Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Lovestories, fyrsta EP-plata hljóm- sveitarinnar Hide Your Kids, kom út í sumar og hefur hún að geyma sex frumsamin lög eftir sveitina sem skipuð er Daníel Jóni Jónssyni söngvara, trommaranum Jóni Rúnari Ingimarssyni, bassaleik- aranum Hauki Jóhannessyni, Ey- rúnu Engilbertsdóttur hljómborðs- leikara og Kristni Þór Óskarssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð árið 2011, tók þátt í Mús- íktilraunum árið 2013 og sumarið sama ár hitaði hún upp fyrir tón- leika Of Monsters and Men í Garðabæ. Daníel segir þátttöku hljómsveitarinnar í Músíktilraunum hafa veitt henni aukin tækifæri til tónleikahalds með öðrum hljóm- sveitum og þá m.a. Of Monsters and Men. Það hafi verið „fáránleg heppni“ að fá að spila á undan Of Monsters and Men og mikið stökk fyrir lítt þekkta bílskúrshljómsveit frá Garðabæ. Hide Your Kids gefur plötuna út sjálf og segir Daníel að hljóm- sveitin hafi gefið hana fyrst út á netinu og með fríu niðurhali. Nokkrir tugir kynningareintaka hafi komið út á geisladiskum og fékk blaðamaður eitt þeirra. „Ég varð eiginlega að sjá hana, hafa hana í höndunum. Það er ekki nóg að sjá hana á tölvuskjá,“ segir Daníel um plötuna. 17 ára á Melodica Festival En hvernig skilgreinir Daníel tónlist hljómsveitarinnar? „Hún byggist á hljóðgervlagrunni, við semjum oftast í kringum hljóð- gervla og kannski gítarinn aðeins líka. Svo reynum við að finna línur sem okkur finnst skemmtilegar og klára lag einhvern veginn, eitthvað sem við fílum,“ segir Daníel. Tón- listinni megi lýsa sem hljóðgervla- poppuðu indírokki. – Að öðrum ólöstuðum í hljóm- sveitinni þá tók ég fyrst eftir söngnum á plötunni. Varstu búinn að syngja mikið áður en þið stofn- uðuð hljómsveitina? „Já, já. Ég var búinn að spila og syngja frá 16 ára aldri. Ég kom fyrst fram með kassagítar á Mel- odica Festival hátíðinni þegar ég var 17 ára,“ svarar Daníel. Það var árið 2008. „Þá var ég búinn að semja mörg lög, „acoustic“-tónlist og rökrétt framhald að spila á tón- leikum. Svavar Knútur var að skipuleggja þessa hátíð í fyrsta skiptið á Íslandi ásamt stofnanda hennar, Pete Uhlenbruch, en það var systir mín, Heiða Dóra, sem spilar undir listamannsnafninu Bara Heiða, sem hvatti mig til að spila.“ Áhugavert nafn – Þetta nafn, Hide Your Kids, hvernig datt ykkur það í hug? „Við þurftum bara að finna nafn, það er sjúklega leiðinleg saga. Við þurftum að finna eitthvert nafn sem léti fólk ekki fá kjánahroll, væri ekki þetta eða hitt og það tók heilu vikurnar að finna rétt nafn. Við vorum með annan bassaleikara í upphafi og hann sagði bara: „Hvað með Hide Your Kids?“ og við spurðum hvort það væri eftir samnefndu vídeói. Hann kannaðist ekki við það,“ segir Daníel og á þar við fjögurra ára gamalt myndband sem fékk mikið áhorf á YouTube, fréttaviðtal þar sem bandarískur karlmaður varar við nauðgara í hverfinu sínu og hvetur fólk til að fela börnin sín (sjá YouTube með því að slá í leitarglugga „hide your kids“). Daníel segir að sér hafi þótt nafnið áhugavert og að hljómsveitin hafi hreinlega viljað ljúka því af að finna sér nafn. Að lokum er Daníel spurður að því hvort hann vilji koma einhverju að til viðbótar. „Ef einhver vill gefa okkur út þá væri það snilld,“ segir hann og hlær. Hann vilji dreifa tón- list hljómsveitarinnar sem víðast. Hide Your Kids heldur tvenna tónleika á Iceland Airwaves, eina í Norðurljósum Hörpu, mvd. 4. nóv. kl. 20.40 og aðra utan dagskrár á Bar 11 föstudaginn 6. nóv. kl. 16.30. Ljósmynd/Hekla Flóka Á Prikinu Hide Your Kids við barinn á Prikinu. Frá vinstri Eyrún, Daníel, Jón Rúnar, Kristinn Þór og Haukur. Útgefandi óskast  Hide Your Kids gefur út sína fyrstu EP-plötu, Lovestories  Hljómsveitin heldur tvenna tónleika á Iceland Airwaves, 4. og 6. nóvember  Flytur hljóðgervla-poppað indírokk, að sögn söngvarans » Sýningin Tilurð Errós var opnuð í ListasafniReykjavíkur í Hafnarhúsi í fyrradag að við- stöddu margmenni. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri opnaði sýninguna að Erró viðstöddum. Við sama tilefni var veitt viðurkenning úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem Erró stofnaði til minningar um Guðmundu frænku sína og er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. si á laugardag Gleði Erró veitti Sirru, Sigrúnu Sigurðardóttur styrk úr Guðmundusjóði. Félagar Þeir Þorsteinn J. og Sigurður Árni Sigurðsson skemmtu sér vel. Ungir sem aldnir Fólk á öllum aldri mætti, f.v Þór Sebastían Wilkins, Arn- grímur Dagur Arnarson, Margrét Norðdahl og Einar Sveinn Norðdahl. JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30,8 SCOUTSGUIDE,ZOMBIE APOCALYPSE 8,10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 6 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 3D 5;30,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.