Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 30
Myndatexti Nequaes tibusa aditatem velliquia volorum serum nihilit, tecati occaerum vellis volor sum liciendem. Nem que occus, simporem faccae parchiliquos niscienis et aut es quibusamus, quament volupta tiusam dolupta deri consed molupta Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚtgefaNdi: 365 Miðlar | ÁbyrgðarMaður: Svanur Valgeirsson uMsjóNarMeNN efNis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 söluMeNN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 starri freyr jónsson starri@365.is garðar gunnlaugsson, knattspyrnumaður með Ía og nýráðinn hótelstjóri, sér fram á spennandi tíma. MyNd/aNtON Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson stendur á tímamót­ um um þessar mundir. Í vor út­ skrifaðist hann með hæstu eink­ unn úr námi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Háskól­ ann í Reykjavík en námið fer fram í samstarfi við einn af virtustu skól­ um heims í hótel­ og veitingahúsa­ rekstri, César Ritz Colleges í Sviss. Nýlega tók hann svo við stöðu hótel­ stjóra fjögurra stjörnu hótels sem er í byggingu í Borgarnesi og verð­ ur opnað á næsta ári. Það eru því spennandi tímar framundan en fyrst á dagskrá er að klára tíma­ bilið með Skagamönnum og næla í gullskóinn sem veittur er marka­ hæsta leikmanni Pepsi­deildar. Sem atvinnumaður í knatt­ spyrnu bjó Garðar í fimm löndum um nokkurra ára skeið. Fyrir vikið hefur líf hans einkennst mikið af ferðalögum og hótelupplifunum til bæði skemmri og lengri tíma að eigin sögn. „Ég lék í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi fyrir utan auðvitað Ís­ land. Það má því segja að ég hafi verið talsvert heppinn að hafa fengið tækifæri til að ferðast svo víða. Auk þess hefur hver flutning­ ur milli landa haft í för með sér a.m.k. eins mánaðar búsetu á hót­ eli áður en ég hef náð að koma mér formlega fyrir. Það má því segja að ég þekki hótelgeirann út og inn sem neytandi og það í fimm mis­ munandi löndum og menningar­ heimum.“ næstum einkakennsla Garðar stundaði nám í viðskipta­ fræði við Háskólann á Bifröst um nokkurra ára skeið en sá ekki fram á að klára námið. „Þá sá ég kynningu á náminu í HR. Mér leist mjög vel á það enda er ferða­ mannabransinn að springa út hérna og er líka ört vaxandi alls staðar í heiminum. Ég tala þýsku, ensku og sænsku nokkuð vel og taldi að það myndi klárlega nýt­ ast mér í þessu starfi. Það er mjög mikil eftirspurn eftir faglærðu fólki í ferðamannabransanum. Til að mynda spáði greiningardeild Ís­ landsbanka að það þyrfti að flytja inn 5.000 starfsmenn til að anna eftirspurn á næstu árum. Þann­ ig að framtíðarmöguleikarnir eru gríðarlegir.“ Námið var mjög skemmtilegt og spennandi þar sem aðkoma César Ritz Colleges skipti miklu máli að sögn Garðars. „Við fórum m.a. í vettvangsheimsóknir til margra virtra ferðaþjónustufyrirtækja, hótela og veitingastaða. Þær gefa manni strax greiða leið inn í at­ vinnulífið og stækka tengslanet­ ið til muna.“ Hann segir helsta kost náms­ ins hafa verið hversu fámennur hópurinn var en í honum voru ein­ ungis ellefu nemendur og því fékk hver og einn nánast einkakennslu. markaskorari í nýju hlutverki Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist með hæstu einkunn úr námi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri í vor. Nýlega tók hann við stöðu hótelstjóra fjögurra stjörnu hótels sem verið er að byggja í Borgarnesi. Hann spáir mikilli fjölgun ferðamanna á Vesturlandi næstu árin og hlakkar til krefjandi verkefna. „Hópurinn var mjög samheld­ inn og skemmtilegur. Það mynd­ uðust góð tengsl innan hans sem munu eflaust haldast út ævina. Við tölum enn reglulega saman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim sem fóru í framhaldsnámið úti í Sviss. Sjálfur er ég að klára BS í viðskiptafræði, með áherslu á ferðaþjónustu, frá Bifröst sem mun veita mér aðgang að því fram­ haldsnámi. Ég ætla þó að einbeita mér 100% að nýja hótelinu um ófyrirséða framtíð.