Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 100
Maður
verður
sjálfkrafa
aðeins Meira
„white trash“, en
frelsið er gott.
Gott skipulag og vönduð verkefnastjórnun eykur skilvirkni
í starfi. APME verkefnastjórnun er nám samhliða vinnu,
kennt í fjarnámi og í staðarlotum. Námið er skipulagt í
samstarfi við tækni- og verkfræðideild HR.
APME VERKEFNA-
STJÓRNUN
(Applied Project Management Expert)
Hefst: 17. september 2016 | Fjarnám
„Námið er afar hagnýtt, fjölbreytt, tengt við raunveruleg verkefni
og ætti að nýtast öllum, sama hvar þeir eru í skipulagsheildinni.
Það hefur auðveldað mér alla skipulagsvinnu hvað varðar einstök
verkefni og verkefnastöðu.“
Birkir Guðlaugsson
LS Retail Partner Operations, Team Member
Það er hægt að líkja þessu við atriði í Dumber Dumber, ég seldi íbúð-ina mína í Vestmanna-eyjum, og ég fékk Ford Transit Camper upp í
íbúðina, ég ætlaði aldrei að fá mér
þennan bíl, maðurinn sem var að
kaupa íbúðina af mér lánaði mér
bílinn. Hann vissi alltaf að ég yrði
forfallinn Camper-aðdáandi eftir
það. Maður verður sjálfkrafa aðeins
meira „white trash“, en frelsið er gott,“
segir Unnar Gísli Sigmarsson, betur
þekktur sem Júníus Meyvant, spurður
út í húsbíl semhann hefur vakið tals-
verða athygli fyrir undanfarnar vikur.
Bíllinn er árgerð 1983 sem gerir
það að verkum að hann er kominn
á fertugsaldur. Opinber skilgreining
á fornbíl miðast við að bíllinn hafi
náð 25 ára aldri miðað við skrán-
ingar árgerð. En ætli Unnar hafi
hugsað sér að skrá sinn Camper í
Fornbílaklúbb Íslands?
„Ég þarf einmitt að fara að tékka
á því hvort hann sé skráður. Ég
væri til í að skrá hann í Camper-
fornbílaklúbb. Það væri frábært að
hitta fleiri aðdáendur Ford Transit
Camper sem eru jafn klikkaðir og
ég,“ segir hann og hlær.
Tökur hafa staðið yfir á nýjasta
tónlistarmyndbandi Júníusar Mey-
vants þar sem Camperinn leikur
stórt hlutverk og meðal leikara í
myndbandinu er stórleikarinn Þór-
valdur Davíð Kristjánsson. Mynd-
Mér líður eins og
Tónlistarmaðurinn júníus Meyvant
krúsar um götur borgarinnar á Ford Tran-
sit Camper -húsbíl. Nýlega stóðu yfir tökur
á nýjasta tónlistarmyndbandi hans þar
sem bíllinn leikur stórt hlutverk. Júníus
er staddur í Berlín, þar sem hann spilaði á
fyrstu tónleikum í Evróputúr sínum í gær.
sígauna-
kóngi
bandið er við Beat Silent Need,
lag af nýjustu plötu hans, Floating
Harmonies.
„Það var mjög skemmtilegt að
taka upp þetta myndband. Camp-
erinn spilar gott hlutverk. Þor-
valdur Davíð er eigandi bílsins
í myndbandinu, og ég bý inni á
þeim hjónum, eins og hálfgerð
heimasæta,“ segir Unnar og bætir
við að myndbandið sé væntanlegt
á næstu vikum.
Áhugi fjölskyldunnar á bílnum
er mikill en sonur Unnars hefur
haft töluvert gaman af þessum
nýjasta bíl fjölskyldunnar, sem
hann einfaldlega kýs að kalla hús
á hjólum.
„Það er svefnpláss fyrir fjóra full-
orðna, svo það fer vel um okkur
fjölskylduna, við höfum töluvert
ferðast á Campernum og Simmi
sonur minn er mjög hrifinn af
bílnum, hann vill vera í honum
öllum stundum. Sjálfur væri ég til
í að sofa í honum alla daga, en ég
elska konuna mína of mikið, hún er
nú þegar farin að sjá mig flytja út í
bílinn. Ég vil gera allt fyrir bílinn og
þetta er orðið frekar klikkað áhuga-
mál,“ segir Unnar léttur í bragði og
bætir við að hann hafi heldur betur
dottið í lukkupottinn.
Unnar hefur verið áberandi
undanfarin misseri, en framund-
an er nóg um að vera hjá honum.
Hann er sem stendur staddur í
Berlín, þar sem hann hélt í gær
sína fyrstu tónleika á Evrópu-
túrnum sínum.
„Ég er staddur í Berlín, það er
frábært að spila hér og það gekk
mjög vel, þetta voru fyrstu tón-
leikarnir mínir á þriggja vikna
Evróputúr. Ég ætla meðal annars
að ferðast til Þýskalands, Póllands,
Austurríkis, London og Hollands.
Þetta verður frábært,“ segir Unnar
spenntur fyrir komandi tímum.
gudrunjona@frettabladid.is
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal leikara í myndbandinu.
3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r52 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
Lífið
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
7
4
-2
7
0
C
1
A
7
4
-2
5
D
0
1
A
7
4
-2
4
9
4
1
A
7
4
-2
3
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K