Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Logi Bergmann Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Nú eru flestir flokkar að koma sér í gírinn fyrir kosningar og orðið nokkuð ljóst að það verður kosið. Framboðslistar koma fram og allt að verða klárt. Meirihlutinn er örugglega voða fínt fólk sem hefur miklar hugsjónir og allt. En mig langar samt að bera fram eina ósk: Eigum við að reyna að fækka kallaköllunum? Ég held að kallakallarnir séu ein helsta mein- semdin í íslenskum stjórnmálum. Þeir eru ástæðan fyrir því að þingstörfin líta stundum út eins og illa skipulagt barnaafmæli, þrátt fyrir að alltaf séu pólitíkusar að tala um samvinnu-, samráðs- eða sam- talsstjórnmál. Hver man ekki eftir stjórnmálamanninum sem montaði sig af því að hafa verið á móti öllum til- lögum andstæðinga sinna? Jafnvel þótt hann væri oft sammála þeim. Bannað að taka rökum Segjum að flokkur A leggi fram mál. Flokkar B og C mótmæla og vilja fara aðra leið. Það er mjög ólíklegt að A gefi sig, því reynslan sýnir að ef svo fer munu flokkar B og C hrósa sigri og gera lítið úr A fyrir að hafa breytt málinu. Þá sjaldan þetta gerist er hægt að bóka að einhver sérfræðingurinn úr B eða C mætir og lýsir því yfir að „A hafi nú verið beygður til að gefast upp í þessu máli“. Hvursu klikkað er það að gera lítið úr einhverjum fyrir að taka rökum? Rökum sem maður hefur sjálfur haldið fram! Það er ekki erfitt að þekkja kallakallana. Þeir ganga glottandi úr pontu með sitt síðasta orð og úr svipnum má lesa: Djöfull tók ég hann! Ekkert mál er of lítið og þeir eru til í að taka slag um hluti sem engu máli skipta, snúa útúr og leggja fólki orð í munn. Stjórnmál lúta sömu lögmálum og flest annað; sá sem öskrar hæst fær mesta athyglina. Einn flokkur setti reyndar á stefnuskrá sína fyrir síðustu kosn- ingar að fara gegn þessari öskurapastemningu en því miður virðist ekki hafa verið stemning fyrir honum. Þeir eru alls staðar Kallakallar eru ekki bundnir við flokka. Þeir eru til í öllum flokkum og eru hluti stjórnmála sem gera það að verkum að það er alltof lítið traust og alltof sjaldan sátt, því ekkert jafnast á við átök og erjur. Reyndar eru þeir sérstaklega glaðir um þessar mundir. Flugvallar- málið er himnasending fyrir þá. Í því hafa kallakallar um allt land náð að halda jól, áramót og afmæli. Það er líka svo frábært dæmi um umræðu þar sem ekki er hlustað á rök andstæðinganna, heldur verður bara háværari og háværari þar til enginn man um hvað hún snerist eða hvernig hún byrjaði. Þessi manngerð er tortryggin, frek, þrjósk og hörundsár og er held ég ein helsta ástæða þess að við vorum í köldu stríði löngu eftir að megnið af heim- inum var komið langt yfir stofuhita. Enginn vildi gefa eftir til að þurfa ekki að sitja undir háðsglósum and- stæðinga sinna. Alltaf var hægt að þrasa aðeins lengur. En það er merkilegt að þetta breytist ekki hraðar. Endurnýjunin á þingi hefur verið ótrúleg. Líklega verða varla fleiri en tíu þingmenn á næsta þingi sem voru þar fyrir tíu árum. Það þætti frekar illa rekið fyrirtæki þar sem afföllin væru jafn mikil og menn hafa sennilega kallað á mannauðsstjóra fyrir minni sakir. Hvernig ætli það sé til dæmis að vera í vinnu þar sem vinnufélagar manns lýsa því reglulega yfir að það komi ekki til greina að starfa með manni þegar mætt verður til vinnu eftir frí? Það virðast flestir á því að ástandið í stjórnmálun- um sé ekkert sérstakt. