Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 24
hann og það kom í minn hlut að fara með hann heim. Hann bjó hjá pabba sínum og ég ætla að tala við hann. En það er enginn heima. Það er miði á borðinu og á honum stendur: Skrapp á Akureyri og kem á mánu- dag. Strákurinn opnar ísskápinn og hann er tómur. Ég gaf honum fimm hundruð kall. Hann varð vinur minn, þessi strákur,“ segir Hörður hryggur. Sársauki á bak við hvert mál „Svo var það eitt sinn að á afmörkuðu svæði var ítrekað verið að kveikja í. Það skildi enginn í þessu en þetta var bara um helgar. Það endar með því að lögreglan finnur einn tólf ára gamlan við þessa iðju. Af hverju? Hann var einn á heimilinu með foreldrum sínum, þau voru á fylleríi um helgar, hann forðaði sér út og þau tóku ekki eftir því að hann var farinn. Lausnin var að þau hættu þessum fylleríum,“ segir Hörður og segir oft gríðarlegan sársauka á bak við eitt stakt vanda- Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur rannsakað bakgrunn þeirra sem eru vistaðir í fangelsi. Fréttablaðið/ValGarður Helgi Gunnlaugsson afbrota-fræðingur tekur undir með Herði. Afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og van- ræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaungl- ingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðu- lega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur. Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrota unglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sak- hæfisaldurs í 18 ár við endurskoð- un kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ung- mennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“ Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldr- ei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fang- elsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, van- ræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að for- tíðin má aldrei verða blórabögg- ull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðar kennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi. brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskóla- stig er jákvæður til að gera lög- reglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að sam- starf við ólíka aðila einsog félags- þjónustu og barnavernd sé heild- stætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi. Brot barnanna ákall á hjálp Hörður um áfengisneyslu á heimilum fólks: „Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna. Fréttablaðið/GVa mál. „Þetta hefði getað orðið einhver listi af vandamálum. Vandamálið var eitt par. Þau bara sátu og sulluðu. Hann var bara með eldspýturnar og gerði eitthvað af vanlíðan.“ Hann nefnir að það séu ekki mörg ungmenni sem þurfi að gæta að. „Fæst lenda í vandræðum og við eigum að láta þau í friði. Tæplega fjörutíu þús- und eru á unglingsaldri. Þau sem eru í vandræðum eru kannski hundrað, þar af eru kannski svona fjörutíu eða fimmtíu í verulegum vandræðum. Á bak við hvert þessara ungmenna er fjölskylda, heimili. Og þar liggur vandinn.“ Stundum þarf lítið inngrip og hann nefnir annað dæmi um drengi sem voru í vandræðum en þó ekki veru- legum. „Á svipuðum slóðum og við fundum strákinn sem var að skera og skemma voru tveir strákar í því að slást og ráðast á aðra. Það vissu allir hverjir þetta voru. Það var bara farið með þá á boxæfingu, þeir hafa ekki sést síðan. Þeir fóru að æfa íþróttir.“ Hann þreytist ekki á að nefna að áfengisneyslan hafi mikil og eyði- leggjandi áhrif á barnæskuna. „Það er verið að kenna dópinu um allt og áfengið fær einhvern veginn að flæða um allt. Það líður ekki hálfur sólar- hringur hér án þess að við sinnum einhverju sem er bein afleiðing af áfengisneyslu. Mjög oft fer hún fram á versta stað, inni á heimilum fólks. Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna,“ segir Hörður. „Sem betur fer eru börn og unglingar hér á landi í góðum málum. Við höfum því reynt að beina athygli okkar og félagsmálayfirvalda að þeim örfáu sem eru í vandræðum. Við leitumst þannig við að hafa áhrif á hegðun einstaklingsins sem þarf á leiðbeiningu að halda í stað þess að messa yfir öllum árganginum. Lög- reglan er í ágætri aðstöðu til að beita sér og á að gera það.“ börn teljast sakhæf þegar þau verða 15 ára gömul, þ.e. við lok 15 ára afmælisdags. frá 15 ára aldri bera öll börn refsiábyrgð á afbrotum sínum, óháð þroska hvers og eins. þetta hefði getað orðið einhver listi af vandamálum. vanda- málið var eitt par. þau bara sátu og sull- uðu. hann var bara með eldspýturnar og gerði eitthvað af vanlíðan. ↣ 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -4 9 9 C 1 A 7 4 -4 8 6 0 1 A 7 4 -4 7 2 4 1 A 7 4 -4 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.