Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9,leikfimi kl.10. Eftir hádegi er félagsvist,útskurðarhópur 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13. Sérstök athygli er vakin á tölvufærninámskeiðinu,sem byrjar einnig kl. 13. Þar eru enn nokkur sæti laus og einstakt tækifæri til að bæta leikni sína á hin ýmsu snjalltæki. Boðinn Mánudagur: Félagsvist og myndlist kl 13.00. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10:30-11:15. Prjónaklubbur með Drífu frá 13:00-16:00. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl.8, upplestur á annarri hæð kl.14. Garðabæ Vatnsleikfimi í Sjálandi kl.8 og 15, stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl.9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl.10 og í Ásgarði kl.11, karlaleikfimi kl.11.40 Boccia kl.12.20. Ipad námskeið kl.17 Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður,Tálgun m/leiðb. kl. 9-16. Keramikmálun kynning þriðjudaginn 3. nóv. kl. 10. Línudans kl. 13. Kóræfing Gerðubergskórs kl. 14.30, nýjir söngfuglar velkomnir. Gjábakki Mánudagur: Handavinna kl 9, Boccia kl 9.10, gler-og postulínsmálun kl 9.30, Lomber kl 13, Canasta kl 13.15, kóræfing kl 16.30, skapandi skrif kl 20.00. Gullsmári Póstulínshópur kl. 9, Ganga kl. 10, Bridge kl. 13, Handa- vinna og Kortagerð kl. 13, Félagsvist kl. 20. Gullsmári Leshópur á morgun Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, blöðin, púsl og tafl liggja frammi. Léttar aeróbik æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi.. Spilað bridge kl. 13, silkimálun hjá Elínborgu kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, námskeið í glerlist kl. 9, leikfimi á Ruv.kl.9.45, ganga kl.10, Æðstaráðsfundur kl.10.20, myndlis- tanámskeið hjá Margréti Zóphonísdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13.15, skapandi skrif kl. 16. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl.13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is Korpúlfar Ganga frá Grafarvogskirkju og frá Borgum kl. 10 í dag, skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum, félagsvist kl. 13 í B orgum, útskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum, tölvufærninámskeið kl. 14.00 í Borgum og styrktarleikfimi með Nils kl. 17 í Borgum í dag. Laugarból Nýtt í Ármanni: Leikfimi fyrir 50+ og eldri borgara. Leik- fimi kl. 11 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Fjölbreyttar æfingar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl 8.30,morgunleikfimi í borðsal kl.9.45,upplestur kl.11,tréútskurður kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14,samverustund m.djákna kl.13.30,bíó á 2.hæð kl.15.30.Uppl í s 4112760. Selið Kaffi og dagblöð kl. 8.30, morgunleikfimi RÚV kl. 9.45, hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Minnum á hugmyndabankann og að félagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatns- leikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba gold /námskeið kl. 10.30. LeiðbeinandiTanya Dimitrova. Vesturgata 7 Tréútskurður kl. 9.15, Lúðvík. Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl.9.00, upplestur, framh.saga kl. 12,30, frjáls spilamenska, stóladans og bókband kl. 13.00 Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Til sölu Til sölu stálgrindamastur/ljósamastur rúmir 13 m að lengd, ný yfirfarið. Nánari uppl. í síma 897 9251, Finnur. Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi ca 45 km frá Reykjavík. Vaxta- laus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar í síma 896-1864. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bókhald BÓKHALD Vanur bókari getur tekið að sér bókhald, VSK, uppgjör, launabók- hald, skattskýrslur og stofnun FT. Sanngjarnt verð og góð þjónusta. bokhaldarinn@vortex.is Þjónusta GM Smiðir eru að bæta við sig verkefnum fyrir næstu misseri. Gips. Gluggar. Innréttingar. Parketlagnir. Hurðar. Kerfisloft og fleira sem snýr að bygginga- starfsemi. Uppl. gmsmidir@gmail.com Ýmislegt Fylgstu með á Facebook Öll sundföt á 9.500 Frú Sigurlaug Mjódd s. 774-7377 5 ára afmælis- tilboð NÝTT OG SPENNANDI Teg NICOLE - þunnur, haldgóður í 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH á kr. 9.880,- Teg LILIANA - létt fylltur og frábær í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH á kr. 9.880,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Jóhann Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 11. mars 1948. Hann lést í Maputo, Mósambík, 13. október 2015. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorkels- son, skrifstofustjóri, f. 20.8. 1912, d. 17.10. 1975, frá Hamri í Gaulverja- bæjarhreppi, og Friðgerður Friðfinnsdóttir, kven- klæðskerameistari, f. 21.7. 1914, d. 5.10. 1980, frá Kjaransstöðum í Dýrafirði. Systkini Jóhanns eru Gunnar, f. 13.11. 1950, og Sigríð- ur Helga, f. 1.6. 1957. Jóhann kvæntist 12.12. 1970 Kolbrúnu Guðmundsdóttur, f. 12.9. 1948. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: 1) Stúlka fædd an- davana 25.2. 1974. 2) Þorsteinn Jóhannsson, f. 24.1. 1975. Fóst- urbörn hans og fyrrverandi eig- inkonu, Sigríðar Guðmunds- dóttur, f. 6.7. 1974, eru Stefán Atli Ágústsson og Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir. 3) Guðrún Ása Jó- hannsdóttir, f. 25.10. 1977. Sam- býlismaður hennar er Vignir Már Sigurðsson, f. 10.1. 1975. Synir Guðrúnar og Vignis eru Viktor Steini og Sölvi Jóhann og sonur Guðrúnar og Gunnars Ingvars- sonar er Róbert Orri Gunnarsson. 4) Gerður Ósk Jóhannsdóttir, f. 15.12. 1981. Dóttir hennar og Brynjars Guðmundssonar er Kol- brún Emma og börn Gerðar og Guðmundar Arnars Guðmunds- sonar eru Friðrik Már og Hólm- fríður Bríet. Eftirlifandi eig- inkona Jóhanns, k. 11.12. 2004, er Marcelina Francisco L. Þorsteins- son, f. 13.2. 1956 í Mósambík. Jóhann ólst upp í Reykjavík en var flest sumur, frá níu ára aldri og fram á unglingsár, í sveit í Hólum í Stokkseyrarhreppi í Flóa. Hann varð stúdent frá MR 1969, lauk B.Sc. í líffræði HÍ 1973 og M.Sc. frá Imperi- al College í London 1974. Hann var í rannsóknarstöðu við Háskólann í Tromsö árið 1977. Jóhann vann hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík 1974- 1978, starfaði að gæðamálum sjávar- fangs. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Vest- mannaeyja árið 1978 og tók við stöðu útibússtjóra hjá Rf, sem hann gegndi til ársins 1987. Árið 1987 flutti fjölskyldan til Reykja- víkur og Jóhann hóf störf hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins, við gæðaeftirlit. Á árunum 1991- 1995 vann Jóhann sams konar störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Í október 1995 flutti Jó- hann til Mósambík og starfaði á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar sem verkefnastjóri og fulltrúi Íslands í verkefni SADC- ríkjanna (Þróunarbandalags ríkja í sunnanverðri Afríku) um umbætur í gæðamálum sjávar- fangs, til ársins 1998. Eftir að SADC-verkefninu lauk árið 1998 rak Jóhann um hríð veitingahús í Quelimane í norðurhluta Mósam- bík. Á árunum 2000-2005 vann hann sem gæðastjóri hjá frönsku rækjueldisfyrirtæki í sama fylki. Jóhann réðst aftur til starfa hjá ÞSSÍ árið 2006 sem ráðgjafi við eftirlitsstofnun með gæðum í sjávarútvegi