Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Hrekkjavaka Heldur er hann lítið girnilegur þessi tanngarður en það er einmitt tilgangurinn að vera nógu ógeðslegur, þegar fólk farðar sig og klæðir upp og skemmtir sér á hrekkjavöku.
Eggert
Sveitarfélagið Sel-
tjarnarnes hlýtur nafn-
bótina draumasveit-
arfélagið í nýjasta
tölublaði Vísbendingar.
Þetta er annað árið í
röð sem sveitarfélagið
nýtur þessa heiðurs
sem byggður er á
rekstrartölum úr árs-
reikningum sveitarfé-
laga, samkvæmt upp-
lýsingum frá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga. Traustur
rekstur segir aðeins hluta sögunnar
um stöðu bæjarfélags. Til lítils væri
að skila góðri rekstrarafkomu ef ekki
væri boðið upp á fyrsta flokks þjón-
ustu.
Önnur könnun, sem okkur þykir
ekki síður vænt um, sýnir að íbúar
Seltjarnarness eru hvað ánægðastir
íbúa sveitarfélaga landsins. Capacent
gerir þessa þjón-
ustukönnun árlega. Út-
koman þar undirstrikar
jákvætt viðhorf bæj-
arbúa til samfélags-
þjónustunnar og er
okkur hvatning að
halda áfram á sömu
braut.
Lífsgæðin eru
á Nesinu
Frábærar nið-
urstöður ber að þakka
starfsmönnum bæj-
arins, lögð er áhersla á
skilvirka stjórnun og öfluga þjónustu
við íbúa bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn og starfsmenn bæj-
arfélagsins leggja sig fram um að
hlusta eftir hvaða þjónusta skiptir
bæjarbúa mestu máli. Að baki þeirri
aðferðafræði liggur sú sannfæring að
samstarfið skili sér í betra samfélagi
og hagkvæmari rekstri. Niðurstöður
Vísbendingar annars vegar og hins
vegar þjónustukannana Capacent
renna stoðum undir þá sannfæringu.
Við höfum verið að styrkja mik-
ilvæga innviði í bæjarfélaginu, skóla-
mál hafa alltaf verið forgangsmál og
álögur eru meðal þeirra lægstu á
landinu. Seltjarnarnesbær leggur
áherslu á að Nesið sé ávallt leiðandi í
skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi á
landsvísu, þar sem lögð er áhersla á
jöfn tækifæri, árangur og vellíðan.
Menningarstarfsemi stendur í
miklum blóma. Nýafstaðin menning-
arhátíð, sem haldin var í þessum
mánuði, bauð upp á glæsilega dag-
skrá sem yfir fjögur þúsund manns
tóku þátt í.
Seltjarnarnes skipuleggur nær-
þjónustu við aldraða á grunni sam-
ráðs. Markmiðið er að aldraðir eigi
þess kost að búa sem lengst á eigin
heimili. Það samræmist yfirlýstri
stefnu félagasamtaka eldri borgara.
Samskiptin við ríkið
Úttekt Vísbendingar gefur til
kynna að nokkur af stærstu sveit-
arfélögum landsins búi við erfiða fjár-
hagsstöðu. Einkunnagjöfin í ár end-
urspeglar erfitt árferði sveitarfélaga
og afkomu sem þarf að vera betri.
Halli í fjárhagslegum samskiptum við
ríkið er ein ástæðan fyrir slæmri af-
komu sveitarfélaga.
Tryggja þarf fulla fjármögnun
þeirra verkefna sem sveitarfélögin
hafa tekið að sér samanber málaflokk
fatlaðra sem ríkisvaldið færði til
sveitarfélaga. Enn vantar gífurlega
fjármuni til að málaflokkurinn standi
undir sér.
Seltjarnarnes í sérflokki
Undir stjórn sjálfstæðismanna hef-
ur Seltjarnarnes boðið íbúum sínum
upp á lægstu útsvarsprósentu sem
þekkist í landinu, 13,66%, lægstu
fasteignagjöldin og hæstu tóm-
stundastyrkina 50.000 kr. svo að tveir
póstar séu nefndir. Við viljum trúa
því að fjárhagur bæjarins beri vitni
um ráðdeild og ánægja íbúanna end-
urspegli þjónustu bæjarfélagsins.
Vísbending hefur greint fjárhag
sveitarfélaganna og gefið þeim ein-
kunn um árabil og hefur Seltjarn-
arnes verið í algjörum sérflokki þeg-
ar kemur að útnefningu
draumasveitarfélagsins. Seltjarn-
arnes hefur hlotið viðurkenninguna
átta sinnum. Það er okkur áskorun að
halda þessum titli, sem mælir fjár-
hagslega afkomu, en jafnframt að
halda áfram að skora hátt á mæli-
kvarða yfir þjónustu við bæjarbúa.
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur » Við viljum trúa því
að fjárhagur bæjar-
ins beri vitni um ráð-
deild og ánægja íbúanna
endurspegli þjónustu
bæjarfélagsins.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri á Seltjarn-
arnesi.
Draumar rætast á Seltjarnarnesi
Í sögunni um nýju
fötin keisarans sagði
frá sjálfhverfum ein-
valdi sem naut þess að
sýna sig í skraut-
klæðum, svo fagurlega
ofnum og fíngerðum að
augu manna gátu vart
numið. Keisarinn
reyndist að vísu fata-
laus þegar á reyndi, en
enginn þorði að láta í
ljós þvílíka „fáfræði“ að halda slíku
fram. Að því kom þó að barn tók af
skarið og sagði: En hann er ekki í
neinu!
Viðbrögð nemendanna, sem Kast-
ljós Ríkisútvarpsins ræddi við 21.
október sl. um samræmt námsmat,
minntu svolítið á viðbrögð barnsins.