“ Fjölgun utan reykjavíkur Aðdragandinn að nýja starfinu var skammur en Garðar hefur undan­ farna mánuði aflað sér reynslu á Oddsson Ho(s)teli í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrir stuttu fékk hann símtal frá manni sem vildi fá hann til að reka fyrir sig hótel sem hann væri að byggja í Borg­ arnesi. „Eftir nokkra fundi sáum við að þetta gæti orðið mjög far­ sælt samstarf og ákveðið var að ég tæki til starfa strax. Hótelið verð­ ur vonandi opnað seinni hluta sum­ ars 2017. Núna er öll undirbúnings­ vinna í gangi og er ég að leita til­ boða frá ýmsum aðilum í allt sem tengist hótelinu sem verður fjög­ urra stjörnu hótel á fimm hæðum.“ Ferðamannastraumurinn hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár og það eru virkilega spennandi tímar framundan. „Vöxturinn á þó klár­ lega eftir að hægja á sér þegar fram líða stundir. Hins vegar sé ég fram á fjölgun ferðamanna utan Reykjavíkur enda borgin nú þegar þanin og maður heyrir af óánægju meðal bæði borgarbúa og ferða­ manna.“ vesturland sækir á Hann segir Vesturlandið ört vax­ andi sem ferðamannastað enda hefur landshlutinn upp á margt að bjóða, bæði tengt fallegri náttúru og sögunni. „Ég spái því að Vestur­ land eigi eftir að taka til sín stór­ an hluta ferðamanna næstu árin. Sérstaklega þar sem bæjarfélögin eru að verða meðvitaðri um þær miklu tekjur sem ferðaþjónust­ an er að skapa, bæði í beinum og óbeinum tekjum. Vitinn á Akra­ nesi er t.d. búinn fá til sín þúsund­ ir ferðamanna það sem af er árinu. Nýverið samþykkti bæjarstjórnin að hafa Vitann opinn allt árið og að upplýsingamiðstöð ferðamanna yrði færð þangað. Þetta er dæmi um jákvæða breytingu á hugar­ fari bæjarfélaga gagnvart ferða­ mannaiðnaðinum.“ Hann segir þó hótelbransann á ákveðnum krossgötum um þessar mundir. „Hann hefur verið eins í marga áratugi en með nýrri tækni og breyttri kauphegðun neyt­ enda verða hótelstjórar að laga sig að breyttum aðstæðum, sér­ staklega ef hægja fer á straumi ferðamanna. Neytendur eru hvat­ vísari en áður og núna skiptir oft meira máli að fá góða umfjöllun á t.d. TripAdvisor heldur en að hafa stjörnugjöf á bak við sig.“ Frábær umgjörð Garðar er markahæstur í Pepsi­ deild karla þegar fimm umferðir eru eftir. Þrátt fyrir að vera orð­ inn 33 ára gamall sýnir hann engin ellimerki en tímabilið er hans besta að eigin sögn síðan hann lék í Svíþjóð árið 2007. „Eftir brösuga byrjun höfum við unnið síðustu 8 af 10 leikjum okkar. Öll umgjörðin í kringum liðið er frábær og þjálf­ arateymið, þ.m.t. sjúkraþjálfarar og sálfræðingur, á stóran þátt í ár­ angri okkar.“ Hann segir leikmannahópinn og stemninguna í klefanum einstaka og að hún eigi stærstan þátt í gengi liðsins og um leið hversu vel honum sjálfum gengur. „Það er alveg sama hvað bjátar á, gott eða slæmt, þá er alltaf jafn gott að koma í klefann. Það eru allir vinir í liðinu enda er hópurinn samansettur mestmegnis af heimamönnum og svo frábærum aðkomumönnum.“ Framundan er róleg helgi sem hófst í gærkvöldi með liðshitt­ ingi hjá félögum hans í ÍA. „Helg­ in verður að öðru leyti mjög róleg en þó fer ég til Keflavíkur með krakkana mína þar sem við fylgj­ umst með Hektori, syni mínum, keppa í úrslitakeppni Íslandsmóts­ ins í 5. flokki.“ Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 511 SLIM FRÁ KR. 13.990 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -1 D 2 C 1 A 7 4 -1 B F 0 1 A 7 4 -1 A B 4 1 A 7 4 -1 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.