Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Netverð á mann frá kr. 64.900 á Melia Lebreros m.v. 2 í herbergi. Sevilla 6. nóvember í 3 nætur 2fyrir1 tilboð á flugsæti með gistingu Frá kr.64.900 m/morgunmat 44.950 Flugsætifrá kr. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Afkoma ríkissjóðs er betri en fjárlög gerðu ráð fyrir samkvæmt fjárauka- lagafrumvarpi sem lagt var fram á vef Alþingis um helgina. Þannig eru tekjur ríkissjóðs 26,4 milljörðum hærri en fjárlög áætluðu en búist er við að gjöld aukist um 9,6 milljarða. Í fjáraukalagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að arður frá Landsbank- anum á árinu sé 23,5 milljarðar og að heildararður frá viðskiptabönkum sé 17,9 milljörðum hærri en upphaflega var áætlað. Hins vegar lækkar áætl- aður arður frá Seðlabanka Íslands úr 4 milljörðum í 1,9 milljarða. Þá verður ekki af 0,7 milljarða arð- greiðslu sem hafði verið ráðgerð frá Isavia ohf. Aukinheldur er búist við að vaxta- gjöld af innlendum lánum verði lægri en búist var við. „Endurmetin áætl- un um vaxtagjöld ríkissjóðs gerir ráð fyrir að þau verði 76,8 ma.kr. eða 5,7 ma.kr. lægri en í fjárlögum. Lækk- unina má einkum rekja til lægri stýrivaxta á árinu en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum sem hefur eink- um áhrif á innlenda fjármögnun rík- issjóðs,“ segir í frumvarpinu. Á árinu hafa einnig verið greidd niður erlend lán s.s. Avens-skuldabréfið, lán frá Póllandi og skuldabréf í dollurum sem gefið var út árið 2011. Hins veg- ar hefur veiking krónunnar haft mótvægisáhrif svo að vaxtagjöld af erlendum lánum eru nær óbreytt frá áætlun fjárlaga. Þá gera fjáraukalögin ráð fyrir út- gjaldaaukningu ríkissjóðs um 450 milljónir vegna hælisleitenda. Tæp- lega þrír milljarðar fara til vega- gerðarinnar og 160 milljónir til skóg- ræktar ríkisins. Þá renna 712 milljónir til löggæslumála og rúm- lega 2.500 milljónir til heilbrigðis- mála. Ríkið fær 23,5 milljarða í arð frá Landsbankanum  Afkoma ríkissjóðs 17,1 milljarði betri en fjárlög ráðgerðu Morgunblaðið/Kristinn Arður Ríkissjóður fær háar arð- greiðslur frá Landsbankanum. FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Lagaákvæði og framkvæmd síma- hlerana krefjast úrbóta. Lítil krafa er til rökstuðnings dómara með heimildum til hlerana og tölfræði- legar upplýsingar sýna að það heyri til undantekninga ef beiðnum lög- reglunnar um símahleranir er hafn- að. Skúli Magnússon, formaður Dóm- arafélags Íslands, bendir á að dóm- arar sinni hlerunarbeiðnum sam- hliða öðrum störfum. Segir hann að mikið álag í störfum þeirra geti kom- ið niður á hæfni dómara til þess að sinna slíkum málum af nægilegri kostgæfni. Trúnaðarsamtöl hluti gagna Ólíkt því sem m.a. má finna í dönskum lögum, þaðan sem lög um símahleranir eru að mestu tekin upp, er enginn málsvari sakborninga hér á landi, þ.e. enginn lögfræðingur sem reynir að hrekja forsendur lög- reglu fyrir hlerunarheimild. Eins er möguleiki til kæru eðli málsins sam- kvæmt liðinn þegar sakborningi er greint frá hlerun þó að fræðilega sé hægt að leita réttar síns eftir að hlerunum er lokið, líkt og nýlegt dómsmál Magnúsar Vers Magnús- sonar gegn ríkinu sýnir. Þá eru dæmi um að samtöl lög- fræðinga og skjólstæðinga þeirra hafi orðið hluti af gögnum lögreglu en samkvæmt sakamálalögum ber lögreglu að eyða þeim gögnum sem ekki hafa þýðingu fyrir rannsókn mála. Í skilningi laganna er óheimilt að nýta slík trúnaðarsamtöl fyrir rétti. Engu að síður hefur Hæstirétt- ur í a.m.k. tvígang tekið vægt á því þegar trúnaðarsamtölum lögfræð- ings og sakbornings hefur ekki verið eytt líkt og lög kveða á um. Hafa rök réttarins verið þau að ekki hafi verið sýnt fram á að notast hafi verið við gögn sem fengust við símahlustun til sönnunarbyrði í mál- unum. Hefur á það verið bent að ekkert komi í veg fyrir að trúnaðar- samtöl séu nýtt til að afla sannana annars staðar frá eða þá við rann- sókn annarra mála. Þá hefur verið bent á það að eyð- ingu gagna sem fengist hafa með símahlerunum hefur verið ábóta- vant og geymsla þeirra ekki nægi- lega traust og að hætta sé á því að of margir hafi aðgang að þeim upp- lýsingum sem þar koma fram. Ofan- greint er samantekin sú gagnrýni sem fram hefur komið um fram- kvæmd hlerana hér á landi, í fjöl- miðlum og í greinaskrifum lög- og fræðimanna. Einhver dettur í gloppurnar Oddur Ástráðsson skrifaði loka- ritgerð í