en sú stofnun rak meðal annars rannsóknastofur í Maputo, Beira og Quelimane. Síðustu æviárin, eftir að Jó- hann lauk störfum fyrir ÞSSÍ, ár- ið 2009, rak hann fyrirtæki í Ma- puto sem sá meðal annars um viðhald húseigna sendiráða og opinberra stofnana. Minningarathöfn um Jóhann fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. nóvember 201, kl. 13. Skyndilegt kall, óvænt en þó ekki. Ég á margar góðar minning- ar um Jóhann bróður minn, sem fór sínar eigin leiðir í lífinu. Hann ætlaði sér stóra hluti þótt hann næði kannski ekki að framkvæma allt eins og hann hafði haft í huga. Hann var barngóður, hlýr í lund og hafði skemmtilegan húmor, ef til vill nokkuð kaldhæðinn enda var hann alltaf mikill töffari. Jó- hann var mikið náttúrubarn, hafði yndi af að ferðast, átti byssur og veiðistangir og fór mikið í veiði. Hann var afburða námsmaður og einstakur tungumálamaður. Portúgölsku talaði hann eins og innfæddur, að sögn Marcelinu, og þrátt fyrir tuttugu ára dvöl ytra talaði hann lýtalausa íslensku, án nokkurs hreims þegar við töluð- um saman. Hann bjó í Mósambík tuttugu seinustu æviárin, lifði lífi sem við fjölskyldan heima áttum því mið- ur litla hlutdeild í, og að sama skapi átti hann ekki mikla hlut- deild í lífi okkar þann tíma. Sam- band okkar systkinanna var þó alltaf náið og við gátum ævinlega talað saman í einlægni. Ég hafði oft töluverðar áhyggjur af að hann færi ekki nógu vel með heilsuna, notaði áfengi og tóbak kannski meira en góðu hófi gegndi. Því miður fékk hann líka að kenna á því. Æðaþrengingar í fótum ollu honum miklum þrautum seinustu árin, afleiðingar reykinga sem hann lét þá loks af en of seint. Ég heimsótti þau Kollu til Tromsö vorið 1977. Einn daginn fórum við systkinin á gönguskíði, tókum skíðalyftur hátt upp fjöllin ofan við bæinn og renndum okkur síðan langar leiðir niður í byggð- ina. Sól skein í heiði og bróðir minn var alsæll. Yndislegur dagur sem er dýrmæt minning. Jóhann undi sér vel í Tromsö, var í náms- leyfi við háskólann þar og vann við rannsóknir á fiskafurðum, gæða- mati á fiski. Kunnátta sem hann átti eftir að nýta í störfum sínum bæði hér heima og erlendis. Hann var fær á sínu sviði og nákvæmur. Nákvæmnin var reyndar eigin- leiki sem var bæði hans styrkur og galli, örugglega frábær eiginleiki í starfi en gat verið óþolandi í dag- legu lífi, þegar dytta þurfti að, vaska upp eða gera annað smálegt var það sjaldnast nógu vel gert að hans mati, nema hann gerði það sjálfur. Nákvæmni og þrautseigja bróður míns komu mér hins vegar til góða á menntaskólaárunum. Þegar ég var að fara í próf í stærð- fræði og líffræði, fögum sem ég hafði slugsað við á önninni, settist bróðir minn með mér við skrif- borðið kvöldið fyrir próf og sat með mér fram undir morgun. Hans besti tími var auðvitað eftir miðnættið svo þegar ég var að sligast af þreytu um miðja nótt var hann í essinu sínu og ekki á því að láta mig fara að sofa frá hálf- kláruðum dæmum eða verkefn- um. Ég féll aldrei í þessum áföng- um. Jóhann hafði ekki komið heim til Íslands í sex og hálft ár og því ekki séð þrjú yngstu barnabörnin. Þetta þótti honum afar sárt, sem og hversu langt var um liðið frá því hann hafði hitt börnin sín þrjú og barnabörnin, átta að tölu. Við hefðum öll svo mikið viljað fá Jó- hann heim og vonir stóðu til að af Íslandsferð yrði á þessu hausti, margt var ósagt sem nú verður ekki sagt. Blessuð sé minning Jóhanns Þorsteinssonar. Sigríður Helga Þorsteins- dóttir. Jóhann Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Jóhann Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.