Fréttablaðið - 03.09.2016, Page 86

Fréttablaðið - 03.09.2016, Page 86
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt, alltaf verið frábitin því en nú ákvað ég að gera það með sérstök- um hætti og ætla að vera með opið hús í Fella-og Hólakirkju,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sem fagnar nýliðnu fimmtugs afmæli í dag klukkan 17 og vonar að fólk mæti. Veislustjóri verður besta vinkona hennar, Hafdís Eygló Jónsdóttir jarðfræðingur. „Ég ætla að sýna myndir af málverk- um sem ég hef verið að mála í sumar og spila ljúfa tónlist á flygilinn. Þetta eru auðvitað bara amatöramyndir en lögin eru eftir Gabriel Yared, Agnar Má Magnússon djassara og Astor Piazolla,“ segir Arnhildur um upphafsatriði dag- skrárinnar. „Sumar myndirnar verða til sölu til ágóða fyrir eigin mennta-og tón- listarsjóð, ég er nefnilega nýflutt í litla íbúð og vil ekkert dót. En það koma fram söngvarar, hljóðfæraleikarar og kórar með alls konar atriði, bæði klassísk og á léttari nótum og auðvitað verður Ágústa Dómhildur, dótla mín, með fiðluna sína. Þetta verður tónlistarveisla. Mamma og dóttir mín eru líka að búa til snittur, ítalskar kjötbollur og alls konar góð- gæti til að bjóða upp á, svo verður kaffi og kampavín.“ Arnhildur kveðst hafa spilað sjálf milljón sinnum í veislum en þegar komi að hennar eigin afmælisveislu sé hún smá nervus. „Ég vil engar ræður, bara tónlist og spjall. Reyndar ætla ég að hafa miða frammi og biðja fólk um heilræði, brandara eða skilaboð sem hægt verður að lesa upp, allt nafnlaust. Ég tala um þetta eins og þetta sé ein- hver heimsráðstefna en svo er þetta bara venjulegt afmæli í Breiðholtinu en Fella- og Hólakirkja er frábært tónlistarhús og það er yndislegt útsýni úr safnaðarheim- ilinu. Ég er pínu stressuð að sýna þessar myndir mínar, en svo hugsaði ég: Bíddu, ég er orðin fimmtug, hversu gömul á ég að verða til að þora að fara aðeins út fyrir kassann?“ gun@frettabladid.is Stígur út fyrir kassann Arnhildur Valgarðsdóttir organisti er að halda upp á fimmtugsafmæli sem skall á hana í ágúst. Hún gerir það með stæl því hún er með opið hús í dag í Fella- og Hólakirkju. „Ég tala um þetta eins og þetta sé einhver heimsráðstefna en svo er þetta bara venjulegt af- mæli í Breiðholtinu,“ segir Arnhildur. FrÉttABlAðið/Ernir Ég vil engar ræður, bara tónlist og spjall. Reyndar ætla ég að hafa miða frammi og biðja fólk um heilræði, brandara eða skilaboð Arnhildur Valgarðsdóttir organisti Ástkær eiginkona, móðir, amma og systir, Kristrún Sigfríð Einarsdóttir Axelsson sem lést 17. ágúst, verður jarðsungin 16. september kl. 11. Útförin verður í Knäred-kirkju í Svíþjóð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Canser-fonden í Svíþjóð. Nils Axelsson, Einar Iljin, Valerie Iljin og Axel Einarsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, Kristjana Arnardóttir Básahrauni 46, Þorlákshöfn, áður búsett að Hlíðarhjalla 59, Kópavogi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 29. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 6. september klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Ljósið. Jakob Örn Haraldsson Örn Sævar Hilmarsson María Björk Sverrisdóttir Örn Sævar Eyjólfsson Viktoría Jóhannsdóttir Jóhann Örn Arnarson Hjördís Blöndal Vignir Arnarson Dagný Magnúsdóttir Íris Arnardóttir Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halla Kristinsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, 29. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. september kl. 13. Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir Elín Birna Guðmundsdóttir Trausti Þór Guðmundsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Guðbjartsson, Þorláksgeisla 10, sem lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, laugardaginn 27. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík, þriðjudaginn 6. september kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Heimahlynningu Landspítalans fyrir einstaka alúð og hjúkrun. Bára Guðmundsdóttir, börn, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir allar kveðjurnar og þann hlýhug, samúð og vináttu sem þeim fylgdi við andlát og útför Ólafar Eldjárn þýðanda og ritstjóra, Öldugötu 30, Reykjavík. Fyrir okkar hönd og allrar fjölskyldunnar, Stefán Örn, Kristján Andri, Davíð, Stefán Hallur og Ágúst Breki Eldjárn Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og kærleiksríkan hlýhug vegna fráfalls og útfarar okkar elsku mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu, Arndísar Oddfríðar Magnúsdóttur Addýjar, Eyjabakka 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við alúðlegu starfsfólki gjörgæsludeildar LSH v/ Hringbraut. Ingunn Björgvinsdóttir Guðrún V. Björgvinsdóttir Jökull H. Úlfsson Björgvin Arnar Björgvinsson Guðrún Sverrisdóttir ömmubörn og langömmubörn. Þennan dag árið 1982 var sýning opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen en þetta var í fyrsta sinn sem Thorvaldsensafnið í Kaupmannahöfn sýndi verk sín utan Danmerkur. Danir og Íslendingar hafa löngum slegist um ætterni Bertels Thorvaldsen en hann átti danska móður og íslenskan föður og bjó í Kaupmannahöfn og Róm. Í Kaupmannahöfn varði hann bróður- parti ævi sinnar og er því oftar talinn danskur en hann var einn fremsti mynd- höggvari álfunnar á sínum tíma. Hann sló í gegn með styttu sem gerð var eftir pöntun á árunum 1801-1828 en það var breski listaverkasafnarinn Thomas Hope sem pantaði styttuna. Hún var gerð eftir fyrirmynd höggmyndarinnar Apollo frá Belvedere. Fyrsta útilistaverkið í eigu Íslendinga, „Vonin,“ er eftir Bertel Thorvaldsen en hann gaf Íslandi verkið í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874. Skírnar- fonturinn í Dómkirkjunni er þó líklega þekktasta verk hans í eigu Íslendinga. Fjölmenni mætti á sýninguna á Kjarvals- stöðum og vakti hún mikla athygli auk þess sem Íslendingar uppgötvuðu að nýju þennan merka hálfíslenska lista- mann. 3 . S E P t E M B E R 1 9 8 2 Verk Thorvaldsens sýnd á Íslandi 1189 Ríkharður ljónshjarta er krýndur konungur Englands. 1651 Ensku borgarastyrjöldinni lýkur með sigri Cromwells á Karli II. í orrustunni við Worchester. 1783 Bretar viðurkenna sjálfstæði Banda- ríkjanna. 1921 206 metra löng brú yfir Jökulsá á Sól- heimasandi er vígð. 1988 Tekin er í notkun Óseyrarbrú yfir ósa Ölfusár og styttist leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka við það úr 45 í 15 kílómetra. 2004 Rússneskar hersveitir gera innrás í grunnskóla í Beslan þar sem hryðjuverka- menn héldu starfsfólki og börnum í gísl- ingu. 344 féllu í árásinni, þar af 172 börn. Merkisatburðir 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 4 -1 D 2 C 1 A 7 4 -1 B F 0 1 A 7 4 -1 A B 4 1 A 7 4 -1 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.