MA-námi til lagaprófs frá Háskóla Íslands síðastliðið vor, undir yfirskriftinni Símahlustanir, skilyrði, framkvæmd, eftirlit. Í meginatriðum tekur Oddur undir þá gagnrýni sem fram kemur hér að ofan í niðurstöðum ritgerðarinnar. „Maður er ekki að gera mönnum, sem starfa innan þessa kerfis, upp einhverjar óeðlilegar hvatir. En það er hins vegar augljóslega þann- ig að þegar komnir eru verndar- hagsmunir á borð við réttinn til að njóta friðhelgi einkalífs og sam- skipta, og rétturinn til þess að hljóta réttláta málsmeðferð, þá tek- ur maður ekki áhættu með það í regluverkinu og því umhverfi sem búið er um framkvæmdina á svona aðgerð. Ef þú ert með gloppur þá er öruggt að einhver mun detta ofan í þær,“ segir Oddur. Fram kom í svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi í nóvember árið 2014 að dómarar veittu heimild til hlerana í 99,3% tilvika þegar lögregla óskaði eftir því á árunum 2009-2013. Fram kom að samtals hefði verið úrskurð- að um 720 beiðnir um símahlustun á þessu fimm ára tímabili og þar af var heimild veitt í 715 tilfellum. Heildar- málafjöldi sem þessir hlustunar- úrskurðir höfðu verið kveðnir upp í var 145 og ljóst að í einhverjum mál- um hefði verið kveðinn upp nokkur fjöldi úrskurða. Helgast það af því að einungis er heimilt að veita hler- unarheimild til fjögurra vikna tíma- bils í senn. Þörf á meira aðhaldi Skúli Magnússon segir menn sam- mælast um að meira aðhalds sér þörf. „Einnig þarf að skoða það álag sem er á héraðsdómurum. Þeir taka við hlerunarbeiðnum frá lögreglu meðfram sínum störfum. Á þá er mikill þrýstingur um að málin gangi hratt fyrir sig. Það er ein leið sem verður að skoða – hversu vel dóm- stólar landsins eru í stakk búnir til þess að fjalla um þessi mál Þá er ég ekki bara að tala um laga- legt sjálfstæði og fjárveitingar. Ég fullyrði að það er lítill tími til að fara yfir málin. Þau eru lögð fyrir héraðs- dómara sem hafa alla jafna litla reynslu og þjálfun í þessum mála- flokki. Á móti er lögfræðingur lög- reglunnar þrautreyndur og hefur komið oft á tíðum að þessum mál- um,“ segir Skúli. Sakborningar eiga sér ekki málsvara  Margt gagnrýnivert í lagalegri umgjörð og framkvæmd hlerana hér á landi  Lítil krafa um rök- stuðning dómara fyrir hlerunum  Gloppur í kerfinu bjóða hættu á misnotkun heim  720 beiðnir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Símahleranir Mál manna er að meira aðhalds sé þörf þegar kemur að lagalegri umgjörð og framkvæmd hlerana. Þegar kemur að hlerunarheim- ildum takast á sjónarmið um frið- helgi einkalífsins og almanna- hagsmuni. Símahlustun er þvingunaraðgerð sem takmarkar friðhelgi einkalífs, sem verndað er af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í 1. og 2. mgr. 83. gr. sakamála- laga segir að einungis sé heimilt að beita símahlerunum ef það er skýrt að upplýsingar sem fáist frá þeim muni gagnast við rannsókn málsins og ekki hafi verið hægt að ná þeim fram með öðrum vægari aðgerðum. Þá segir að refsingin þurfi að varða 8 ára fangelsisvist að lágmarki eða „að ríkir al- mannahagsmunir eða einkahags- munir krefjist þess“. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, seg- ir í bók sinni, Stjórnskipunarréttur - mannréttindi, að með því að tiltaka einka- hagsmuni einnig í lagaákvæðinu skapist svigrúm til túlkunar dóm- ara. „Segja má að síðarnefndi valkosturinn dragi nokkuð úr fyrirsjáanleika þess við hvaða aðstæður verður gripið til aðgerða af þessum toga. Dómstólum er hér veitt talsvert svigrúm til að meta hvenær ríkir hagsmunir eru til staðar og jafn- framt til að leggja mat á það hvort upplýsingarnar sem þannig fást geti skipt miklu fyrir rann- sókn máls,“ segir Björg í bók sinni. Talsvert svigrúm dómstóla FRIÐHELGI EINKALÍFS OG ALMANNAHAGSMUNIR TAKAST Á Björg Thorarensen Símahleranir » Einungis voru fimm tilfelli þar sem dómari veitti ekki hlerunarheimild, frá 2009- 2013 eða í 0,7% tilfella. » Fram kemur í meistara- ritgerð Odds Ástráðssonar við lagadeild HÍ að í ein- hverjum tilfellum leggi lög- regla ekki fram hlerunar- heimild þegar sýnt þykir að dómari muni ekki veita hana. » Lagalega kemur ekkert í veg fyrir að lögregla leiti hlerunarheimilda hjá öðrum héraðsdómi fái hann höfnun hjá einum. » Árið 1999 kom tals- mannafyrirkomulag til um- ræðu en ákveðið var að taka það ekki upp. Skúli Magnússon Oddur Ástráðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.