Þau bentu nefnilega á veigamiklar
rökvillur í hinu nýja námsmatskerfi,
villur sem fæstir virtust hafa vogað
sér að nefna. Þar var fyrst til að taka
ósamræmi í túlkun og merkingu
bókstafaeinkunna frá einum skóla til
annars; í öðru lagi þá óheppilegu
stöðu að grunnskólar og framhalds-
skólar virðast ekki tala saman um
beitingu og túlkun
matsniðurstaðna við
færslu nemenda milli
skólastiga, þrátt fyrir
að síðasta skólaár nem-
endanna væri nú að
verða hálfnað. Reynist
þessar ábendingar
unglinganna á rökum
reistar má álykta sem
svo að hið nýja mats-
kerfi sé álíka gagns-
laust og nýju fötin keis-
arans forðum.
Til að skilja hið
flókna fyrirbæri sem unglingarnir
komu hér auga á getur verið gagn-
legt að vekja svolitla söguvitund, þ.e.
horfa á málið í sögulegu samhengi
sem við erum vitanlega öll hluti af.
Átök um einkunnir og samræmda
mælikvarða eru nefnilega ekki ný af
nálinni og hafa oft á tíðum verið mál-
efnalegri en nú. Yfirborðskennd um-
ræða um að tilteknir framhalds-
skólar vilji til dæmis „fleyta rjómann
ofan af“, er bjöguð að mati undirrit-
aðs. Í því sambandi má nefna að
markmið landsprófs miðskóla 1946-
1976 og samræmds lokaprófs 1977-
2007 voru fyrst og fremst að auka og
jafna aðgengi allra að námi við hæfi
eftir að skyldunámi lyki. Þegar
landsprófið var tekið upp áttu innan
við 10% árgangs kost á að sækja
framhaldsskóla, um miðjan áttunda
áratuginn var þetta hlutfall komið í
25% og ætla má að yfir 95% núver-
andi 10. bekkinga muni hefja nám í
framhaldsskólum næsta haust.
Þannig hefur skólakerfið í sívaxandi
mæli leitast við að skapa öllum tæki-
færi til framhaldsnáms, góðu heilli.
Hinu miðstýrða prófakerfi fylgdu
vissulega óæskilegar aukaverkanir
sem flestum er kunnugt um, m.a.
þær að innihald prófanna varð að
eiginlegum námskrám niður eftir
öllu skólakerfinu. Nám og kennsla
fóru þannig að miðast við matsatriði
prófanna, sem náðu vissulega ekki
til allrar þeirrar hæfni og kunnáttu
sem æskileg þótti. Svo aftur sé
minnt á mikilvægi söguvitundar skal
á það bent að í kjölfar nýrra fræðslu-
laga 1946 og reyndar löngu fyrir
þann tíma höfðu menn lagt sig fram
um að sporna við slíkri þróun. Nú-
gildandi aðalnámskrá frá 2011 boðar
því engin ný sannindi eða þáttaskil í
þeim efnum og undirritaður hefur
reyndar ýmislegt við innihald þeirr-
ar námskrár og boðskap að athuga.
Umbætur hins samræmda mats-
kerfis eru mögulegar ef samstaða er
til staðar og viðurkenning á að slíkt
kerfi kosti fagþekkingu og fjármagn.
Deilur um bókstafaeinkunnir skipta
í raun litlu máli í því samhengi. Það
gerir hins vegar tilgangur matsins,
hvað er metið, hvernig er metið og
hvaða aðilum á að þjóna með matinu
og niðurstöðum þess. Auðveldlega
má færa fyrir því rök að samræmt
mat á vitsmunalegri hæfni í til-
teknum námsgreinum, t.d. íslensku,
náttúruvísindum og stærðfræði, sé
jafnréttismál og í raun glórulaust að
láta marklausar bókstafaeinkunnir
skipta sköpum í þeim efnum svo aft-
ur sé vitnað til orða unglinganna. Að
sama skapi má færa fyrir því gild
rök að námsmat þurfi að ná til víð-
tækrar hæfni, jafnt bókvits, siðvits
og verksvits. Skólastigin þurfa með
öðrum orðum að tala saman um
merkingu og beitingu hæfni- og
matsviðmiða.
Ég legg til að ákvæði 2. og 6. gr.
reglugerðar um samræmd lokapróf
frá árinu 2000 verði tekin upp aftur
með nokkrum lagfæringum, þ.e. að
nemendum í 9. og 10. bekk gefist
kostur á að taka þátt í samræmdu
mati í íslensku, stærðfræði, ensku,
dönsku, náttúrufræði og samfélags-
greinum. Tilgangurinn verði m.a. að
veita nemendum og forsjáraðilum
þeirra upplýsingar um árangur og
námsstöðu, vera leiðbeinandi um
áframhaldandi nám. En áður þurfi
að endurvinna hæfniviðmið í aðal-
námskrá og allt framkvæmdaferli
hins samræmda matskerfis verði
vandaðra en áður. Í stað þess að tala
um samræmd próf verði talað um
samræmt mat sem verði mun víð-
tækara og réttmætara en áður hefur
tíðkast.
Síðast en ekki síst verður ekki
framhjá því litið í þessu máli að stöð-
ugar og oft illa ígrundaðar kerf-
isbreytingar pólitískra yfirvalda
skaða jafnan þá sem síst skyldi,
nemendur í þessu samhengi.
Eftir Meyvant
Þórólfsson » Yfirborðskennd um-
ræða um að tilteknir
framhaldsskólar vilji til
dæmis „fleyta rjómann
ofan af“, er bjöguð að
mati undirritaðs.
Meyvant Þórólfsson
Höfundur er dósent við Háskóla Ís-
lands.
Samræmt námsmat við lok skyldunáms