Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Þuríður Helgadóttir er framkvæmdastjóri Voga ferðaþjónustu viðMývatn. Þar er gistiaðstaða fyrir 78, frá svefnpokagistingu ogupp í herbergi með baði, tjaldstæði og veitingastaðurinn Daddi’s
pizza.
„Þetta er orðið heilsársfyrirtæki en var áður sumarfyrirtæki. Það er
þétt setið hérna yfir sumarmánuðina en á veturna eru í útleigu á bilinu
2 til 14 gistirými af 28 sem eru í boði.“
Þuríður er einnig dreifingaraðili hér á landi fyrir Forever Living en
það eru Aloe Vera heilsuvörur. „Það gengur mjög vel enda vinsælar
vörur.“
Hvað með áhugamál? „Ég er handavinnukennari að mennt og hef
gaman af hannyrðum yfirhöfuð. Ég er ekki í neinni framleiðslu en er
alltaf eitthvað að gera og reyna að skapa. Undanfarið hef ég mestmegn-
is verið að prjóna og hekla þótt ég hafi gaman af öllu eins og að sauma,
mála og smíða. Svo hef ég verið að syngja í kórum og tek virkan þátt í
því starfi. Ég er í Kirkjukór Reykjahlíðarkirkju og hef látið það duga.“
Eiginmaður Þuríðar er Þórhallur Kristjánsson verktaki og börn
þeirra eru Sigurlaug Elín, Hildur Ásta, Kristján og Helgi Þorleifur.
„Við ætlum að eyða deginum með börnum, tengdabörnum og barna-
börnunum, þeim Úlfi og Ósk.“
Afmælisbarnið Auk þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki er Þuríður
dreifingaraðili fyrir Aloe Vera heilsuvörur.
Rekur ferðaþjón-
ustu við Mývatn
Þuríður Helgadóttir er fimmtug í dag
Ó
feigur fæddist í Reykja-
vík 2.11. 1975 og ólst upp
í Breiðholtinu.
Var ekki Breiðholtið
svolítið óskáldlegar
æskuslóðir, Ófeigur?
„Ég læt það alveg vera. Við vorum í
Seljahverfinu, sem er býsna vel skipu-
lagt hverfi, og á þessum árum tóku við
óbyggð holt og móar rétt fyrir ofan
heimili okkar. Það tók bara eina mín-
útu að komast í berjamó eða fara á
skíði eða stefnulausan þvæling út í
móa. Svo var eitthvert sveitabýli
þarna í nágrenninu á síðasta snúningi,
eyðibýli og draugahús og loks Rjúpna-
hæðin með gömul möstur og stöðvar-
hús.
Þarna var líka nóg af húsgrunnum
og hálfbyggðum byggingum með allt
sitt mótatimbur og vinnupalla. Slíkt
umhverfi er auðvitað jafn skemmtilegt
og það er hættulegt börnum. En þetta
fer nú svo oft saman, háskinn og her-
legheitin. Ég kvarta því ekkert undan
æskuslóðunum, mér finnst Breiðholtið
hafa verið mjög skáldlegt.“
Ófeigur var í fimleikum í Ármanni
frá sex ára aldri og þar til hann varð 13
ára og varð unglingameistari á öllum
þeim áhöldum sem fimleikafólk hring-
snýst um. Hann var í Ölduselsskóla en
þegar hann var tíu ára flutti hann í Bú-
staðahverfið, fór í Hvassaleitisskóla og
lauk síðan stúdentsprófi frá MH árið
Ófeigur Sigurðsson rithöfundur – 40 ára
Morgunblaðið/Kristinn
„Maður á mann“ Rithöfundurinn og Schäefer-hundurinn hans, Kolur, spjalla saman heima í stofu að loknu dagsverki.
Bókmenntamaður úr
andríki Breiðholtsins
Morgunblaðið/Eggert
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015. Verðlaunahafarnir, talið frá
vinstri: Bryndís Björgvinsdóttir, Snorri Baldursson og Ófeigur Sigurðsson.
Kópavogur Ingvi Þór
Kristinsson fæddist
28. júlí 2015. Hann vó
3.746 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans
eru Anna María Reyn-
isdóttir og Kristinn
Þór Ingvason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.