Fréttablaðið - 03.09.2016, Side 94

Fréttablaðið - 03.09.2016, Side 94
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsókn- um forsvarsmanna hátíða um samstarfsamning sem ein af Borgarhátíðum Reykjavíkur 2017 – 2019. Nokkrar lykilhátíðir verða valdar sérstaklega af menningar- og ferðamálaráði og fá viðurkenninguna Borgarhátíðir Reykjavíkur með sérstökum þriggja ára samningi og fjárframlagi. Markmiðið er að styðja samfellu, framþróun og rekstrarlegar grundvöll hátíða í Reykjavík sem þegar hafa sannað ótvírætt gildi sitt hvað varðar þýðingu fyrir menningarlífið í borginni, alþjóðleg tengsl, jákvæð áhrif á ferðamennsku og ímynd Reykjavíkur auk efnahagslegs umfangs. Um er að ræða nýtt fyrirkomulag sem byggir á áherslum í menningar- og ferðamálastefnum Reykjavíkurborgar. Borgarhátíð Reykjavíkur þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) vera til eflingar menningar og listum í Reykjavík b) vera opin almenningi, aðgengileg og sýnileg c) hafa verið haldin að lágmarki fimm sinnum d) vera haldin árlega e) vera með alþjóðlega tengingu f) standa yfir í þrjá daga eða lengur g) vera með faglega stjórn h) viðhafa góða stjórnarhætti og rekstrarlegt gegnsæi i) fullnægja kröfum um fagmennsku og gæði j) vera framúrskarandi á sínu sviði Jafnframt verður litið til þátta eins og nýsköpunar, umfangs, aðsóknar, kynningar, stöðugleika, þróunarmöguleika, margfeldisáhrifa, atvinnu- skapandi þátta, tímasetningar innan ársins, möguleika hátíðanna á eigin tekjuöflun og þróun í átt að sjálfbærni. Samfélagsleg vídd í starfsemi hátíðanna er mikilvæg svo sem á sviði menningaruppeldis barna; samstarfs við íbúa, í menningar- og listalífi og samstarfi við borgar- stofnanir, aðkomu og samstarfi við minnihlutahópa, áherslu á umhverfis- mál o.fl. Nýr samningur til þriggja ára felur í sér markmið um starfsemi, þróun og rekstur með tilskyldum fyrirvörum um samþykkt fjárhags- áætlunar Reykjavíkurbogar hverju sinni. Hátíðir sem þegar eru með samning í gildi fyrir árið 2017 og/eða lengur geta sótt um að verða Borgarhátíð Reykjavíkur, en hljóti þær ekki tilnefninguna gildir fyrri samningur óbreyttur. Hátíðir með lausan samning eru hvattar til að sækja jafnframt um almenna menning- arstyrki Reykjavíkurborgar skv. auglýsingu á reykjavik.is/styrkir. Umsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi 3.október nk. Umsókn sendist í tölvupósti á menning@reykjavik.is. Í umsókninni komi fram hvernig hátíðirnar uppfylla ofangreind skilyrði ásamt ársreikningi síðustu þriggja ára og starfs- og fjárhagsáætlun 2017. Nánari upplýsingar veitir signy.palsdottir@reykjavik.is s. 4116021. Borgarhátíðir Reykjavíkur 2017 - 2019 Loksins er komið haust og nýtt leikár hafið. Síðustu tvær vikurnar hafa leik-húsin í höfuðborginni keppst um að auglýsa dagskrá sína og margt spennandi bíður áhorfenda á kom- andi mánuðum. Vert er að virða leikárið fyrir sér, þá sérstaklega sýn- ingarnar fyrri hluta þess. Fyrsta verk Þjóðleikhússins á þessu leikári er reyndar verkefni frá hinu síðara en loksins verður Djöflaeyjan frumsýnd. Leikgerðin er ný, eftir Atla Rafn Sigurðarson, sem einnig leikstýrir í samvinnu við Baltasar Kormák og Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Leikhópurinn allur er reyndar skrifaður fyrir verkinu og stór hópur kemur að tónlistinni þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Memfismafían eru fremst í flokki. Bjarni Haukur Þórsson er mættur til landsins með einleikinn Maður sem heitir Ove, byggðan á hinni sívinsælu bók eftir Fredrik Back- man, í farteskinu. Sigurður Sigur- jónsson leikur hinn geðstirða Ove og áhugavert verður að sjá hvernig þeir útfæra verkið, hugmyndin virðist í traustum höndum. Í Borgarleikhúsinu byrjar leik- árið með frumsýningu á nýju íslensku leikriti: Sendingu eftir Bjarna Jónsson, í leikstjórn Mörtu Nordal. Með aðalhlutverk fara Þor- steinn Bachmann, Kristín Þóra Har- aldsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir en und- arlegt er að sú síðastnefnda fái ekki fleiri burðarhlutverk á leikárinu. Tjarnarbíó byrjar sitt leikár með hinni ágætu sýningu Stripp, sam- starfsverkefni Dance for Me og Olgu Sonju Thorarensen. Sóley Rós ræstitæknir tekur síðan á móti leikhúsgestum en María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir standa að baki sýningunni sem fjallar um lífshlaup alþýðukonu. Trúðarnir Pétur, Tómas, Brynhildur og Sigfús taka Helga magra fyrir í fyrstu leik- sýningu Menningarfélags Akureyrar á leikárinu en listrænir stjórnendur eru Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ingvarsson. Lokkandi leikhús Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir og leikarinn Stefán Hallur Stefánsson halda samstarfi sínu áfram með