Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 56
Atvinnubílstjórar Okkur vantar bílstjóra í dreifingu, bæði á sendiferða- og flutningabíla. Umsækjendur geta verið búsettir á höfuðborgasvæðinu. Vinsamlegast skilið inn umsóknum á bfaerseth@mitt.is Fitjar-vörumiðlun ehf • 260 Reykjanesbær Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu Meginhlutverk velferðarráðuneytisins er að stuðla að heilbrigði og félagslegri velferð landsmanna. Ráðu- neytið hefur virðingu, fagmennsku, framsýni og ár- angur að leiðarljósi í starfsemi sinni. Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu heilbrigðisþjónustu. Skrif- stofan annast verkefni varðandi skipulag heilbrigðis- þjónustu og undir hana falla verkefni sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana, heilsugæslu sem og heilbrigðis- þjónusta utan stofnana, á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum, auk sjúkratrygginga. Starfið felst meðal annars í að vinna að stefnumörk- un í heilbrigðismálum og fylgja eftir faglegri þróun heilbrigðisþjónustu. Starfið krefst lausnamiðaðrar og skapandi hugsunar sem gerir ríka kröfu um skipu- lag, faglega þekkingu og framúrskarandi samskipta- hæfni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sálfræði eða öðrum klínískum greinum á sviði heilbrigðisvísinda. • Starfsreynsla úr heilbrigðisþjónustu. • Þekking og reynsla af greiningarvinnu. • Hæfni í að miðla upplýsingum með skýrum hætti. • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnu- brögðum, auk hæfni til að taka virkan þátt í teymis- vinnu. • Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni. • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði. • Góð enskukunnátta er nauðsynleg og vald á einu Norðurlandamáli er kostur. • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Almenn tölvukunnátta. Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálf- stæði. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðs- ins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfs- feril og starfsheiti, ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, skulu berast velferðarráðuneyt- inu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykja- vík, eða á postur@vel.is eigi síðar en 20. september 2016. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Upplýsingar um starfið veitir Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri, (vilborg.ingolfsdottir@vel.is). Velferðarráðuneytinu, 3. september 2016. Verkefnastjóri sinnir daglegri umsýslu námsbrautar í lögreglufræði, samskiptum við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu og aðra samstarfsaðila náms- brautarinnar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem námsbrautinni tengjast. Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2016 Verkefnastjóri í lögreglufræði Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu verkefnastjóra á sviði lögreglufræði til starfa við nýstofnaða námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. www.unak.is/lausstorf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjandi skal hafa háskólapróf í félagsvísindum eða lögfræði og/eða starfsréttindi sem lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins. • Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni. • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verkefnastjórnun og þekkingu á opinberri stjórnsýslu. • Starfsreynsla við háskóla er jafnframt æskileg. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda skrifstofu rektors, Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs, sími 460-8650, netfang sigruns@unak.is Nánari upplýsingar um fylgigögn umsókna, laun og meðferð umsókna er að finna á www.starfstorg.is og á vef Háskólans á Akureyri. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. janúar 2017. Starfsstöð verkefnastjóra í lögreglufræði er á Akureyri. Staða leikskólastjóra við leikskólann Hof Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra á Hofi Hof er sex deilda leikskóli við Gullteig í næsta nágrenni við Laugardalinn. Leiðarljós í starfi leikskólans er að skapa börnum umhverfi þar sem þau geta svalað forvitni sinni og fróðleiksfýsn, átt frumkvæði, verið virk, frumleg og skapandi. Í leikskólanum er markvisst unnið með fjölmenningu og í vetur verður sérstök áhersla lögð á tvítyngi. Hof er Grænfánaskóli og þar skipa útinám og vettvangsferðir stóran sess auk þess sem unnið er að þróunarverkefni um forvarnir gegn einelti. Á næstu mánuðum fer einnig af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma. Gildi leikskólans eru virðing – gleði – sköpun og lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi í öllu starfinu. Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf á Hofi. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember 2016. Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 4 -8 4 D C 1 A 7 4 -8 3 A 0 1 A 7 4 -8 2 6 4 1 A 7 4 -8 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.