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, en það er ekkert sem segir að hlutum megi ekki breyta og fólk geti ekki gert betur. Þannig að hér er pæling: Eruð þið til í að hætta að vera svona miklir kallakallar? Kallakallarnir Peningarnir sem lagðir hafa verið í fyrirtækið Plain Vanilla, eina helstu vonarstjörnu á leikjatölvumarkaði, hafa ekki farið til spillis. Þó að milljarða hlutafé sé í óvissu og fáeinir vel upplýstir fjárfestar sitji hugsanlega eftir með sárt ennið mun þekking og reynsla starfsfólksins lifa. Fyrirtækið er dýrmætur skóli, sem erfitt er að meta til fjár. „Gott dæmi um það í sprota- og nýsköpunarbixi er að í hvert skipti sem þau eyðileggjast verða ekki eftir rústir af verksmiðju, heldur verður eftir fólk sem kann eitthvað og því gengur betur næst,“ sagði Hilmar Veigar Péturs- son, forstjóri leikjaframleiðandans CCP, á nýsköpunar- þingi fyrir fáum árum. Ástæða er til að rifja upp orð þessa farsæla forstjóra nú þegar Plain Vanilla þarf að loka starfsemi sinni hér í Reykjavík í bili vegna þess að sjónvarpsstöðin NBC hætti við gerð sjónvarpsþátta, sem áttu að byggjast á Quis-up tölvuleiknum. Starfsfólkinu, tuttugu manns, hefur verið sagt upp með lögmætum þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, fer ekki leynt með vonbrigði sín vegna ákvörðunar NBC. Hann viðurkennir að fyrirtæki hans hafi lagt of mörg egg í eina körfu. En um leið bendir hann á að hér á landi er skortur á tæknimenntuðu fólki og því ólíklegt að hæfi- leikaríkt starfsfólkið þurfi lengi að sitja auðum höndum. Á nýsköpunarþingi rifjaði Hilmar Veigar Pétursson upp svokallað OZ ævintýri. Stórfé tapaðist þegar OZ sigldi í strand. En Hilmar Veigar benti eftirminnilega á að OZ skildi eftir sig gífurleg verðmæti – reynslu og hugvit, sem síðar síaðist smátt og smátt út í atvinnulífið. Hann tilgreindi 30 fyrirtæki, sem beint tengdust OZ. Auk sjálfs óskabarnsins CCP eru þeirra á meðal nokkur af þekktustu nöfnum atvinnulífsins, með hundruð ef ekki þúsundir starfsmanna. Við þekkjum hliðstæður. Frumherjar í íslenskri kvik- myndagerð hafa mátt þola misjafna daga. Friðrik Þór, Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ágúst Guð- mundsson og Þráinn Bertelsson hafa ekki safnað í digra sjóði þrátt fyrir gifturíkan feril. En þau hafa lagt grunninn að blómlegri atvinnugrein. Færnin í kvikmyndagerð hefur orðið til smátt og smátt á æ fleiri sviðum kvik- myndanna. Nýjast er, að vart telst til tíðinda lengur að íslenskir leikarar fá hlutverk í erlendum kvikmyndum. Ekki má gleyma stórum sigrum Baltasars Kormáks. Öll eiga þau frumherjunum mikið að þakka. Samkvæmt opinberum tölum voru ársverk í sjón- varps- og kvikmyndaiðnaði 1.300 fyrir tveimur árum. Síðan hefur þeim fjölgað þrátt fyrir gífurlega harða alþjóðlega samkeppni. Til viðbótar hefur erlent kvik- myndagerðarfólk streymt hingað til lands undanfarin ár, flutt með sér þekkingu og reynslu. Fróðlegt verður að fylgjast með Þorsteini B. Friðriks- syni og metnaðarfullu starfsfólki Plain Vanilla næstu misserin. Engin ástæða er til að ætla annað en að kenn- ingar CCP forstjórans um „sprota- og nýsköpunarbixið“ eigi við um þau. Gangi þeim allt í haginn. Dýrmætur skóli Þó að millj- arða hlutafé sé í óvissu og fáeinir vel upplýstir fjárfestar sitji hugsanlega eftir með sárt ennið mun þekking og reynsla starfs- fólksins lifa. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -2 7 0 C 1 A 7 4 -2 5 D 0 1 A 7 4 -2 4 9 4 1 A 7 4 -2 3 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.