ein- leiknum Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti eftir argentínska höfundinn Rodrígó García. Það er hressandi þegar listafólk leitar á ný mið í leik- ritavali sínu en Una leikstýrði ein- mitt nýju skandinavísku verki á síðasta ári sem vakti mikla lukku. Ragnheiður Skúladóttir fær sitt fyrsta leikstjórnarverkefni innan Borgarleikhússins og mun leikstýra Extravaganza eftir Sölku Guðmunds- dóttur, sem starfar nú sem leikskáld hússins. Þarna er eftirtektarverð samvinna á ferð og vonandi verður sýningin eftir því. Forvitnilegasta sýning MAk að hausti er aftur á móti heimildar- leikritið Elska þar sem ástarsögur Norðlendinga eru sviðsettar í leik- stjórn Agnesar Wild sem sýndi hina ágætu Kate í Tjarnarbíói í fyrra. Þarna er metnaðarfull tilraun á ferð þar sem sögur úr byggðarlaginu fá að blómstra. Sviðslistahópurinn Lab Loki snýr aftur með sýninguna Endastöð – upphaf í Tjarnarbíó með vorinu en leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson og leikarinn Árni Pétur Guðjónsson eru þar í fram- l í n u . Þetta er fyrsta sýning hópsins í fimm ár og vert að hlakka rækilega til enda var Svikarinn ein- staklega gott leikhús. Fortíðin föndruð og endurunnin En þrátt fyrir áhugaverð verk eru leikárin heldur kunnugleg. Stóru leikhúsin í höfuðborginni verða að stækka sjóndeildarhringinn og taka oftar áhættu í verkefnavali. Úti að aka eftir Ray Cooney er gott og blessað en aðrir farsar eftir aðra höf- unda eru í boði. Auðvitað er mikil- vægt að sýna verk eftir William Shakespeare reglulega en hvernig væri að skoða Christopher Marlowe eða franska snillinginn Moliére? Horft frá brúnni eftir Arthur Miller í leikstjórn Stefans Metz er vissu- lega spennandi sýning með flottum leikhóp en svo virðist sem Þjóð- leikhúsið sé aftur að leita í öruggan faðm Millers, Eldraunin eftir sama höfund sló einmitt eftirminnilega í gegn fyrir stuttu. Nánast engin samvinnuverkefni verða undir þaki Þjóðleikhússins í vetur, fyrir utan samstarf hússins við Vesturport. Áhugavert væri að vita ástæðu þess. Tjarnarbíó hefur verið að sækja í sig veðrið á síðustu misser- um sem heimili sjálfstæðu sviðslista- senunnar en hefur stundum liðið fyrir mikinn gæðamun á verkefnum. Friðrik Friðriksson hefur tekið við af Guðmundi Inga Þorvaldssyni og vonandi mun Tjarnarbíó vaxa undir hans leiðsögn. Menningarfélag Akureyrar er merkileg tilraun sem fór af stað með fullum þunga á síðasta leikári. Hug- myndin um að samnýta stjórnun og fjármuni er kannski hugvitsamleg en sú hugsun læðist að manni að þetta sé ekki að gera Leikfélagi Akureyrar gott. LA er eitt rótgrónasta leikfélag landsins og Jón Páll Eyjólfsson er öfl- ugur sviðslistamaður en hættan er á að MAk veiki stöðu þeirra beggja. En góðir hlutir gerast hægt og öflugt sviðslistasamfélag sprettur ekki fram á einni nóttu. Tilefni er til að hafa áhyggjur af framtíð íslenskrar leikrit- unar eins og staðan er í dag. Ekki vegna þess að skortur sé á fínum íslenskum leikskáldum, af þeim er nóg, heldur virðist vandinn frekar liggja í skorti á stuðningi stóru leikhúsanna. Borgar- leikhúsið hefur þó staðið sig betur en bæði húsin líða fyrir mikla áherslu á leikgerð- ir. Þessar endalausu leikgerðir eru góðar til síns brúks, bæði hafa þær markaðsfræðilegan grundvöll sem kassastykki fyrir húsin og minni þörf á kynningu en aldrei koma þær í stað nýrra leikverka. Leikhúsin eiga að kynna nýja hluti fyrir áhorf- endum, ný leikskáld og nýjar nálg- anir, ekki stóla alltaf á kunnuglegar og vinsælar bækur eða kvikmyndir sem flestir þekkja. Áherslunum verður að breyta, hið fyrsta, áður en það verður of seint. Útgáfumál leik- handrita verður líka að taka í gegn, sem og leikskrár. Okkar yngstu leikhúsgestir Yngstu leikhúsgestirnir fá sem betur fer eitthvað fyrir sinn snúð á þessu leikári. Brúðuleikhússýningin Íslenski fíllinn kemur sterk inn strax með haustinu og Lofthræddi örninn Örvar leggur land undir vængi en þjóðleikhússtjóri efnir nú loforð sitt um að sinna landsbyggðinni betur. Frumsamda barnaleikritið Fjarska- land verður síðan frumsýnt í janúar, allt mjög jákvætt. Borgarleikhúsið leitar til Bergs Gamalt og nýtt Af leikritum, löstum og lofi Leikárið 2016-2017 er að ganga í garð um þessar mundir og af því tilefni skoðar Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýn- andi Fréttablaðsins, hvað er fram undan í leikhúsunum í vetur en þar kennir ým- issa grasa, bæði nýrra og kunnuglegra. Stripp eftir sviðslistahópinn Díó markar upphaf leikársins í Tjarnarbíói. Sending er nýtt íslenskt verk í Borgarleikhúsinu. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r46 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 4 -2 B F C 1 A 7 4 -2 A C 0 1 A 7 4 -2 9 8 4 1 A 7 4 -2 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.