Fréttablaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 16
Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
freistar þess nú að komast inn á
bandarísku atvinnumannaröðina í
golfi, LPGA, samhliða því að keppa á
Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn
flaug í gegnum fyrsta stig úrtök-
umótaraðarinnar um helgina.
Ólafía tók þátt í móti í Kaliforníu
ásamt tæplega 350 öðrum kylfing-
um og komust 92 áfram á næsta stig
mótaraðarinnar en úrtökustigin eru
alls þrjú. Þeir sem komast alla leið
vinna sér inn þátttökurétt á LPGA-
mótaröðinni sem hefst á næsta ári.
„Þetta var skemmtilegt og gekk
ótrúlega vel. Ég púttaði vel og var
raunar óvenjulega afslöppuð. Það
var ekkert vesen á mér,“ segir Ólafía.
Hún spilaði vel alla helgina og var
aðeins einn af fimm kylfingum sem
voru aldrei yfir pari. Hún var á sam-
tals sjö höggum undir pari, þremur
höggum á eftir sigurvegaranum
Daniela Darquea frá Ekvador. Spila
þurfti á sex höggum yfir pari til að
komast áfram á næsta stig.
Ólafía Þórunn á þó mjög erfiða
leið fyrir höndum til að komast alla
leið. Sem dæmi má nefna að á næsta
stigi bætast í hópinn 150 bestu kylf-
ingar Symetra-mótaraðarinnar sem
er næststerkasta mótaröð Banda-
ríkjanna og þeir kylfingar á LPGA-
mótaröðinni sem eiga ekki öruggt
sæti á næsta keppnistímabili.
Áttatíu bestu kylfingarnir kom-
ast á lokastigið og þá eiga enn eftir
að bætast við þeir bestu kylfingar
heims sem sækjast eftir að komast á
LPGA-mótaröðina en eru ekki með
öruggt sæti.
„Til samanburðar má nefna að
það eru bara tvö stig á úrtökumót-
inu fyrir Evrópumótaröðina og
þá komast 25 efstu inn að lokum,“
bendir Ólafía Þórunn á en hún var
í þeim hópi sem komst inn á Evr-
ópumótaröðina fyrir núverandi
keppnistímabil.
Matarkostnaður tínist saman
Það hefur þó gengið erfiðlega að
komast inn á mót á Evrópumóta-
röðinni vegna mikillar aðsóknar
kylfinga sem hafa rétt á að keppa á
mótunum. Ólafía hefur tekið þátt
í tveimur og eftir erfitt fyrsta mót
náði hún frábærum árangri á móti í
Plzen í Tékklandi þar sem hún hafn-
aði í 16. sæti og fékk fyrir það rúma
hálfa milljón króna í verðlaunafé.
„Ég hef skráð mig inn á öll mót
og samkvæmt öllu hefði ég átt að
komast inn á fleiri. En það hefur
ekki gengið eftir. Ég er þó komin
inn á tvö mót í september sem eru
frábærar fréttir,“ segir hún.
Mótin sem Ólafía Þórunn keppir
á fara fram í Þýskalandi og á Spáni
en það fyrra hefst á fimmtudag.
Annað stig í úrtökumótaröð LPGA
fer svo fram í Flórída í síðari hluta
októbermánaðar.
Ólafía Þórunn er í hópi þeirra
íslensku kylfinga sem njóta góðs
af því að fá framlag úr Forskoti,
styrktarsjóði kylfinga á Íslandi, sem
sér um að greiða mótsgjöld, ferða-
kostnað og gistingu.
„Ég sé um allan mat sjálf og það
getur tínst saman. Ég borga líka
kylfubera og hann fær bónus ef mér
gengur vel. En það er mjög gott að
geta verið í þessu án þess að þurfa
að hugsa um peninginn og geta bara
einbeitt mér að golfinu,“ segir hún.
Ólafía segir enn fremur að hún
hafi lært mikið af fyrsta ári sínu sem
keppandi á Evrópumótaröðinni
enda sýndi hún á Íslandsmótinu á
Akureyri í sumar að hún er í frábæru
formi. „Ég hef tekið framförum og
hef verið að spila marga hringi undir
pari. Ég skildi svo nokkur högg eftir
úti á velli og því er alltaf svigrúm til
bætingar.“ eirikur@frettabladid.is
Ég var óvenjulega afslöppuð
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótanna fyrir bandarísku LPGA-mótaröð-
ina í golfi með glans. Hún keppir næst á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í mánuðinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vill komast inn á sterkustu mótaröð heims. Fréttablaðið/Ernir
Ég sé um allan mat
sjálf og það getur
tínst saman. Ég borga líka
kylfubera og hann fær bónus
ef mér gengur vel.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Undankeppni EM 2017, U-21 árs
n-Írland - Ísland 0-1
0-1 Heiðar Ægisson (87.).
Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson
tryggði U-21 árs liðinu gríðarlega
mikilvægan sigur í Belfast. Með
sigrinum komst Ísland á topp riðils
3 en liðið er í góðri stöðu til að
tryggja sér sæti í lokakeppninni í
Póllandi á næsta ári.
Nýjast
Meistarakeppni HSÍ kvenna
Grótta - Stjarnan 32-31
Tvær framlengingar þurfti til að
knýja fram úrslit í þessum árlega
leik Íslands- og bikarmeistaranna.
Keppni í Olís-deild kvenna hefst um
næstu helgi. Þar mætir Grótta ÍBV
og Stjarnan fær Hauka í heimsókn.
Í dag
08.55 F1: Æfing - Ítalía Sport
11.50 F1: tímataka - Ítalía Sport
18.30 Deutsche bank Ch. Golfst.
inkasso-deildin:
14.00 Grindavík - Fjarðab. Grindav.
14.00 leiknir F. - Þór Fjarðab.höll
16.00 Ka - Selfoss Akureyrarvöllur
Á morgun
11.30 F1: Kappakstur - Ítalía Sport
17.00 Deutsche bank Ch. Golfst.
Undankeppni HM:
16.00 Slóvakía - England Sport
16.00 Danmörk - armenía Sport 2
18.45 noregur - Þýskaland Sport
18.45 tékkland - n-Írland Sport 2
18.45 Malta - Skotland Sport 3
LEiðin Á EM HELDUr ÁFrAM
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
bolta mætir Kýpur í öðrum leik
sínum í undankeppni EM 2017 í
dag. Strákarnir eru með tvö stig í
A-riðli eftir góðan sigur, 88-72, á
Svisslendingum á miðvikudaginn.
Sama dag töpuðu Kýpverjar með
19 stiga mun, 46-65, fyrir Belgum
á heimavelli. Þetta er fyrsti af
þremur útileikjum Íslands í röð.
Á miðvikudaginn leika íslensku
strákarnir við
Belga og eftir
viku mæta þeir
Sviss öðru sinni.
Ísland og Kýpur
mættust
síðast á
Smáþjóða-
leikunum
í Lúxem-
borg fyrir
þremur
árum.
Þá steinlá
íslenska liðið,
81-52.
KOLBEinn MEiDDUr
Kolbeinn Sigþórsson leikur ekki
með íslenska fótboltalandsliðinu
þegar það mætir því úkraínska
í undankeppni HM 2018 á
mánudaginn. Kolbeinn er meiddur
á hné og ákveðið var að tefla
honum ekki fram í leiknum í
Kænugarði. Kolbeinn snýr nú
aftur til Tyrklands þar sem hann
fer í nánari skoðun og meðferð
hjá læknateymi Galatasary sem
hann gekk til liðs við á dögunum.
Enginn leikmaður var kallaður inn
í íslenska hópinn í stað Kolbeins.
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı s. 411 11 11
Ráðhús Reykjavíkur ı reykjavik.is/leiga
Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi og tilboðum
í leigu garðskálans að Fríkikjuvegi 11b. Við val á
væntanlegum leigutaka verður horft til þess að
starfsemin gæði miðborgina meira lífi.
Vakin er athygli á að garðskálinn uppfyllir ekki
heilbrigðiskröfur um hefðbundna matsölu.
Garðskálinn er til sýnis miðvikudaginn 7. sept., kl. 11.
Tilboðum með upplýsingum um fyrirhugaða
starfsemi og opnunartíma skal skila til þjónustuvers
Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.00,
þriðjudaginn 13. september 2016.
Nánari upplýsingar á reykjavik.is/leiga
Hugmyndir fyrir garðskála
að Fríkirkjuvegi 11b
Hugmyndaleit
R
E
Y
K
J
A
V
Í
K
U
R
B
O
R
G
3 . S E p t E M b E r 2 0 1 6 l A U G A r D A G U r16 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
sport
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
6
K
_
n
ýt
t.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
7
3
-F
F
8
C
1
A
7
3
-F
E
5
0
1
A
7
3
-F
D
1
4
1
A
7
3
-F
B
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K