþykkt. 40-50 tilkynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl berast lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu árlega. 48% aukning hefur orðið í sölu lúxusbíla á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. 1.800 tonn af lambakjöti eru eftir í frysti frá síðustu slátrun haustið 2015. 10.000 tonn eru framleidd árlega. 3.000 tonn eru flutt út á hverju ári. Danmörk Íbúar fríríkisins Krist- janíu í Danmörku rifu í gær kanna- bissölubása á Pusher-stræti, göngu- götu sem fræg er fyrir opna sölu kannabisafurða. Lögregla kallaði á fimmtudag eftir slíkum aðgerðum í kjölfar skotárásar á strætinu. 25 ára bosnískættaður Dani skaut þá tvo lögreglumenn og einn ferðamann. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum í gær en eftir að hann flúði vettvang hafði lögregla upp á honum, til skot- hríðar kom og varð árásarmaðurinn fyrir skoti. Annar lögreglumannanna liggur enn á gjörgæslu. Danska ríkissjónvarpið (DR) sýndi frá því þegar um þúsund íbúar Krist- janíu mættu á Pusher-stræti með sagir, borvélar og kúbein til þess að taka sölubásana niður. Risenga Manghezi, talsmaður íbúa, sagði í samtali við DR að niðurrifið væri mikilvægt. „Það er mikilvægt að gera þetta í dag og hugsa til særða lögreglumannsins. En við getum því miður ekki tryggt að básar sem þessir rísi ekki á ný,“ sagði Manghezi. „Við getum ekki tryggt að básarnir rísi ekki á ný. Til þess þörfnumst við hjálpar frá öllum Dönum. Ef þið styðjið Kristjaníu þá hættið þið að kaupa kannabisið ykkar hér,“ segir í fréttatilkynningu sem Manghezi sendi út í gær. Þar fordæmir hann einnig kannabismarkaðinn og segir hann glæpsamlegan, enda er sala á kannabisi ólögleg í Danmörku. Hulda Mader, annar talsmaður íbúa, sagði í viðtali við DR að mjög fáar reglur giltu í Kristjaníu. „Ein þeirra er engin vopn. Önnur er ekk- ert ofbeldi. Þessi árás var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Mader. „Það voru allt of margir básar og allt of margir utanaðkomandi seljendur sem við þekktum ekki. Þeir voru grímuklæddir og Kristjanía skipti þá engu máli,“ bætti Mader við. Talsmenn Amaq, áróðursdeildar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sögðu árásar- manninn í gær hafa verið einn af hermönnum þeirra. Lögregla hafði áður greint frá því að sönnunargögn bentu til þess að maðurinn væri fylgjandi málstað Íslamska ríkisins, þó væri ósannað að það væri orsök árásarinnar. thorgnyr@frettabladid.is Kannabismarkaður Kristjaníu rifinn niður í kjölfar skotárásar Kannabissölubásar á Pusher-stræti í Kristjaníu voru teknir niður í gær af íbúum fríríkisins. Maður á þrítugs- aldri skaut tvo lögreglumenn og einn ferðamann á fimmtudag og er sagður liðsmaður Íslamska ríkisins. Talsmaður íbúa segir árásina kornið sem fyllti mælinn en ein af fáum reglum ríkisins er bann við ofbeldi. Íbúar Kristjaníu rífa niður kannabissölubása á Pusher-stræti. NordicPhotos/AFP 45 ár frá stofnun Fríríkið Kristjanía var stofnað árið 1971 í hjarta Kaupmannahafnar. Borgaryfirvöld segja Kristjaníu kommúnu innan borgarmarkanna en lög um Kristjaníu frá árinu 1989 gefa fríríkinu nokkurt vald yfir því hvernig málum þess er háttað. Sala kannabisefna hefur verið nokkuð frjálsleg í Kristjaníu í ára- tugi en frá og með árinu 2004 hafa áhlaup lögreglu verið tíð. 17 milljarðar króna er talin árleg velta kannabismark- aðar Kristjaníu. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð LANGTÍMALEIGA Núna er rétta tækifærið til að gera langtímaleigusamning hjá Átak bílaleigu. Þeir sem gera langtímasamning til 24 mánaða eða lengur fyrir 10. september fá 30% afslátt af fyrsta mánuðinum og 10.000 kr. eldsneytisinneign hjá Olís. Bifreiðagjöld • tryggingar • sumardekk • vetrardekk • þjónustuskoðanir dekkjaskipti • olíuskipti • hefðbundið viðhald • 2.000 km á mánuði. 30% 30% afsláttur af fyrsta mánuðinum 10.000 kr. inneign á eldsneyti hjá Olís 10Þús. kr.INNIFALIÐ Í ÞJÓNUSTUNNI Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 554 6040 • atak@atak.is • www.atak.is Þú færð alþrif á bílnum einu sinni í mánuði NÚNA ER RÉTTA TÆKIFÆRIÐ 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -1 8 3 C 1 A 7 4 -1 7 0 0 1 A 7 4 -1 5 C 4 1 A 7 4 -1 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.