Fréttablaðið - 03.09.2016, Side 34

Fréttablaðið - 03.09.2016, Side 34
Hugmyndin að því að endurnýja heitin að víkingasið vaknaði hjá þeim Thomasi og Ragnheiði þegar þau sóttu víkingahátíð nærri Ár­ ósum í Danmörku á síðasta ári. „Þegar við áttuðum okkur á að 29. júlí árið 2016 myndum við eiga tíu ára brúðkaupsafmæli á vík­ ingagátíðinni í Moesgaard, fannst okkur tilvalið og skemmtilegt að láta gefa okkur saman að heiðnum sið, en þegar við giftum okkur á sínum tíma var það hjá sýslumann­ inum í Reykjavík,“ segir Thomas. Hann segir undirbúninginn í raun ekki hafa verið mikinn fyrir utan saumaskapinn en hann saumaði sjálfur öll brúðkaupsklæðin á sig og konu sína, auk þess sem dóttir þeirra, Karen, fékk ný klæði. „Þetta var töluvert verk,“ viður­ kennir Thomas en hann hefur allt­ af haft gaman af því að skapa með höndunum. „Þá skiptir ekki máli hvort það er að sauma, smíða eða eitthvað annað,“ segir Thomas sem saumar flest fötin í höndun­ um. „Stundum svindla ég og nota saumavél, en ullina þarf alltaf að handsauma,“ segir hann glettinn. Útkoman var stórglæsileg eins og sjá má á myndunum. Ragn­ heiður var í fallegum bláum hörk­ jól, með hvíta ullarsvuntu með spjaldborða og með fallegt skart að víkingasið. Um hálsinn bar hún hvítan loðfeld. „Þetta er græn­ lenskur refur sem hún fékk að gjöf frá tengdamóður minni,“ upplýsir Thomas. Sjálfur var hann höfðing­ legur í hvítum buxum, dökkblár­ um kyrtli, í leðurskóm og með leð­ urtösku sem hann bjó sjálfur til. Á hausnum bar hann loðhúfu og um hálsinn loðfeld. Veisla að víkingasið Athöfnin fór fram á ströndinni á víkingahátíðinni í Moes gaard. „Veðrið var afar fallegt og vin­ kona okkar úti, Guðrún Viktoria, sem er völva, gaf okkur saman. Við höfðum farið yfir skipulagn­ inguna með henni fyrr um sumar­ ið en þegar til kom var raunveru­ leikinn mun fallegri en við hefð­ um getað ímyndað okkur,“ segir Thomas. Um þrjátíu manns voru við­ staddir, þar á meðal foreldrar og fjölskylda Thomasar frá Dan­ mörku. Einnig víkingavinir þeirra hjóna frá Íslandi, Þýskalandi og víðar. „Síðan var efnt til veislu að víkingasið,“ segir Thomas en veislan var haldin í tjaldbúðum ís­ lensku víkinganna á hátíðinni. Víkingar af lífi og sál Thomas segir víkingaáhuga sinn hafa blundað með sér frá unga aldri. „Við höfðum síðan í mörg ár farið á víkingahátíðina í Hafnar­ firði en árið 2010 fór ég að taka myndir á hátíðinni fyrir Jóhannes sem rekur Fjörukrána. Síðan byrj­ aði ég í víkingafélaginu Rimmu­ gýgi fyrir þremur árum og Ragga fylgdi á eftir, líkt og dóttir okkar.“ Víkingalífið hefur æ síðan verið afar stór hluti af lífi fjölskyldunn­ ar. „Við erum stanslaust í ein­ hverju sem tengist víkingastarf­ inu. Við hittumst reglulega yfir vetrartímann til að sauma og sinna öðru handverki. Þá er ég líka bar­ dagamaður og við æfum okkur tvisvar í viku í sverða­ og bardaga­ tækni.“ Thomas og Ragnheiður hafa farið á tvær víkingahátíðir í út­ löndum í fyrra og í ár. Þeim hefur líkað svo vel að þau stefna á að gera það að árlegum viðburði. „Þetta er rosa skemmtilegt. Maður hittir svo mikið af fólki, bæði gamla vini og eignast nýja. Það er mikið bræðralag sem mynd­ ast milli víkinga, þótt þeir séu frá ólíkum löndum.“ Gefin saman af VölVu Thomas Aagaard og Ragnheiður Hjálmars- dóttir endurnýjuðu heitin á Víkingahátíð í sumar í tilefni af tíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri á fagurri strönd í Danmörku. Um þrjátíu manns voru viðstaddir, þar á meðal for- eldrar og fjölskylda Thomasar frá Danmörku. Einnig víkingavinir þeirra hjóna frá Íslandi, Þýskalandi og víðar. Maður hittir svo mikið af fólki, bæði gamla vini og eign- ast nýja. Það er mikið bræðralag sem myndast milli víkinga, þótt þeir séu frá ólíkum löndum. Thomas Aagaard Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Athöfnin fór fram á ströndinni nærri víkingahátíðinni og var ákaflega vel lukkuð. Mynd/GíSli dúi Vinkona hjónanna, sem er völva, stjórnaði athöfninni. Thomas saumaði brúðkaupsklæðin á sig og konu sína. Mynd/GíSli dúi Karen, dóttir Thomasar og Ragnheiðar, tekur fullan þátt í víkingalífinu. Mynd/ThoMAS AAGAARd KAUP AUKA TILBOÐ Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana. Eitt mesta selda liðbætiefnið á Íslandi P R E N T U N .IS NUTRILENK GEL fylgir FRÍTT með sem kaupauki. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -5 3 7 C 1 A 7 4 -5 2 4 0 1 A 7 4 -5 1 0 4 1 A 7 4 -4 F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.